Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 2
2 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR
Að sjálfsögðu, og við bjóðum
öllum til laxveiði í Norðfirði
sem ekki hefur verið boðið í
íslenskar laxveiðiár.
Guðmundur Bjarnason er bæjarstjóri í Fjarða-
byggð. Þúsundir laxa sluppu úr eldiskví í höfnina í
Norðfirði í gær.
Spurningdagsins
Guðmundur, á að bjóða í lax?
Þrjú þúsund
eldislaxar sluppu
Gat kom á eldiskví í höfninni í Norðfirði í gærmorgun með þeim afleiðing-
um að tæplega þrjú þúsund laxar sluppu. Tekist hafði að fanga 60-70 þeirra í
gærkvöldi. „Mikill skaði fyrir fiskeldið,“ segir landbúnaðarráðherra.
FISKELDI Tæplega þrjú þúsund lax-
ar sluppu úr eldiskví í höfninni í
Norðfirði í gærmorgun. Um 4.000
laxar voru í kvínni og hafði Síldar-
vinnslan á Neskaupstað fengið þá
frá Víkurlaxi í Eyjafirði til slátr-
unar. Þegar verið var að dæla úr
kvínni kom í ljós að gat var á
henni og höfðu 2.700 til 2.800 lax-
ar sloppið.
Lagðir voru tugir neta í sjó til
þess að fanga eins mikið af laxin-
um og mögulegt er, að sögn
Björgólfs Jóhannssonar, for-
stjóra Síldarvinnslunnar, en í
gærkvöldi hafði tekist að ná 60 til
70 löxum á land. Ekki er enn vit-
að hvað olli því að gat kom á
kvína, en að sögn Björgólfs virt-
ist hún heil þegar henni var lyft
upp í fyrradag.
Björgólfur segir kvíarnar ein-
ungis hafa verið í höfninni til
bráðabirgða. „Við erum búnir að
leggja drög að því að setja upp
tanka í landi,“ segir Björgólfur, en
atburðurinn hefur töluvert fjár-
hagslegt tjón fyrir Síldarvinnsl-
una í för með sér. „Stærsta tjónið
er þó þetta áfall að hafa lent í
þessu, miðað við hversu mikið við
höfum lagt okkur fram í öryggis-
málunum.“
„Ég harma þennan atburð,“ seg-
ir Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra. Að sögn Guðna verður í
framhaldinu farið rækilega yfir
hvað fór úrskeiðis og hvort reglum
hafi verið fylgt. „Á þessu þarf að
taka og þetta er mikill skaði fyrir
fiskeldið,“ segir Guðni.
„Auðvitað vona ég að sem mest
af þessum fiski náist og fiskeldið
taki á sínum málum í framhaldi af
þessu,“ segir Guðni. Aðspurður
um hvort ekki sé þörf fyrir
strangari reglur segist Guðni
telja þær reglur sem nú gilda
mjög strangar. „Það verður þó
skoðað í framhaldi af því þegar
þetta mál hefur verið rannsakað
til botns.“
„Við höfum miklar áhyggjur af
þessu,“ segir Óðinn Sigþórsson,
formaður Landssambands veiði-
félaga. „Við höfum fordæmi fyrir
því hvaða áhrif það hefur á lífrík-
ið þegar eldislax sleppur út í villta
náttúru, til dæmis frá Færeyjum.
Þar eru árnar stórskaðaðar og
sumar ónýtar vegna blöndunar
eldislax við villtu stofnana.“
Óðinn telur fullt tilefni til þess
að fram fari rannsókn á starfsemi
Síldarvinnslunnar. „Það liggur
fyrir að þeir hafa ekki farið að
reglum eða gætt þess öryggis sem
skylt er.“
helgat@frettabladid.is
UPPGJÖR Niðurstaða hálfsársupp-
gjörs Flugleiða er undir vænting-
um greiningardeilda bankanna.
Hagnaður á milli annars árs-
fjórðungs þessa árs og 2002 dróst
saman um 1,2 milljarða. Uppgjör-
ið í fyrra var það besta í langan
tíma.
Greiningardeild Landsbank-
ans veltir upp þeirri spurningu
hvort ekki hefði verið ástæða
fyrir fyrirtækið að senda frá sér
afkomuviðvörun. Uppgjörið hafi
komið markaðsaðilum á óvart og
lækkaði gengið í kjölfar upp-
gjörsins. Greiningardeildin telur
upplýsingagjöf fyrirtækisins að
öðru leyti mjög góða.
