Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 6
6 14. júlí 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað hétu írönsku síamstvíburarnirsem reynt var að aðskilja? 2Fyrsta íslenska konan lauk sveinsprófií flugvirkjun á dögunum, hvað heitir hún? 3Hver er markahæsti leikmaður Land-bankadeildar karla í fótbolta? Svörin eru á bls. 26 KEYRT Á UMFERÐARSKILTI Bíll eyðilagðist er honum var keyrt á skilti við Austurveg á Selfossi á sunnudagsmorgun. Að sögn lög- reglunnar er bíllinn nánast ónýtur en ökumaðurinn er ómeiddur. ERILL Á AKUREYRI Mikill erill var á Akureyri aðfaranótt sunnu- dags. Að sögn lögreglu var mikið af fólki í bænum og ölvun tals- verð. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. FJÖLMENNI Á UNGMENNAFÉ- LAGSHÁTÍÐ Margt var um mann- inn á Egilsstöðum um helgina en þar var Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands með sína árlegu hátíð. Allt fór mjög vel fram. ■ Lögreglufréttir LUNDÚNIR, AP „Stjórnin þarf að svara einni einfaldri spurningu. Hvernig stendur á því að sannan- ir hennar fyrir því að samið hafi verið um úraníumkaup sann- færðu ekki bandarísku leyniþjón- ustuna?“ spyr Robin Cook, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bret- lands, í breska dagblaðinu Sunday Times í gær. Öll spjót standa eina ferðina enn á Tony Blair, forsætisráðherra Breta, vegna fullyrðinga í skýrslu bresku stjórnarinnar um að Írakar hafi ætlað sér að kaupa úran til kjarnorkuvopnasmíði. George W. Bush Bandaríkjaforseti tók þessa fullyrðingu upp í stefnuræðu sinni í janúar, en bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, segir Breta ekki hafa haft nógu traustar heimildir og því hefði Bush ekki átt að fullyrða þetta í ræðu sinni. „Ef þetta var ekki nógu gott til þess að vera í stefnuræðu forset- ans, þá var það ekki nógu gott til þess að vera í skýrslu stjórnarinn- ar,“ bætti Robin Cook við í opnu bréfi til Blairs. Þá hvetur Claire Short, fyrr- verandi ráðherra í stjórn Blair, hann til þess að segja af sér vegna málsins áður en það versnar enn. Fullyrðingar bresku stjórnar- innar um að Írakar hafi ætlað að kaupa úraníum í Afríku voru óspart notaðar til þess að rétt- læta árásina á Írak. ■ TONY BLAIR Forsætisráðherra Breta er enn á ný gagn- rýndur fyrir að nota vafasamar heimildir til þess að réttlæta árásina á Írak. Tony Blair á enn í vök að verjast vegna innrásar í Írak: Fyrrum ráðherrar aðgangsharðir HÚSNÆÐI „Ef áhrif Suðurlands- skjálfta í Reykjavík eru grand- skoðuð og sögulegar heimildir rannsakaðar, þá virðist aldrei hafa orðið neitt tjón á bæjum í Reykjavík,“ segir Júlíus Sólnes prófessor. „Þegar maður reiknar svo áhrifin af þessum skjálftum fyrir austan fjall, í Henglinum og reyndar líka á Reykjanesi og í Krýsuvík, sem eru staðirnir næst okkur, þá virðast þeir ekki geta valdið miklu tjóni í borginni.“ Júlíus bendir á að borgin sé vissulega stór og að á jaðarsvæð- unum, þar sem nýjustu byggðirn- ar eru, gætu áhrif skjálfta orðið umtalsverð. „En frá Elliðaám, og að ég tali nú ekki um þegar komið er vestur í Kvosina, er hættan á tjóni nánast engin.“ Sem dæmi um byggingar sem hafa verið byggðar á síðustu árum og eru óþarflega rammgerðar nefnir Júlíus byggingar austan Kringlumýrarbrautar. „Þar er oft gert ráð fyrir miklu meira jarð- skjálftaálagi en útreikningar okk- ar sýna að sé eðlilegt,“ segir hann. Rafstöðvum á svæðinu segir Júlíus stafa meiri hætta af eldgos- um en jarðskjálftum. „Til dæmis eru Búrfellsvirkjanir og virkjan- irnar í Þjórsá í útjaðri jarð- skjálftasvæðisins á Suðurlandi, þannig að áhrifanna er farið að gæta mjög lítið.