Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 8
Það er fróðlegt að fylgjast meðsviptingum í íslensku við- skiptalífi – og ekki síður umræð- um um þessar breytingar. Sumir halda því fram að straumhvörf hafi orðið og miklar breytingar séu fram undan. Aðrir að eigna- tilfærslur undanfarinna daga breyti í raun fáu og séu fremur afleiðingar af straumhvörfum sem urðu fyrir mörgum árum – jafnvel nokkrum áratugum. Eins og alltaf segir þetta meira um þá sem leggja mat á tíðindin heldur en tíðindin sjálf. Sumir eru þan- nig gerðir að þeir fagna breyt- ingum og óttast þær ekki; trúa að þeim fylgi tækifæri og fram- þróun. Aðrir eru varkárari og óttast upplausn en sækja sér ör- yggi í söguna og fortíðina. Ætli þetta sé ekki svipað og með hálf- fulla og hálftóma glasið. Sumir leggja traust sitt á það í samfé- laginu sem er að breytast en aðr- ir á það sem helst óbreytt. Þar af leiðandi geta allir lýst sama ástandinu með mismunandi hætti – jafnvel algjörlega gagn- stæðum hætti. En skiptir þetta mat manna þá engu máli? Jú, örugglega fyr- ir þá sjálfa. Fólk getur reynt það á sjálfu sér. Gengið út í einn dag- inn fullvisst um að hann feli í sér ný tækifæri sem muni geta margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið. Og gengið síð- an út í daginn eftir með það í huga að vernda allt sem hefur gefist vel fyrir þeim áföllum sem geta herjað á það. Auðvitað er hvorug afstaðan rétt í sjálfu sér en þær geta af sér mismun- andi líðan. Í prívatlífi okkar er galdurinn náttúrlega sá að halda jafnvægi þarna á milli; læra að meta það sem við eigum, sam- hliða því að fagna breytingum – treysta því að þrátt fyrir að ókomnir dagar muni ófrávíkjan- lega fela í sér breytingar á okk- ar högum muni okkur farnast ágætlega. En það skiptir líka máli fyrir samfélagið okkar hvort þessara sjónarmiða er fyr- irferðarmeira í umræðunni; hið bjartsýna eða hið varkárna. Og ekki síður að þeir sem kjósa að halda öðru hvoru á lofti geti meðtekið við- horf fulltrúa gagn- stæðs viðhorfs. Þetta er hins veg- ar ekki auðvelt – eins og sést á um- ræðunni um nokk- ur málefni á und- anförnum áratug- um. Evrópumálin eru eitt dæmið. Svo til allir sem tjá sig um þetta skipa sér í aðra hvora fylkinguna og virðast verða ónæmir fyrir sjónarmiðum hinna. Í raun mætti stytta alla þá umræðu niður í „já og nei“. Sama má segja um yfirráðin yfir óveidda fiskinum í sjónum. Og svo til flest önnur svokölluð stórmál samfélagsins. Ef til vill er ég helst til of bjartsýnn maður og of elskur að breytingum en ég held að þenn- an skotgrafahernað í almennri umræðu á Íslandi megi rekja til þess að hinir varkáru séu fleiri og að þeir hafi í raun stjórnað umræðunni of lengi. Óttinn við breytingar hefur verið eitt meg- ineinkenni íslensks samfélags áratugum saman og þessi af- staða er fyrir löngu orðin hluti af íslenskum þjóðarkarakter; að vernda fremur það sem við höf- um en að sækja fram – jafnvel þótt það sem við höfum sé alls ekki gott. Jafnvel bæði vont og illt. Einstaklingar blómstra og dofna Það mætti sjálfsagt búa til einhverjar kenningar um að rekja mætti þetta þol íslensku þjóðarinnar fyrir ýmiss konar ranglæti og vitleysu til einokun- arverslunar Dana eða þeirrar staðreyndar að valdsmenn þjóð- arinnar á upphafsárum sjálf- stjórnar komu flestir úr stétt stórbænda sem höfðu smíðað sér skothelt kerfi til að níðast á sam- löndum sínum – en ég held að það sé til einskis. Í lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttug- ustu benti margt til að Íslending- ar væru að vinna sig ágætlega frá þessu niðurlægingartímabili sínu. Það má jafnvel kalla þetta vakningu. Þjóðfélagið fór allt á flot; fólk fluttist