Greiningardeild Íslandsbanka
tekur undir með Landsbanka og
segir uppgjörið hafa valdið von-
brigðum. Greiningardeildin bjóst
við meiri árangri af hagræðingar-
aðgerðum og að tekjur drægjust
minna saman en raunin varð.
Tekjusamdráttur varð í far-
þegaflugi og búast greiningar-
deildirnar við að verð flugmiða
verði áfram undir þrýstingi
vegna aukinnar samkeppni. ■
Örlagafundur Impregilo og starfsgreinasambanda í dag:
Vilja spilin á borðið
VIRKJUN Samráðsnefnd um virkj-
anasamning fundar í dag um
meint aðstöðuleysi starfsmanna
og meint ólöglega lág laun út-
lendra starfsmanna við Kára-
hnjúkavirkjun,
Á fundinum verða Þórarinn V.
Þórarinsson og Roberto Velo af hálfu
Impregilo auk fulltrúa Samtaka at-
vinnulífsins og fulltrúa frá Samiðn,
Rafiðnaðarsambandinu, Starfs-
greinasambandinu, Matvís og ASÍ.
„Þeir segjast munu leggja fram
áætlun um uppbyggingu á starfs-
mannaaðstöðu. Einnig á að ræða
fyrirkomulag vakta í mötuneyti,“
segir Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar.
Þorbjörn segir þess vænst að
Impregilo leggi loks fram gögn
um laun erlendra virkjanastarfs-
manna. „Við viljum gögn sem
staðfesta að þeir séu ekki á laun-
um sem eru undir lágmarksvið-
miðunum virkjunarsamningsins.“
Að sögn Þorbjörns hafa aðeins
verið afhentir örfáir samningar
fyrir 300 til 400 erlenda starfs-
menn við Kárahnjúka. Gengið
verði eftir sönnunarskyldu sem
hvíli á Impregilo: „Á Íslandi er
bundið í lög að lágmarkslaun
hverrar starfsgreinar eru lág-
markslaun fyrir alla á svæðinu.
Brjóti menn kjarasamning brjóta
þeir líka landslög.“
Útgáfa atvinnuleyfa til út-
lendra starfsmanna Impregilo
hefur verið stöðvuð í bili. ■
Hvalveiðar:
Önnur
hrefna skotin
HREFNUVEIÐAR Áhöfn Halldórs Sig-
urðssonar ÍS skaut fyrstu hrefn-
una í gær og er það önnur hrefnan
af 38 sem fyrirhugað er að veiða í
vísindaskyni í þessum mánuði og
hinum næsta. Fyrstu hrefnuna
veiddi áhöfn Njarðar KÓ á mánu-
dag.
Hrefnan, sem var 9 metra lang-
ur tarfur, veiddist norður af land-
inu, en þar hefur Halldór Sigurðs-
son verið við veiðar síðan á sunnu-
dag. Fyrst í stað var þó bátnum
fylgt eftir af fjölmiðlum og gat
áhöfn hans því ekki hafið veiðarn-
ar fyrr en nú. ■
Bætur vegna árásar:
Byrjuð
að borga
LÍBÍA Yfirvöld í Líbíu hafa þegar
látið af hendi hluta af þeim 2,7
milljörðum Bandaríkjadala sem
þau samþykktu að greiða fjöl-
skyldum fórnarlamba Lockerbie-
árásarinnar í bætur. Upphæðin,
sem nemur 217 milljörðum ís-
lenskra króna, verður millifærð
yfir á bankareikning í Sviss á
næstu dögum.
Fjölskyldurnar fá bæturnar
ekki greiddar fyrr en viðskipta-
þvingunum Sameinuðu þjóðanna
á Líbíu hefur verið aflétt. Búist
var við því að málið yrði tekið fyr-
ir í öryggisráðinu í þessari viku
en hugsanlegt er að atkvæða-
greiðslunni verði frestað vegna
sprengjuárásarinnar á höfuð-
stöðvar Sameinuðu þjóðanna í
Bagdad. ■
Íslenskt hvalkjöt:
Í búðir í dag
HVALVEIÐAR Hægt verður að kaupa
íslenskt hrefnukjöt í verslunum
Hagkaupa frá og með morgundeg-
inum, en rúmlega 500 kíló af kjöti
verða seld. Boðið verður upp á
hrefnusteik og hráa hrefnu á jap-
anska vísu í verslun Hagkaupa í
Skeifunni klukkan 11:30. ■
GRÆNFRIÐUNGAR
Samtökin hafa hætt að mótmæla með
þeim hætti sem hér sést.
