Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 4
4 7. september 2003 SUNNUDAGUR
Viltu að ríkisstjórnin taki áskorun
Grænfriðunga um að fá til lands-
ins ferðamenn úr þeirra hópi?
Spurning dagsins í dag:
Kemst Ísland í lokakeppni EM í fót-
bolta?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
61,8%
21,7%
Nei
16,6%Alveg sama
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ LögreglufréttirFellibylurinn Fabian gekk yfir Bermúdaeyjar:
Mesta veðurhæð á eyjunum í hálfa öld
BERMÚDA, AP Óttast er að fjórir hafi
farist í fellibyl sem gekk yfir
Bermúdaeyjar í gær. Vindhraði
fór í 193 kílómetra á klukkustund,
yfir 50 metra á sekúndu, þegar
fellibylurinn Fabian gekk yfir
eyjarnar. Þetta er öflugasti felli-
bylur sem gengið hefur yfir
Bermúda í hálfa öld.
Veðurhamurinn hrifsaði bíl
með fjórum mönnum og feykti í
hafið. Gera varð hlé á leit vegna
veðurofsa en óttast er að fólkið sé
látið.
Um það bil 62.000 manns búa á
Bermúdaeyjum. Rafmagn fór af
25 þúsund heimilum á eyjunum,
þakplötur fuku af húsum, bílar
fuku eins og hráviði, tré og
ljósastaurar rifnuðu upp og vegir
voru ófærir vegna braks. Fjöl-
margir golfvellir eru á eyjunum
og eru þeir illa farnir eftir óveðr-
ið. Fabian fjarlægðist Bermúda-
eyjar í gær og var veðrið gengið
niður að mestu. Fellibylurinn
færðist í átt til Íslands og munu
leifar hans ganga yfir Ísland um
miðja næstu viku. ■
S-hópurinn
tryggir sér SÍF
Baráttunni um SÍF lauk með kaupum fjögurra félaga á rúmlega 40%
hlut í fyrirtækinu fyrir þrjá og hálfan milljarð króna. Sameining þess við
SH er því úr sögunni um fyrirsjáanlegan tíma.
VIÐSKIPTI S-hópurinn tryggði sér
öll völd í SÍF þegar eignarhaldsfé-
lagið Sund, Kaupþing Búnaðar-
banki, VÍS og Ker keyptu meira
en 40 prósenta hlut í félaginu í
gær. Félögin ráða þar með fjórum
af hverjum fimm hlutabréfum í
SÍF. Landsbanki og Íslandsbanki
höfðu sýnt áhuga á að sameina
SÍF og Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna en nú má vera ljóst að þær
hugmyndir eru úr sögunni. Innan
SÍF hafði gætt mikillar andstöðu
við slíka sameiningu, meðal ann-
ars meðal sumra þeirra sem nú
keyptu ráðandi hlut.
„Við vonum að það skapist ró
um SÍF,“ sagði Ólafur Ólafsson,
forstjóri Samskipa, síðdegis í gær
eftir að kaupin gengu í gegn. „Nú
eru nýir aðilar að koma að félag-
inu sem vilja efla það á sínum for-
sendum,“ sagði hann og bætti við:
„SÍF hefur verið á ágætis siglingu
og er að ná sér ágætlega á strik.“
Að hans mati verður byggt áfram
á því starfi sem unnið hefur verið
og framtíðin björt. Stefnt verður
að frekari vexti á erlendum vett-
vangi.
Óvissa um framtíð SÍF og
mögulega sameiningu við SH hef-
ur skapað óróa, hvort tveggja
meðal starfsmanna og erlendra
viðskiptavina, að sögn kaupenda
og verður nú unnið að því að
tryggja meiri stöðugleika.
Félögin sem kaupa hlutaféð í
SÍF greiða samtals 3,5 milljarð
króna fyrir bréfin sem keypt voru
á genginu 5,4. Síðasta viðskipta-
verð hafði verið 4,98. Sund og
Kaupþing Búnaðarbanki voru
stórtækust í kaupunum, Sund með
18,5% hlut og Kaupþing Búnaðar-
banki með 15,3%. VÍS keypti 6,2%
hlutafjár og Ker 3,7% hlut. Selj-
endur eru eftir því sem næst
verður komist Íslandsbanki, Sjó-
vá-Almennar og Burðarás. Miðað
við gengi í viðskiptum gærdags-
ins er heildarverðmæti SÍF átta
milljarðar króna.
Líklegt má telja að seljendur
hlutabréfanna muni að viðskipt-
unum loknum snúa augum sínum í
frekari mæli að rekstri Sölumið-
stöðvarinnar þar sem þeir eru
ráðandi eigendur.
brynjolfur@frettabladid.is
FARTÖLVU STOLIÐ Fartölvu var
stolið í innbroti á Laugavegi um
fjögurleytið í fyrri nótt. Málið er
í rannsókn.
ÖLVUN Á UNGMENNALEIK Lög-
reglan varð vör við mikla ölvun á
landsleik ungmennaliða Íslands
og Þýskalands á Akranesi í fyrra-
kvöld. Um 200 Þjóðverjar voru á
staðnum en samkvæmt lögreglu
fór allt vel fram. Nokkuð rigndi á
vallargestina og var þeim kalt.