þangað sem von var um betri lífsafkomu, það vann og menntaði sig upp um stéttir og hér varð til á skömm- um tíma ágætur vísir að nútíma- legu samfélagi. Þessi tími lifir í goðsögum enn í dag; tíminn þeg- ar Akureyri var næstum því heimsborg – eða Seyðisfjörður og Bíldudalur. Upp úr þessu um- hverfi vildi Einar Benediktsson skjóta Íslandi inn í nútímann með virkjunum og stóriðju og verða ógnarríkur af. Jóhann Sig- urjónsson vildi verða heims- frægt leikskáld og líka Guð- mundur Kamban. Gunnar Gunn- arsson og Halldór Laxness ætluðu að fá Nóbelinn í bók- menntum. Eimskipafélagið var stofnað, Leikfélag Reykjavíkur, Háskólinn – margar af þeim stofnunum og mörg þau fyrir- tæki sem seinna urðu miðlæg í íslensku samfélagi. Og svo fram- veigis. Þegar síðustu skrefin voru stigin í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga var hins vegar eins og þjóðin hefði þegar tekið út bjart- sýnina. Fullveldisdagurinn 1918 var þungbúinn og dapur; þjóðin var ekki búin að ná sér af spænsku veikinni og kalt vegna mikilla frosta. 17. júní 1944 var hún síðan gegndrepa af úrhell- inu; stríðið stóð sem hæst og þótt þjóðin hefði efnast af því hafði allt þjóðfélagið verið harðlæst í haftastjórn frá því í kreppunni. Bjartsýnin sem hafði fengið ein- staklingana til að reyna fyrir sér á nýjum sviðum einkenndi sam- félagið ekki lengur. Enda var ekkert tilefni til þess. Fram und- an var ekkert vor í íslensku sam- félagi. Íslensk stjórnvöld fóru ekki að dæmi Vesturlanda og afléttu hafta- og stríðsbúskapn- um heldur rígbundu íslenskt samfélag niður í hálfsovéskt kerfi sem ekki fór undan að láta fyrr en áttunda áratug síðustu aldar. Og ástæða þess var ekki manngæska stjórnvalda heldur ákveðin mistök. Þau afléttu ferðahöftum á þjóðinni, hún fór til útlanda og komst að því að þar hafði fólk það miklu betra – öfugt við það sem þjóðinni hafði verið sagt. Einstaklingarnir verða til aftur Þegar sovétkerfið íslenska fór að láta undan skapaðist svig- rúm fyrir einstaklingana. Nú þykir okkur það næstum hvers- dagsleg tíðindi að heyra af Ís- lendingum sem með einbeitni og dugnaði tekst að koma draumum sínum í framkvæmd. Í síðustu viku var það Magnús Scheving. Helstu drifkraftar í yfirstand- andi breytingum í íslensku við- skiptalífi eru Björgólfsfeðgar sem sækja afl sitt einstaklega velheppnaðra bjórviðskipta í Rússlandi. Björk Guðmundsdótt- ur flutti íslenskt pönkpopp til út- landa og varð þekktasta kenni- leiti Íslands – tók líklega við af miðaldafrægð eldfjallsins Heklu. Það er óhugsandi að nokkuð af þessu fólki hefði get- að blómstrað innan hins hálf- sovéska kerfis á Íslandi og eng- inn leið að afurðir þeirra hefðu orðið til innan miðstýrðs við- skipta- og menningarlífs þess. Sá af þessum sem reyndi fyrir sér innan Gamla-Íslands brenndi sig rækilega á því að fara þvert á viðurkenndar línur þess – sem frægt er orðið. Auðvitað voru dæmi þess í Gamla-Íslandi að einstaklingar brutu sig frá íþyngjand reglum og náðu frama erlendis. Albert Guðmundsson spilaði fótbolta, Erró málaði og Helgi Tómasson dansaði sig burt. Þeir fáu sem sneru aftur rákust hins vegar flestir á veggi. Ekkert fyrstudeildarlið í fótbolta taldi sig hins vegar nokkuð geta lært af Alberti þegar hann kom heim og hann fór að þjálfa Fimleikafé- lag Hafnarfjarðar. Og þar sem hann sótti stöðu sína í íslensku samfélagi út fyrir kerfið var hann dæmdur til hálfgerðrar út- legðar – meira að segja innan þess stjórnmálaflokks sem hann kaus að starfa í. Dæmin um glæsilegt einka- framtak eru hins vegar miklu fleiri af undanförnum árum – lík- lega fleiri en allt frá því á upp- hafsárum síðustu aldar. Og það eru þessir einstaklingar