Grænfriðungar koma:
Hyggjast
funda með
ráðherra
HVALVEIÐAR „Við áætlum að skip
okkar, Rainbow Warrior, leggist
að bryggju í Reykjavíkurhöfn
þriðja september,“ sagði Frode
Pleym, talsmaður Grænfriðunga
á Norðurlöndum, en Grænfrið-
ungar vildu kanna áhuga lands-
manna áður en tekin væri loka-
ákvörðun um að senda skipið
hingað til lands.
„Við höfum fundið fyrir tals-
verðum áhuga, nógum til að við
tækjum þá ákvörðun að koma.
Margir Íslendingar eru á móti
hvalveiðum og við munum sýna
þeim stuðning og eins eiga viðræð-
ur við aðra aðila sem áhuga hafa á
málinu. Einnig er það ætlun okkar
að eiga spjall við sjávarútvegsráð-
herra og koma þeim skilaboðum
áleiðis að veiðar á hval hafi enga
þýðingu fyrir Ísland, hvorki vís-
indalega né efnahagslega.“
Pleym segir að í 16 manna
áhöfn Rainbow Warrior sé Geld
Leipold, úr framkvæmdastjórn
Grænfriðunga, en hann kom
einnig hingað þegar Grænfrið-
ungar höfðu hér uppi mótmæli
fyrir 25 árum síðan. „Hann verður
með í för og mun leiða hópinn á
ferðinni um Ísland. Ætlunin er að
koma við í fimm höfnum víðs veg-
ar á landinu og gefa áhugasömum
tækifæri á að koma um borð og
heyra okkar hlið mála.“ ■
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN
„Við viljum gögn sem staðfesta að þeir
séu ekki á launum sem eru undir
lágmarksviðmiðunum virkjunarsamnings-
ins,“ segir Þorbjörn Guðmundsson
framkvæmdastjóri Samiðnar.
VONBRIGÐI
Afkoma Flugleiða var verri en greiningardeildir bankanna bjuggust við og Landsbankinn
veltir því fyrir sér hvort fyrirtækið hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun.
Vonbrigði með Flugleiðir:
Ástæða til viðvörunar
ELDISKVÍ
Löxum dælt í kví í höfninni í Neskaupstað.
NESKAUPSTAÐUR
Þrjú þúsund eldislaxar sluppu í höfnina á Norðfirði í gærmorgun,
en gat kom á kví sem laxarnir höfðu verið í.
Tölvuormur veldur
óþægindum:
Tölvupóstur
glatast
TÖLVUR Tölvuormurinn Sobig,
sem veldur því að tölvupóstföng
notenda fyllast af ruslpósti, hef-
ur valdið tölvupóstnotendum
töluverðum óþægindum síðan á
þriðjudag.
Komist ormurinn inn í tölv-
una leitar hann þar að tölvupóst-
föngum og byrjar að senda sig
út. „Það sem gerir þennan orm
ólíkan öllu því sem við höfum
áður séð er hvað hann sendir of-
boðslega mikið af sér,“ segir
Friðrik Skúlason, eigandi Frið-
riks Skúlasonar ehf., en að sögn
Friðriks voru rúmlega 68% af
pósti sem fór um vefinn í gær
eintök af orminum.
„Vegna gífurlegs magns af
skeytum sem eru í umferð getur
fólk lent í því að tölvupósthólfið
þess yfirfyllist, með þeim afleið-
ingum að mikilvægur tölvupóst-
ur glatast,“ segir Friðrik, en vit-
að er um einn einstakling sem
fékk send 40.000 eintök af orm-
inum.
Að sögn Friðriks er besta leið-
in til þess að losna við tölvupóst-
inn að sía hann áður en hann
kemur til notandans. Uppfærð
veiruvarnarforrit duga ekki þar
sem þau koma aðeins í veg fyrir
að tölvan smitist, en notandinn
fær samt sem áður skeytin send.
Ormurinn hættir hins vegar að
senda sig út 10. september. ■
ALLT Á KAFI
Snjónum kyngdi niður á skömmum tíma
nærri Höfðaborg. Víða féllu snjóflóð í
nálægt fjöllum en það er afar fátítt.
Höfðaborg í Suður-
Afríku:
Kafsnjór og
snjóflóð
HÖFÐABORG, AP Á sama tíma og
hitabylgja gengur yfir Evrópu
ríkir vetrarveður í Suður-Afríku.
Snjó kyngdi niður í nágrenni
Höfðaborgar í gær og var yfir að
líta líkt og um hávetur í Evrópu.
Að minnsta kosti fimmtíu til sex-
tíu sentimetra djúpur snjór lá yfir
öllu og notuðu margir tækifærið
og hlóðu snjókarla áður en snjór-
inn bráðnaði. Úr fjallshlíðum féllu
víða lítil snjóflóð. ■