Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 2
2 7. september 2003 SUNNUDAGUR Ég er búinn að æfa mig í mánuð, frá síðasta leik. Eggert Magnússon er formaður KSÍ. Íslenska landsliðið á möguleika á að komast á lokamót EM í Portúgal næsta sumar. Sem stjórnarmaður í UEFA verður Eggert á staðnum hvernig sem fer. Spurningdagsins Eggert, ertu farinn að læra portúgölsku? Afsögn Abbas áfall fyrir brothættar friðarviðræður Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, tilkynnti afsögn sína í gærmorgun. Friðarferlið er í uppnámi en Ísraelar og Bandaríkjamenn neita að ræða við Yasser Arafat. ÍSRAEL, AP Mahmoud Abbas, forsæt- isráðherra palstínsku heimastjórn- arinnar, tilkynnti afsögn sína í gær- morgun en vinsældir hans meðal al- mennings hafa dvínað mjög að und- anförnu. Þá hefur hann átt í mikilli valdabáráttu við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Abbas sendi Yasser Arafat for- seta afsagnarbréf sitt en ekki hafði fengist staðfest að Arafat hefði fall- ist á afsögnina þegar blaðið fór í prentun. Ákvörðunar Arafats er beðið með eftirvæntingu. Afsögn Abbas setur friðar- ferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í upp- nám. Vegvísirinn svokallaði, friðar- áætlun Bandaríkja- manna, Rússa, Evr- ópusambandsins og Sameinuðu þjóð- anna, gæti jafnvel heyrt sögunni til. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að grannt sé fylgst með framvindu mála. „Á þessum viðkvæma tíma- punkti er mikilvægt að allir aðilar íhugi alvarlega afleiðingar gjörða sinna,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins. Þá er hvatt til þess að þing Palestínumanna og ríkisstjórn fylki sér að baki Abbas. „Við vonum að hægt verði að draga ákvörðunina til baka,“ sagði Dominique de Ville, utanríkisráð- herra Frakklands. Abbas tók við embætti forsætis- ráðherra palestínsku heimastjórn- arinar fyrir 100 dögum, eftir að ljóst var að Ísraelsmenn og Banda- ríkjamenn ætluðu að sniðganga Arafat. Þá voru uppi háværar kröf- ur um umbætur í stjórnkerfi Palest- ínumanna. Þessar vikur hafa Abbas og Arafat staðið í harðri valdabar- áttu sem hefur að miklu leyti snúist um hvort öryggissveitir eigi að heyra undir forseta eða forsætis- ráðherra. Abbas mun gegna emb- ætti í nokkrar vikur meðan Arafat finnur eftirmann hans. Andartökum eftir að fréttist af afsögn Abbas reyndu Ísraelsmenn að ráða stofnanda Hamas af dögum. Ísraelsk herflugvél varpaði sprengju á hús í Gaza-borg þar sem Ahmed Yassin, stofnandi Hamas- samtakanna, var staddur ásamt öðr- um helstu forystumönnum samtak- anna. Yassin og að minnsta kosti 15 aðrir særðust í sprengingunni. Ísra- elsmenn hafa staðfest að Yassin hafi verið skotmarkið og markmiðið hafi verið að þurrka út æðstu stjórn Hamas-samtakanna. ■ Kennaraskortur á landsbyggðinni hefur minnkað en er enn til staðar: Enn vantar kennara úti á landi SKÓLAMÁL „Vandamálið er enn til staðar en í mun minni mæli en und- anfarin ár,“ sagði Eysteinn Krist- insson, aðstoðarskólastjóri Nes- skóla í Neskaupstað, um hvernig gengið hefði að ráða kennara til skólans þessa haustönn. „Það sem er merkilegt hér er að hjá okkur er mikið af ungu fólki sem aldist upp hér og hefur snúið aftur til að kenna hér við skólann. Venjan hefur verið sú að unga fólk- ið hefur ekki snúið aftur eftir nám þannig að þetta er mjög ánægjuleg þróun. Hjá okkur vantar ennþá kennara en staðan er mun betri en hún hefur verið lengi.“ Eyjólfur Guðmundsson, skóla- stjóri Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu, sagði ástandið hjá þeim ekki betra en undanfarin ár. „Það fæ ég ekki séð. Það vantar enn nokkra kennara í raungreina- kennslu og við erum að bjarga okk- ur fyrir horn núna með því að kenna nokkra áfanga í fjarkennslu. Þó má segja að ástandið sé aðeins að batna varðandi réttindakennara. Ég áætla að hlutfall lærðra kenn- ara hér sé nú um 50%, sem er hærra en undanfarin ár.“ ■ Umdeildur Kínverji: Kemur í dag HEIMSÓKN Luo Gan, æðsti yfir- maður löggæslumála í Kína, kemur til landsins með einka- þotu laust fyrir klukkan fimm í dag. Gan er umdeildur vegna framgöngu sinnar gagnvart Falun Gong og efnir Amnesty International til þögullar mót- mælastöðu við Þjóðmenningar- húsið í hádeginu á morgun með- an Gan snæðir hádegisverð með dómsmálaráðherra. Luo Gan fundar á morgun með Guðmundi Árna Stefáns- syni, starfandi forseta Alþingis, Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra og Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra. Á þriðjudag á hann svo fund með Guðrúnu Erlends- dóttur, forseta Hæstaréttar. ■ Donald Rumsfeld: Frábær árangur ÍRAK, AP Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, svar- ar gagnrýni á frammistöðu innrás- arhersins