“ Hann segir virkjanirnar hafa verið hannaðar fyrir mjög mikið jarðskjálftaálag, sem sé réttlæt- anlegt í ljósi þess hversu mikil- væg þessi mannvirki eru. „Það er þó alltaf erfitt að meta þessa hluti, það fer eftir því hvort við erum að tala um skjálfta sem geta komið á 500 ára fresti, eða jafnvel tíu þúsund ára fresti, og flókið að meta hvað er skynsam- legt og eðlilegt í þjóðhagslegu og efnahagslegu tilliti.“ Talið er að stærstu skjálftar á Suðurlandssvæðinu geti farið yfir sjö stig á Richter, og áður var talið að stærstu skjálftarnir frá mið- öldum hefðu verið jafnvel enn stærri. „Menn hafa kannski verið að draga örlítið í land eftir rannsókn- ir á seinni árum,“ segir Júlíus. „Jarðskjálftinn sem lagði nánast allt Suðurlandsundirlendið í rúst árið 1794 er talinn stærsti skjálfti sem hefur komið á Íslandi. Menn héldu hann hafa verið 7,5 stig á Richter, en nú er talið að hann hafi ekki verið meira en 7,2 stig. Skjálftarnir árið 2000 voru 6,5 og 6,6 stig og komust vissulega ná- lægt þessum stóru skjálftum, en þar sem þeir eiga upptök sín í miðju Suðurlandssvæðisins draga áhrif þeirra varla inn til Reykja- víkur.“ edda@frettabladid.is AUSTURVER ER EITT HINNA RAMMBYGGÐU HÚSA Fjöldi bygginga austan Kringlumýrarbrautar er byggður með tilliti til jarðskjálfta. Þar er þó lagt í óþarfa kostnað því áhrifa Suðurlandsskjálfta myndi lítið gæta í Reykjavík. Of rammgerðar og dýrar byggingar Jarðskjálftaálag á byggingum í Reykjavík hefur verið ýkt. Byggingar á sumum svæðum eru óþarflega dýrar og rammgerðar, því áhrif skjálftans yrðu lítil sem engin innan borgarmarkanna. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is 1. flokki 1991 – 46. útdráttur 3. flokki 1991 – 43. útdráttur 1. flokki 1992 – 42. útdráttur 2. flokki 1992 – 41. útdráttur 1. flokki 1993 – 37. útdráttur 3. flokki 1993 – 35. útdráttur 1. flokki 1994 – 34. útdráttur 1. flokki 1995 – 31. útdráttur 1. flokki 1996 – 28. útdráttur 2. flokki 1996 – 28. útdráttur 3. flokki 1996 – 28. útdráttur Frá og með 15. júlí 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu mánudaginn 14. júlí. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf AFGIRT LÓÐIN Íbúar seldu bandaríska sendiráðinu lóðina fyrir nokkrum árum en telja að sú sala hafi verið ólögleg. Lóðagjöld: Tekin af GJÖLD Steingrímur Ólafsson hjá Reykjavíkurborg segir að íbúar við Laufásveg 19 hafi ekki verið látnir borga fasteignagjöld af lóð sem þeir seldu bandaríska sendiráðinu. „Þegar ég slæ þetta heimilisfang inn sé ég að íbúar borga 0 krónur í lóðargjald,“ segir Steingrímur og bætir við: „Við fáum stofninn frá Fasteignamatinu einu sinni á ári. Við tökum lóðargjöldin af áður en við reiknum út fasteignagjöldin. „Það er hins vegar annað mál hvernig framferði bandarískra stjórnvalda er gagnvart þessu fólki,“ segir Steingrímur. „Þetta minnir mig á Laxdælu þar sem Kjartan meinaði Bolla og hans fólki að dreita.“ ■ Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 21°C skýjað m. köflum 26°C Skýjað m. köflum. 27°C heiðskírt 25°C skýjað m. köflum 24°C léttskýjað 32°C heiðskírt 33°C heiðskírt 27°C heiðskírt 32°C heiðskírt 28°C Skýjað 20°C skýjað og skúrir 30°C skýjað og skúrir SunnudagurÍ dag Mánudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið SKRÝTNIR KARLAR. Núna næstu daga erum við að sigla inn í nokkuð eindreginn hlýindakafla samfara því að sú gula brýst fram í meira mæli en verið hefur. Þetta ætti að létta ferðalöngum lífið. Í dag verður víða gott veður og síðdegis má búast við besta veðrinu á Ísafirði og á Flateyri, svo dæmi séu tekin. Á Höfn í Hornafirði verður hins vegar vætusamt síðdegis í dag. Er það ekki þannig sem veiði- dellukarlar vilja hafa sumarið? Skrýtnir þessir veiði- karlar. Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Breytileg átt Gola Gola Gola Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Gola Gola (Nokkur óvissa í spánni) Hægur vindur FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.