Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 32
32 7. september 2003 SUNNUDAGUR Þreyttur Þjóðverji Þýsku áhorfendurnir létu ekki mikið að sér kveða í gær og virtust hálfþreyttir. Fótbolti Ótrúleg stemning Troðfullt var á landsleik Íslendinga og Þjóðverja á Laugardalsvelli í gær. Rúmlega sjö þúsund manns voru á vellinum og aldrei þessu vant heyrðist hærra í íslenskum áhorfendum en gestunum. FÓTBOLTI Mikil spenna var á Laug- ardalsvelli í gær þegar Ís- lendingar og Þjóðverjar áttust við í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli. Rúmum klukku- tíma fyrir leik voru áhorfendur farnir að tínast að og spennan magnaðist með hverri mínútunni sem leið. Á meðan leikmenn hit- uðu upp æfðu stuðningsmenn raddböndin með hvatningarhróp- um, margir hverjir skreyttir í framan eða í íslenska landsliðs- búningnum. Mannskapurinn róaðist tölu- vert þegar liðin voru kölluð til búningsherbergja en það breyttist fimm mínútum áður en leikurinn hófst. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór flutti þjóðsöngva beggja landa með glæsibrag en var næst- um troðinn undir af ljósmyndur- um sem vildu komast sem næst landsliðsmönnunum. Flestir bjuggust við stórsókn Þjóðverja þegar flautað var til leiks en Íslendingarnir gáfu gest- unum engin grið og gengu vask- lega fram að þeirra eigin sið. Framganga þeirra var með slík- um glæsibrag að undir lokin voru íslensku áhorfendurnir farnir að hrópa: „Ísland á EM“. ■ Gullmótin: Mutola fékk gullpottinn FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Maria Mutola frá Mósambík sigraði í 800 metra hlaupi á sjötta og síðasta gullmót- inu í Brussel á föstudag. Hún varð þar með fyrst íþróttamanna til að vinna gullpottinn sem í boði var óskiptan. Mutola sigraði í 800 metra hlaupi á öllum Gullmótun- um í sumar og á heimsmeistara- mótinu í París í síðasta mánuði. ■ OLIVER KAHN Fyrirliði þýska landsliðsins var heppinn að fá ekki á sig mark í leiknum í gær. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Hermann Hreiðarsson lék frábærlega í vörn íslenska liðsins eins og aðrir leikmenn þess. FYRIRLIÐINN Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik í gær og var nálægt því að skora mark. Hann vildi einnig fá víti í seinni hálfleik. hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 SEPTEMBER Sunnudagur  14.00 Leiftur/Dalvík tekur á móti Haukum í 1. deild karla.  14.00 Keflavík sækir granna sína úr Njarðvík heim í 1. deild karla.  14.00 HK fær Aftureldingu í heim- sókn í 1. deild karla.  14.00 Stjarnan fær Þór í heimsókn í 1. deild karla.  14.00 KS fær Fjölni úr Grafarvogi í heimsókn í 2. deild karla.  14.00 KFS fær Sindra heim í 2. deild karla.  14.00 Selfoss fer norður á Húsavík og mætir Völsungi í 2. deild karla.  14.00 Tindastólsmenn sækja ÍR- inga heim.  14.00 Leiknir Reykjavík fær Víking í heimsókn í úrslitakeppni 3. deildar karla. ÍSLAND Á EM Íslensku áhorendurnir létu í sér heyra á vellinum í gær og kölluðu meðal annars „Ísland á EM“. Landsleikurinn: Fjölmenni á leiknum FÓTBOLTI Mikil stemmning var á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland og Þýskaland áttust við í undankeppni EM. Áhorfendur fjölmenntu á leikinn og komust færri að en vildu því miðar sel- dust eins og heitar lummur. Forsvarsmenn KSÍ vilja stærri völl og hafa leitað ásjár Evrópska og Alþjóða knattspyrnusamban- danna eftir fjármagni. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.