Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 46
26 13. júlí 2003 MÁNUDAGUR ■ Gátan Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Vegna frétta um að snilligáfa manna deyi í hjónabandinu skal tekið fram að snilligáfunni fylgir yfirleitt óhamingja og hún er því ekki eftirsóknarverð. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ladan og Laleh Bijani. Hrönn Eiríksdóttir. Björgólfur Takefusa. Mikið úrval af skóm puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg - converse face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR 50-70% af öllum skóm K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Hummel Áður kr. 13.990 nú kr. 3.990 Áður kr. 10.990 nú kr. 2.990 Allt á að seljast! Barnabókin Blái hnötturinn eftirAndra Snæ Magnason kemur út á grænlensku og tælensku á næstunni. Í september kemur hún út í Frakklandi og verður það tíunda tungumálið sem bókin er gefin út á. Auk þess er bókin nýkomin út í Sví- þjóð þar sem hún fékk góða dóma. Andri Snær er annars með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Hann er með fjögur verkefni í burðarliðnum sem þó eru flest á byrjunarstigi. Þess má geta að Andri er þrítug- ur í dag. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann daginn vera mikinn merkisdag, enda dagur frönsku byltingarinnar og um leið þjóðhá- tíðardagur Frakka. „Afstaða stjarnanna þennan dag fær mann stundum til að langa til þess að draga menn út á götur og háls- höggva þá,“ sagði Andri. „Gröfu- mennirnir hafa hertekið Ísland og það má kannski byrja á þeim.“ Andri segir að þrátt fyrir tíma- mótin sé engin bylting að eiga sér stað í sínu lífi. „Ég er bara feginn að vera á lífi og vona að ég verði eldgamall einhvern tímann eftir svona 70 ár.“ ■ Jónas R. Jónsson er að minnstakosti þeim sem eru að nálgast miðjan aldur að góðu kunnur, því hann var poppgoð á sínum yngri árum og sló í gegn með hljóm- sveitunum Flowers og síðar Nátt- úru. Og hver man ekki eftir „Ég sit og gægist...?“ Tónlist er ennþá stór hluti af lífi hans þó smekkurinn hafi lítil- lega breyst með árunum. „Ég er nú staddur í fríi á Ítalíu og hér er að byrja mikil djasshátíð,“ segir Jónas og ætlar ekki að láta sig vanta þar. „En ég hef enn gaman af þeirri tónlist sem ég ólst upp við, flóran er bara fjölbreyttari núna og kannski ögn mildari.“ Jónas, sem er ættaður úr Reykjavík, hefur verið meira og minna erlendis undanfarin níu ár. Ég hef verið víða, en þó aðallega í London, þar sem ég vann sem framkvæmdastjóri alþjóðlegs fyrirtækis sem sá um að setja upp sjónvarpsstöðvar. Það var ævintýri líkast að taka þátt í því og stórkostlegt að kynn- ast nýju fólki, nýjum vinnubrögð- um, nýjum sjónarmiðum og lífs- háttum,“ segir hann. Jónas er kvæntur Helgu Bene- diktsdóttur arkitekt, en hún hefur búið og starfað á Íslandi allan tím- ann. „Það var bæði hún og svo bara taugin ramma sem dró mig heim. Í öll þessu ár höfum við Helga „flogist á“,“ segir hann hlæjandi, en nú hef ég tækifæri til að vera með fjölskyldunni og stunda aðaláhugamálið, hesta- mennskuna.“ Jónas hefur brennandi áhuga á hestum og hlakkar til að takast á við nýja starfið. „Það er nú þegar fullt af fólki sem hefur unnið mjög gott starf við að markað- setja íslenska hestinn, og ég hlakka til að vinna með því fólki og læra af því og vonandi að geta samræmt sjónarmið. Það er auð- vitað engin ein aðferð rétt í þessu.“ Fyrir utan hestamennsk- una og tónlistina er matur áhuga- mál og jafnvel ástríða hjá Jónasi. „Ég er mjög liðtækur við elda- mennskuna og elska að borða góð- an mat, ekki síst eitthvað fram- andi og exótískt.“ edda@frettabladid.is ...get ekki...stjórnað... hægri...hönd... verð...að stinga... Lárétt: 1 kraumar, 6 poti, 7 átt, 8 líffærin, 10 sjór, 12 kvenm.nafn, 14 átt, 16 frægur skákmaður (d.), 17 knæpa, 19 sólguð, 20 rykkorn. Lóðrétt: 1 væl, 2 snæðum, 3 slakar, 4 stúlkunafn (þf.) 5 afkima, 9 nirfil, 11 ílát, 13 kropp, 15 fugl, 18 tímabil. Síðhærðir, fúlskeggjaðir ogmeð húðflúr handleggina á enda eru þungarokkarar ekki algengasta ímynd manna af nátt- úruunnendum. Hinir gríðarþungu Mastodon-piltar, sem héldu tvenna tónleika í Reykjavík, nýttu þó allan frítíma sinn til að fara gullna hringinn og áttu ekki orð til að lýsa dýrðinni. 1 6 7 8 9 10 10 11 12 13 14 15 17 18 20 17 19 16 12 2 3 4 5 ANDRI SNÆR Gaf út bókina Lovestar um síðustu jól. Bækur ANDRI SNÆR MAGNASON ■ er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Blái hnötturinn á grænlensku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI eftir Frode ØverliPondus ...og sumir bókhaldarar gera þessi klassísku mistök að færa útgjöld fyrir fyrirtækjabíla í reit B 409, í þeirri trú að þannig verði þau frádráttarbær frá virðis- aukaskatti! Það er þarna sem ég kem inn í myndina með tilfærslu í reit C 439! Og ekki nefna tvítekinn frádrátt við mig! Það gerist allt of oft að... Lausn:Lárétt: 1vellur, 6osti,7na, 8lungun,10 mar, 12rúna,14 sa,16 tal,17krá,19ra,20ar. Lóðrétt: 1 vol,2etum,3linar, 4unu, 5rangala,9grút,11ask,13 nart, 15 ara,18ár. Hrósið ...fá bókaverslanir Eymundssonar og Máls og menningar í miðbæn- um fyrir að hafa opið á kvöldin. Lífga upp á kvöldlífið í bænum og gefa kránum ekkert eftir hvað ánægju varðar. Persónan JÓNAS R. JÓNSSON ■ er nýráðinn umboðsmaður íslenska hestsins. Staðan er til að byrja með veitt til eins árs. POPPGOÐ Á YNGRI ÁRUM Nú umboðsmaður íslenska hestsins. Jónas hefur trú á að starf hans í útlöndum undanfar- in ár muni verða honum styrkur í starfinu. „Maður þarf að vita hvar á að knýja dyra og bera virðingu fyrir markaðnum.“ Hefur „flogist á“ við konuna undanfarin ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.