Fréttablaðið - 14.07.2003, Page 17

Fréttablaðið - 14.07.2003, Page 17
fast/eignirMÁNUDAGUR 14. júlí 2003 3 Topp gæði, Lágt verð Hvað viltu hafa það betra? Samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins 16.06.03 Nýtt afl á málningarmarkaði ÍSLANDS MÁLNING Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík • www.islandsmalning.is Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. L IT L A P R E N T Að mörgu þarf að hyggja þegarmála þarf hús að utan. Öll undirbúningsvinna og fram- kvæmd þurfa að vera rétt til þess að allt gangi að óskum og húsið líti sem best út á eftir. Vigfús Gíslason, sölustjóri Hörpu Sjafnar, leiðir lesendur í gegnum muninn á því að mála steinhús og bárujárnshús: „Þegar þú ert að mála steinhús þarftu að skoða húsið mjög vel og athuga hvers vegna þú ert að mála. Er eitt- hvað að húsinu sem þarf að laga eða ertu bara að reyna að hressa upp á útlitið?“ segir Vigfús. „Ef það er eitthvað sem þarf að laga er gott að leita til sér- fræðings og fá mat á því hvað sé á ferðinni og hvað þurfi að gera. Ef ekki þá ráðleggur maður fólki að sjá til þess að yfirborð hússins sé hreint og fínt, t.d að það sé ekki mosi í því. Jafnvel getur þurft að háþrýstiþvo húsið að utan. Ef það eru flagnaðir eða leiðinlegir fletir málar maður gjarnan með undirmálningu. Þeg- ar undirbúningnum er lokið eru vanalega málaðar tvær umferðir með hefðbundinni utanhússmáln- ingu í fallegum litum.“ Að sögn Vigfúsar er einnig mikilvægt að yfirborðið sé hreint þegar mála þarf bárujárnshús. „Yfirborðið þarf að vera laust við flagnaða málningu og ryð. Þar getur verið mjög gott að háþrýsti- þvo. Síðan þarf að grunna þau svæði sem eru ber og þar sem er ryð. Að því loknu eru málaðar tvær umferðir með viðeigandi þakmálningu.“ Vigfús segir að margir vanmeti og leggi jafnvel ekki næga rækt við þá undirbúningsvinnu sem þarf að inna af hendi áður en haf- ist er handa við húsamálun. „Fólk kemur hingað, kaupir málningu og segir: „Nú ætla ég að mála hús- ið mitt um helgina.“ Svo er farið heim, hellt í bakka og svo rúlla all- ir hver í kapp við annan,“ segir Vigfús. „Viðgerðir og lagfæringar eru yfirleitt það dýrasta, tíma- frekasta og það sem er algengast að fólk feili á.“ ■ GLUGGAKARMUR Að mörgu þarf að hyggja áður en glugga- karmar eru málaðir. Málun gluggakarma/ Skrapa og grunna fyrst Nauðsynlegt er að frágangurgluggakarma sé réttur áður en hafist er handa við málun þeirra utanhúss. Byrja þarf á að skrapa upp allt sem er laust á körmunum, t.d. flagnaða málningu. Til að tryggja að engin væta komist inn um gluggann getur einnig verið nauð- synlegt að kítta upp í rifuna á milli trés og steins. Á eldri glugg- um getur einnig verið gott að kítta á milli trés og glers. Því næst skal grunna bera bletti á karminum. Mikilvægt er að viðurinn sé þurr áður en grunnurinn er borinn á. Loks eru bornar tvær umferðir af viðarvarnarefni á karminn eins fljótt og kostur er. ■ LITIR Drappaðir, mosalitaðir og gráleitir litir hafa verið vinsælir undanfarið. Vinsælustu litirnir/ Ljósir og mjúkir Samkvæmt áliti sérfræðingsFréttablaðsins eru ljósir litir að komast aftur í tísku í utanhúss- málun. „Þetta eru jarðlitir sem eru eins og skinn á litinn, dýraskinn eða hörund. Þetta er ekki í þess- um sterku og ekki alveg í þessum hvítu litum heldur. Litirnir eru drappaðir, grádrappaðir, gráleitir eða mosalitaðir. Það má segja að þetta séu ljósir og mjúkir jarðlit- ir,“ sagði sérfræðingurinn. ■ HÚS MÁLAÐ Að ýmsu er að huga við húsamálun. AÐ ÝMSU ÞARF AÐ HUGA ÞEGAR HÚSIÐ ER MÁLAÐ: Steinhús: Hvers vegna ætla ég að mála húsið? Hreint yfirborð er nauðsynlegt. Undirmálning á leiðinlega fleti. Tvær umferðir með utanhússmálningu. Bárujárnshús: Hreint yfirborð. Oft gott að háþrýstiþvo. Grunna ber svæði og ryðbletti. Tvær umferðir með þakmálningu. Góð ráð við húsamálun/ Undirbúningsvinnu má ekki vanmeta FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.