BÍLVELTA Á SPRENGISANDSLEIÐ
Bílstjóri slapp ómeiddur þegar
bíll hans valt á Sprengisandsleið í
Bárðardal á miðnætti aðfaranæt-
ur laugardags. Bíllinn skemmdist
nokkuð. Lögreglu gekk illa að
komast að bílnum enda er vegur-
inn illa farinn.
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
Ræddi við írska sjómenn ásamt Jóni Krist-
jánssyni fiskifræðingi og Jörgen Niclasen,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Ísland og
Evrópusambandið:
Eigum ekki
erindi inn
EVRÓPUMÁL „Miðað við þessar lýs-
ingar eigum við ekkert að gera í
Evrópusambandið,“ segir Sigur-
jón Þórðarson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, eftir samtöl við
írska sjómenn um reynslu þeirra
af stjórn fiskveiða í Evrópusam-
bandinu.
„Sjómennirnir kvarta undan
miðstýringu, kvótasetningu og
litlum áhrifum,“ segir Sigurjón.
„Þeir segja að það sé ekkert hlust-
að á rök þeirra og þetta verði því
verra sem ofar dregur í valda-
kerfinu.“
„Sjálfur var ég á báðum átt-
um,“ segir Sigurjón um afstöðu
sína til aðildar að Evrópusam-
bandinu en líst ekki vel á aðildar-
umsókn eftir að hafa hlýtt á mál-
flutning sjómanna. ■
VIÐ GÓÐA HEILSU
Leiðtogi lýðræðissinna í Mjanmar, Aung
San Suu Kyi, er ekki í hungurverkfalli að
sögn Alþjóða rauða krossins. Tveir fulltrúar
samtakanna fengu að heimsækja Suu Kyi í
gær en neita að gefa upp hvar hún er í
haldi.
Aung San Suu Kyi:
Ekki í hung-
urverkfalli
MJANMAR, AP Aung San Suu Kyi,
leiðtogi lýðræðissinna í Mjanmar,
er ekki í hungurverkfalli að sögn
fulltrúa Alþjóða rauða krossins.
Aung San Suu Kyi hefur verið í
haldi herforingjastjórnarinnar
síðan í maí og var orðrómur á
kreiki um hungurverkfall hennar.
Tveir fulltrúar Alþjóða rauða
krossins fengu að heimsækja Suu
Kyi í gær og staðfestu að hún
væri við góða heilsu.
„Hún er við góða heilsu og alls
ekki í hungurverkfalli,“ sagði
Jean Pascal Moret, talsmaður Al-
þjóða rauða krossins. Hann neit-
aði hins vegar að gefa upp hvar
Suu Kyi er í haldi. ■
Rúmlega 6 milljón kindakjötsmáltíðir á lager:
Þjóðin mánuð að éta kjötfjallið
KJÖTMARKAÐUR Kjötfjallið sem nú
er í sögulegu hámarki er um
2.000 tonn og hefur risið um 500
tonn frá sama tíma í fyrra. Þessi
uppsöfnun á lambakjöti veldur
bændum og framleiðendum mikl-
um áhyggjum en sérstaklega var
júlímánuður svartur því sala á
lambakjöti dróst saman um 30
prósent á sama tíma og aukning-
ar gætti í sölu á alifuglum og
svínum. Margir telja ástæðuna
vera lélegt markaðsstarf sem
orðið hafi til þess að lambakjötið
hafi horfið af grillum lands-
manna.
Ef gengið er út frá því að
hver maður snæði um 300
grömm af lambakjöti í mál
liggja í fjallinu 6.667.667 máltíð-
ir, sem samsvarar á 24 máltíðum
á hvern Íslending. Þegar reiknað
hefur verið með kornabörnum
og öðrum þeim sem ekki teljast
kjötætur má reikna með því að í
fjallinu ógurlega séu um 30 mál-
tíðir á mann. Með því að hver ís-
lensk kjötæta snæddi lambakjöt
í hvert mál tæki mánuð að inn-
byrða allt fjallið. En nýtt vanda-
mál myndi samhliða spretta upp
ef þjóðarátak yrði um að sporð-
renna kjötfjalli því þá yrðu til ný
kjötfjöll kjúklinga og svína. ■
EKKI HUNDI ÚT SIGANDI
Þakplötur fuku af húsum þegar fellibylurin Fabian gekk yfir Bermúdaeyjar. Leifar fellibyls-
ins ganga væntanlega fyrir Ísland um miðja næstu viku.
SÍF
Nokkurra vikna óvissu um framtíð SÍF og SH lauk þegar hópur fjárfesta, sem stundum er
nefndur S-hópurinn í óþökk sinni, keypti rúmra 40% hlut í SÍF og greiddi fyrir 3,5 millj-
arða króna.
NÝJAR LEIÐIR
Kjötfjallið veldur bændum áhyggjum. Austfirskir bændur hafa snúið vörn í sókn og bjóða
almenningi að kaupa kjöt á Netinu frá einstökum framleiðendum. Hér opnar Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra vefinn á Egilsstöðum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI