Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 38
Brosið
Bros hennar berst inn í stofur
landsmanna oft í viku. Breitt og
bogadregið eins og vera ber. Með
brosinu fylgja orð sem segja okk-
ur hvað í vændum er á afmörk-
uðu sviði hins daglega lífs. Hver
á brosið?
7. september 2003 SUNNUDAGUR
TÍÐARFAR Á Vestfjörðum eru fjöll
sem aldrei hafa losnað við snjó á
sumrin algjörlega snjólaus. Sum-
arið hefur verið með eindæmum
hlýtt og veturinn á undan að sama
skapi. Kristján Gunnarsson, bóndi
í Haukadal í Dýrafirði, segir að
Kaldbakur, hæsta fjall á Vest-
fjörðum, fyrir botni Dýrafjarðar,
sé með öllu snjólaus. „Það hefur
ekki gerst svo lengi sem elstu
menn muna að fjöll séu svo snjó-
laus sem nú. Komið er niður í
gamla skafla á heiðunum og fyrir
botni fjarðarins þar sem Glámu
ber hæst er allsendis snjólaust,“
segir hann
Kristján segir að tíðarfar í
sumar hafi verið „ótrúlega gott,
mikill hlýindi og þurrt“. ■
Imbakassinn
Fréttiraf fólki
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Milljarða.
29.
Luo Gan.
HANDSNYRTI-
VÖRUR
Alltaf no. 1
Trind handsnyrtisettið
Allt sem þarf til að fá
flottar neglur
Sölust. Apótek og snyrti-
vöruverslanir
Tana Cosmetics
Þýskar förðunarvörur
Þessi litur er augnaháralit-
ur og augnabrúnalitur
sem fagmenn nota.
Mjög auðveldur í notkun.
Sölust.: Apótek og snyrti-
vöruverslanir
Depend Cosmetics
Í standinum allt fyrir augun
er 40 daga litunar maskari
Litir: Svart, brúnt, blá-
svart, dökkbrúnt. Auð-
veldur í notkun, festist
ekki í húðinni.
Sölust.: Lyfjaval í Mjódd,
Lyf og Heilsa Háaleitisúti-
bú, Snyrtivöruv. Fína,
Mosfellsbæ.
snyrtivörur
Frábærar ítalskar
snyrtivörur.
Sölust: Snyrtistofan Líf,
Mjódd
MYSTIC DANCING
Farida Sharan, náttúrulæknir og
„mystic dancer“ heldur
námskeið 9. - 14. október.
Afsláttur við staðgreiðslu fyrir 15. sept.
Gitte Lassen,
s. 861 3174, gitte@mi.is
Lilja Oddsdóttir,
s. 848 9585, jak@ismennt.is
Nú nýlega var kvikmyndahátíðiní Toronto sett og þar eru Íslend-
ingar auðvitað með mjög ákveðna
nærveru. Dagur Kári Pétursson er
þarna með Nóa Albínóa og Solveig
Anspach með Stormviðri. Þau eru
þarna innan um leikstjórastjörnur á
borð við Michael Winterbottom,
Robert Altman, Jane Campion,
Ridley Scott, Joel Schumacher,
Vincent Gallo, Peter Greenaway,
Nanni Moretti, Amos Gitai, Jim
Jarmuch, Jacques Rivette og Sofiu
Coppola. Auk þess munu margar
stjörnur spóka sig þarna, eins og
vanalega, og í þeim hópi eru fremst
meðal jafningja Nicole Kidman,
Anthony Hopkins, Nicolas Cage,
Denzel Washington, Cate Blanchett,
Meg Ryan, Benicio del Toro, Toni
Collette og Omar Sharif.Katrín Brynja Hermannsdóttir sjónvarpsþula.
SUNDLAUGARLYFTAN
Bylting í aðstöðu fatlaðra.
Fatlaðir
í sund
TÁLKNAFJÖRÐUR Enn einn sigurinn
vannst í réttindabaráttu fatlaðra
þegar ný lyfta var tekin í notkun í
sundlauginni á Tálknafirði. Með
tilkomu lyftunnar geta fatlaðir nú
komist hjálparlaust í og upp úr
lauginni þó enn eigi eftir að lag-
færa dyraumbúnað og stéttir frá
búningsklefum til að auðvelda
þeim þar leið um. Ráðgert er að
ljúka þeim framkvæmdum sem
fyrst. ■
Lárétt: 1 snjór, 5 elskar, 6 íþróttafélag,
7 skammst. 8 sjór, 9 erfiði, 10 tveir eins,
12 gerast, 14 gyðja, 16 á reikn., 17 öldu,
19 kastaði upp.