sem eru að breyta Íslandi. Ekki aðeins fá- einir menn og konur heldur stór hópur fólks sem aftur hefur fengið trú á að hægt sé að breyta ýmsu; að samfélagið sé rígbund- ið og fyrir fram ákveðið. Það er því kominn tími til að Íslending- ar endurskoði sjálfsmynd þjóð- arinnar og hugmyndir sínar um hvað felst í því að tilheyra þess- ari þjóð. Megnið af síðustu öld var sjálfsmyndin bundin við varðveislu þess sem fyrir var – og skipti þá stundum ekki máli hvort það gagnaðist okkur eða ekki. Við skynjuðum okkur sem veik og getulítil í stórum og ógn- andi heimi. Þetta var kjörin sjálfsmynd fyrir þjóð sem bjó við einangrun, vond lífsgæði og skerta möguleika á að bjarga sér. En hún á ekki lengur við. Og ekki heldur sú varúð og sá ótti við breytingar sem hefur legið yfir allri umræðu í sam- félagi allt of lengi. Að lesa milli lína er kúnst. Lítilfrétt um að í sakleysislegum dálki hér í blaðinu sem heitir „Óskalagið“, þar sem Össur Skarphéðinsson nefnir til sögunnar: London Calling og Vegir liggja til allra átta, felist dulin skila- boð, leiða hugann að þessu. Mönnum þótti með ólíkindum að Össur hlusti á Clash og fóru því að lesa í titil laganna. Liggur fiskur undir steini? Og sjá: Greina má djúpsálarfræðilega þanka stjórnmálaleiðtogans í vali hans. Ann- að laganna vísar til hans sjálfs, vegir hans liggja til allra átta, en Ingibjörg Sólrún er á leið til Lundúna í nám. Það var og. Yndislega eyjan mín er óska- lag Geirs Jóns Þórissonar yfirlög- regluþjóns. Túlkunarmöguleikar eru að Geir Jón sé að undirstrika hversu góður lögregluþjónn hann er – honum er umhugað um sitt land, sitt fólk – sannkallaður þjónn fólksins. Guði sé lof fyrir Geir Jón. Bona Sera, Georgia on my Mind og I Remember You segir sjálfur Björgvin Halldórsson. Þarna er einhver tregi. Er Bó að kveðja? Er hann í meik-hugleiðingum? Á leið til Georgia? Vegas handan hornsins líkt og hjá kónginum í denn, sem hefur löngum verið fyrirmynd hafnfirsku poppstörnunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar virðist liggja í augum uppi að Misty sem Jónas Jónasson út- varpsmaður nefnir til sögunnar vísar rakleiðis til einkunnarorða hans: „Passaðu þig á myrkrinu!“ Og Bridge over Troubled Water Bjarna Arasonar vísar til þeirra erfiðleika sem hann hefur þurft að yfirstíga. Þá er ekki djúpt á skilaboðum markaðsmannsins Einars Bárðarsonar þegar hann nefnir Meet me at the Midnight. Drífa sig á allt það sem ég er að plögga! Og ekki er hann Pétur Pétursson kynningar- fulltrúi djúpur þegar hann nefnir Bo- hemian like You, sjálft Vodafone-lagið. Dóri Braga í Vinum Dóra nefnir að sjálfsögðu With a Little Help from My Friends. Promises með Clapton er óskalag Atla Eðvaldssonar. Brotin lof- orð með Bubba hefði kannski verið beinskeyttara. Eggert Magnússon sveik hann kannski ekki, heldur ís- lenska þjóðin. En Fréttablaðið ætlar sér ekki þá dul að ráða í val hins dular- fulla Óttarrs Proppé sem velur: Kambodsja er fri með einhverjum norskum hippum. ■ Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sjálfsmynd þjóðarinnar og breytingar í samfélaginu. 8 7. september 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Dulin skilaboð ■ Þegar sovét- kerfið íslenska fór að láta und- an skapaðist svigrúm fyrir einstaklingana. Nú þykir okkur það næstum hversdagsleg tíðindi að heyra af Íslendingum sem með ein- beitni og dugn- aði tekst að koma draumum sínum í fram- kvæmd. Smáa letrið Barna- og fjölskyldumyndir Fermingarmyndir Stúdentamyndir Brúðarmyndir Passamyndir Kristján Sigurðsson, ljósmyndari Hverfisgötu 105, s. 562 1166 og 587 8044 Tími einstaklinganna kominn aftur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.