Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 13
viðskiptasaga tveggja fyrirtækja
hefur áhrif. Þannig var Shell Petr-
oleum tilbúið að selja ráðandi
hluthöfum hlut sinn í Skeljungi,
en hafnaði þreifingum Kaupþings
sem vildi líka kaupa. Þar réðu ára-
löng samskipti fyrirtækisins við
aðaleigendur Skeljungs.
Viðbrögð stjórnmálanna
Greina má fyrirvara í við-
brögðum stjórnmálamann við
yfirlýsingum Björgólfs. Sjálf-
stæðismenn eru bjartsýnir á að
aukin einkavæðing skapi hér við-
skiptalíf sem lúti sömu lögmálum
og viðskiptalíf annarra vest-
rænna ríkja. Kristinn H. Gunn-
arsson, Framsóknarflokki, segir
erfitt að slá einhverju föstu út
frá yfirlýsingum Björgólfs.
„Venjan er sú að menn vilja
græða á því sem þeir eru að gera.
Menn hafa svo ýmis önnur sjón-
armið í huga og þau koma oft
sterkt fram, sérstaklega þegar
menn eru búnir að græða vel og
eru orðnir saddir.“
Birgir Ármannsson, Sjálf-
stæðisflokki, segir það hafa verið
markmið Sjálfstæðisflokksins að
atvinnulífið byggi við við-
skiptaumhverfi sem gerði mönn-
um kleift að reka fyrirtæki með
arðbærum hætti. „Hluti af þeirri
þróun var meðal annars að selja
hlutabréf ríkisins í bönkunum.
Það er í sjálfu sér ekkert nema
jákvætt að menn vilji nýta þá
möguleika sem breytt við-
skiptaumhverfi felur í sér.“
Jóhanna Sigurðardóttir segir
auðvitað gott og blessað að rjúfa
eignatengsl á fjármálamarkaði.
„Það verður þá jafnframt að
rjúfa þá valdasamþjöppun og fá-
keppni sem þar hefur verið og
gengið gegn hagsmunum neyt-
enda. Stóra spurningin er hvað
kemur í staðinn? Það eru hags-
munir neytenda ef Kolkrabbinn
riðar nú til falls sem nú blasir við
og að verið sé að brjóta upp
valdablokkir sem hafa ríkt hér í
allt of langan tíma.“ Hún segir fá-
keppni hafa haldið uppi háu verði
á þjónustu og vaxtagjöldum
banka. „Það verður grannt fylgst
með því hvort hér verði breyting-
ar sem þjóna hagsmunum neyt-
enda. Ég hef mínar efasemdir, en
ég vil gefa þessu tækifæri og sjá
hvaða breytingar fylgja í kjölfar-
ið,“ segir Jóhanna og leggur
áherslu á að umbreytingar muni
reyna á eftirlitsstofnanir samfé-
lagsins.
Ögmundur Jónasson segir að
Björgólfur kunni að hafa að ein-
hverju leyti rétt fyrir sér. „Ég
spyr þá á móti, hvort hagnaður
og völd standi svo langt hvort frá
öðru þegar allt kemur til alls.
Hvort þetta séu ekki í raun ná-
skyldir ættingjar.“ Ögmundur
segir áhrifamikla aðila í efna-
hagslífinu hafa nýtt völd sín til að
hagnast enn betur. „Það er tvennt
sem mér finnst áhyggjuefni sem
hefur verið að gerast í íslensku
efnahagslífi. Í fyrsta lagi hve
auður er að safnast á hendur
fárra. Í öðru lagi hver áhrif ríkis-
valdið hefur haft á þessa þróun
með sölu ríkisbankanna. Þetta
hlýtur að vera stjórnvöldum um-
hugsunarefni. Þó ég trúi ýmsu
upp á ríkisstjórnina þá trúi ég því
ekki að henni hugnist sú innsýn
sem við erum að fá í íslenskt at-
vinnulíf.“
Yfirlýsingum Björgólfs er yf-
irleitt vel tekið innan viðskipta-
lífsins. Utan hópsins í kringum
þá Björgólfsfeðga segja menn í
viðskiptalífinu yfirlýsinguna
góða og blessaða, en verkin eigi
eftir að tala. Menn óttast að and-
lát Kolkrabbans sé eins og dauði
einvalds, Konungurinn er látinn,
lifi konungurinn. Menn fylgjast
spenntir með því hvort hugur
fylgi máli og Björgólfur standist
þá freistingu að tryggja völd og
áhrif í stað þess að einblína á arð-
semi fjárfestinga.
haflidi@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 7. september 2003
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Segir mikilvægt að breytingar verði til
hagsbóta fyrir neytendur.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Áhyggjuefni að auðurinn safnist á fáar
hendur.
BOÐBERI BREYTINGA
Björgólfur Guðmundsson hefur bæði afl og ásetning til þess að gera breytingar á hugsun í viðskiptalífinu. Á næstu misserum mun verða
fylgst með því hvernig hann beitir sér til þess að rjúfa eignatengsl fyrirtækja og auka arðsemi þeirra.
Menn óttast að
andlát Kolkrabbans
sé eins og dauði einvalds,
Konungurinn er látinn, lifi
konungurinn. Menn fylgjast
spenntir með því hvort hug-
ur fylgi máli og Björgólfur
standist þá freistingu að
tryggja völd og áhrif í stað
þess að einblína á arðsemi
fjárfestinga.
,,FRÉ
TT
AB
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M