í Írak fullum hálsi og talar um „frábæra byrjun“ uppbygging- arstarfs í landinu. Rumsfeld ávarpaði hermenn í gær í lok þriggja daga heimsóknar sinnar til Íraks. Rumsfeld viður- kenndi að nauðsynlegt væri að end- urbæta ýmislegt í sambandi við ör- yggismál en byrjunin væri frábær. ■ FLOSI ARNÓRSSON Hefur setið í fangelsi í Abu Dhabi. Stýrimaður í fangelsi: Gæti losnað í dag DÓMSMÁL Flosa Arnórssyni stýri- manni, sem setið hefur í fangelsi í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um, gæti verið sleppt úr haldi í dag og verður honum þá vísað beint úr landi. Jóna Arnórsdóttir, systir Flosa, sagðist í gær hafa fengið þær upplýsingar frá utanríkisráðuneyt- inu. Norski sendiráðsmaðurinn sem fer með mál Flosa vonast til þess að honum verði vísað úr landi í dag og ekið beint úr fangelsinu á flugvöll- inn. Flosi átti að losna úr haldi fyrir viku en algengt virðist í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að menn sitji áfram inni á meðan tekin er ákvörðun um hvort vísa eigi þeim úr landi. ■                ! "!                 !# $ "  #   $ %  & ' $  ! (     )  "* "! +, )   ' & ' -   .    .. Síldarvertíð hefst: Lítið sést SJÁVARÚTVEGUR Haustvertíð á síld er hafin, en á föstudag hélt Steinunn SF-10 af stað til veiða. Ægir Birgis- son, skipstjóri á Steinunni, sagði í gær að skipið væri statt suðaustur af Hvalbak og væru menn að leita að síld. „Við höfum verið að rúnta hér um svæðið og aðeins séð eitt- hvert lítilræði í morgun. Það er ómögulegt að segja til um það núna hvernig útlitið er,“ sagði Ægir. „Það kemur betur í ljós þegar fleiri fara af stað.“ Jóna Eðvalds SF-20 heldur til síldveiða í dag og er líklegt að fleiri skip fari af stað eftir helgi. ■ SKÓLASTARF HAFIÐ VÍÐAST HVAR Enn vantar kennara til vinnu í skólum úti á landi. Bush flytur sjónvarps- ávarp í kvöld: Mun verja Íraksstríðið WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti flytur í kvöld sjónvarpsávarp til bandarísku þjóðarinnar og hyggst þar verja stefnu stjórnarinnar í málefnum Íraks. Bush mun ræða árangurinn af Íraksstríðinu og stríðinu gegn hryðjuverkum og nauðsyn þess að horfa fram á veginn. Bush flutti sambærilega ræðu þann 1. maí þegar hann lýsti yfir stríðslokum í Írak. Síðan hafa 149 bandarískir hermenn fallið. Bush flytur ræðu sína klukkan hálfníu í kvöld að staðartíma, klukkan hálf- eitt í nótt að íslenskum tíma. ■ AFSÖGN Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Mahmoud Abbas forsætisráðherra hafa átt í hatrömm- um deilum allt frá því Abbas tók við embætti fyrir fjórum mánuðum. Afsögn Abbas bindur enda á deilurnar og hugsanlega friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Mun meiri útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs en á síðasta ári: Þörf á aukafjárveitingu ATVINNUMÁL Greiðslur úr At- vinnuleysistryggingasjóði voru um 1.200 milljónum hærri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, að sögn Sig- urðar P. Sigmundssonar, for- stöðumanns rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar. Ástæðan er meira atvinnuleysi, en meðal- atvinnuleysi í fyrra var 2,5% og stefnir í 3,3% eða 3,4% þetta árið. „Hvert prósentustig í at- vinnuleysi kostar um 1.100 millj- ónir,“ segir Sigurður. „Greiðslurnar eru töluvert umfram fjárlög, um 1.300 millj- ónum hærri, en fjárheimildir voru í lægri kantinum að okkar mati. Það þarf því aukafjárveit- ingu til að mæta þessu. Á móti kemur að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður stendur vel. Það eru um níu milljarðar í sjóðnum og eiginfjárstaðan er mjög góð. Þetta er spurning um hvernig áætlanir eru gerðar og menn voru miklu bjartsýnni í fjárlög- um en raunin varð. Atvinnulífið hefur verið lengur að taka við sér en menn vonuðust til.“ Sigurður telur að atvinnuleysi sé að minnka og muni fara niður fyrir 3% í september. ■ ■ „Á þessum við- kvæma tíma- punkti er mikil- vægt að allir aðilar íhugi ít- arlega afleið- ingar gjörða sinna.“ AHMED YASSIN Stofnandi Hamas-samtakanna og andlegur leiðtogi slapp með skrámur úr sprengju- árás Ísraelsmanna, andartökum eftir að Abbas tilkynnti afsögn sína. ATVINNULEYSI HEFUR AUKIST Hvert prósent í auknu atvinnuleysi kostar Atvinnuleysistryggingasjóð 1.100 milljónir EINN MEÐ FIMM RÉTTA Einn hafði allar tölur réttar í Lottóinu í gærkvöldi og hlaut þrjár millj- ónir að launum. Tölurnar voru 3, 7, 9, 17 og 19. Bónustalan var 36. FJÖLDI Á BRÚARHLAUPI Árlegt brúarhlaup Árborgarbúa fór fram í gær. Fjöldi manns tók þátt í hlaupinu, sem fór fram í ágætu veðri. Hlaupið fer fram fyrsta laugardag í september ár hvert og lokast brúin á Selfossi af þeim sökum í skamman tíma. ■ Innlent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.