Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 12
SUND Sundmeistaramót Íslands fór fram um helgina og þar stend- ur hæst frábær árangur Kristínar Rós Hákonardóttur en hún bætti eigið heimsmet í 50 metra bak- sundi. „Árangurinn hefur kannski ekki verið upp á marga fiska,“ sagði Magnús Tryggvason, einn af skipuleggjendum mótsins, en það voru Sunddeild Selfoss og íþrótta- félagið Hamar sem stóðu fyrir mótinu. „Hér voru 159 keppendur og margir þeirra eru að fara sér rólega vegna annarra verkefna sem stutt er í eins og Heimsmeist- aramótið í Barcelona, Evrópu- meistaramót unglinga og fleiri mót þannig að árangurinn á þessu móti litaðist dálítið af því. Gallinn er sá að það er í raun ekki um ann- að að ræða en að halda mótið á þessum tíma. Við eigum ekki 50 metra innilaugar og því verður að halda þetta að sumri til og tíma- setningin er löngu ákveðin fyrir fram.“ Athygli vakti að Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem lengi var einn helsti sundkappi landsins, tók þátt og bar sigurorð af sér mun yngri mönnum í 50 metra baksundi. ■               !"  #$%#!&' (%#&)  *  +, +  +" -  .    +    / 012  2& 34 5    6-  6    5    - +     7+   5  8 9  :;: 9  < = (>2 %?& 12 14. júlí 2003 MÁNUDAGUR HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í SUNDI Mótið var sett formlega á laugardaginn var með mikilli viðhöfn. Sund Bjartsýni í Barnsley Guðjón Þórðarson segir mikla bjartsýni ríkja í Barnsley. Stuðningsmenn eru ánægðir með að framtíð liðsins sé tryggð í bili. FRÁ SUNDMEISTARAMÓTI ÍSLANDS Kristín Rós bætti eigið heimsmet í baksundi. Árangurinn upp og niður á Sundmeistaramótinu: Glæsilegt heimsmet hjá Kristínu Rós FÓTBOLTI „Það er svona ákveðin pattstaða hjá liðinu núna,“ sagði Guðjón Þórðarson, framkvæmda- stjóri Barnsley á Englandi. „Hend- ur okkar eru bundnar þangað til við klárum öll mál við breska knattspyrnusambandið. Þangað til er ekkert hægt að ráða starfsfólk né fá neina nýja leikmenn. Við átt- um að eiga fund með þeim um dag- inn en þeir forfölluðust. Þessi mál eiga samt að vera komin á hreint innan nokkurra daga.“ Guðjón segir tímann síðan hann tók við hafa verið stanslausa vinnu. „Það er mikið verk fyrir höndum. Þarna eru menn í liðinu sem eru í ágætu formi en margir líka sem eru það ekki. Þarna eru einnig nokkrir sem hafa góða hæfileika en vantar annað. Deild- in er það hörð að það er ekki nóg KNATTSPYRNULIÐ BARNSLEY Guðjón segir leikmenn liðsins í meðallagi og telur mikið verk fram undan áður en hann verður sáttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.