Lóðrétt: 1 umgangspest, 2 starfstími í
skóla, 3 ónefndur, 4 spor, 6 missa minni,
8 nagdýr, 11 fataefni, 13 hluti andlits, 15
snjó, 18 á fæti.
Lausn:
Lárétt: 1fönn,5ann,6ka,7rn,8mar, 9
púl,10ll,12 ske,14dís,16an,17unni,
19ældi.
Lóðrétt: 1faraldur, 2önn,3nn,4far,6
kalka,8mús,11lín,13enni,15 snæ,18il.
1
5 6
7 8
14
17 18
16
19
2 3
9
1210
4
Séra Vigfús Þór Árnason í Graf-arvogi er mikið fyrir sunnu-
dagssteikina. Hún skiptir hann
reyndar miklu máli: „Það er prin-
sipp í minni fjölskyldu að hér
safnast allir saman á sunnudags-
kvöldum og borða saman; börnin
okkar þrjú með makana og svo afi
og amma. Þessu fylgir mikil til-
hlökkun og er mikil hátíð að vera
svona í samfélagi hvert við ann-
að,“ segir presturinn og það er
setið að snæðingi langt fram eftir
kvöldi. Málin rædd og samver-
unnar notið. „Sumir kjósa að hafa
þetta í hádeginu á sunnudögum
en það er erfitt að koma því við
hérna heima hjá okkur vegna
anna í prestsstarfinu.“
Séra Vigfús Þór og Elín Páls-
dóttir, eiginkona hans, leggja þó
ekki aðaláhersluna á hefðbundna
sunnudagssteik þegar fjölskyld-
an hittist á sunnudagskvöldum:
„Það eru tvöfaldar lambakótilett-
ur sem eru vinsælastar. Þá grilla
ég þær hér úti á palli en þar er
svo mikið skjól að ég get meira að
segja grillað í norðan stórhríð. Ég
grilla allt árið og set veðrið ekki
fyrir mig,“ segir séra Vigfús Þór,
sem að öðru leyti er ekki dugleg-
ur við matseld. Sérhæfir sig frek-
ar í uppvaskinu og að bera fram
af borðinu. Segist góður í því:
„Ef við erum ekki með lamba-
kótiletturnar þá eru einhverjir
svína- eða kjúklingaréttir á borð-
um. Og ef við erum aðeins að
hugsa um börnin þá er það pasta,“
viðurkennir presturinn enda van-
ur því að segja satt. „Með matn-
um drekkum við svo vatn og kók
nema ég og afi og amma sem
kjósum diet grape.“
Í æsku ólst séra Vigfús Þór
upp við hrygg og læri í hádeginu
á sunnudögum. Þá bjó hann í
Nökkvavogi og þar var steikin á
borðum klukkan tólf á hádegi:
„Það brást aldrei að þegar síð-
ustu tónarnir í útvarpsmessunni
dóu út var steikin klár hjá
mömmu. Með henni fylgdi und-
antekningarlaust einhver graut-
ur í eftirrétt; aðallega sveskju-
grautur. Þarna var maður alltaf
mættur í steikina í hádeginu þó
svo djammað hafi verið í Glaum-
bæ fram til klukkan fimm um
nóttina. Ekkert var sjálfsag-
aðra,“ segir presturinn í Grafar-
vogi, sem er strax farinn að
hlakka til kvöldsins. Hann ætlar
að grilla fyrir sjálfan sig og fjöl-
skylduna. ■
FRÁ HAUKADAL Í DÝRAFIRÐI
Allar heiðar á Vestfjörðum eru að mestu
snjólausar og komið niður á gamla skafla
sem eru að hverfa.
Fjöll snjólaus með öllu
PRESTURINN Í ELDHÚSINU
Séra Vigfús Þór Árnason metur samverustundir fjölskyldunnar mikils. Tilhlökkun og eftir-
vænting fylgir því að fá börnin og afa og ömmu í kvöldmat á sunnudögum.
Sunnudagssteikin
SÉRA VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON
■ grillar í öllum veðrum. Meira að segja
sunnudagssteikina. Svo situr öll fjölskyld-
an yfir borðum langt fram eftir kvöldi.
Kótelettuhátíð
hjá prestinum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Svona, svona! Þú venst
þessu með tíð og tíma!
Ég man eftir
því þegar ég brenndi
mitt fyrsta bretti
af snúðum..