Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 18
18 7. september 2003 SUNNUDAGUR Ballettvörur Mikið úrval Bolir, pils, tutu, skór, gjafavara og fylgihlutir Einnig vörur fyrir fimleika og jazzdans Háaleitisbraut 68 - Austurveri Sími 568 4240 Ég efast ekki um að stundumvinna barnaverndarnefndir þörf verk. Ég ætla ekki að halda því fram að þær vinni aldrei góð verk. En í það minnsta finnst mér dæmin vera of mörg þar sem börnin virðast ekki vera númer eitt, tvö og þrjú hjá þessu fólki,“ segir Þorgerður Elías- dóttir, móðir, áhugamanneskja um málefni fjölskyldna og ekki síst baráttumanneskja fyrir rétt- indum barna. Þorgerður vinnur um þessar mundir að stofnun samtaka sem er ætlað vera vett- vangur mæðra og feðra sem eiga það sameiginlegt að hafa staðið í erfiðum forræðismálum eða málum tengdum umgengnisrétti barna við foreldri og þurft að eiga mál sín undir barnavernd- aryfirvöldum, með slælegum og oft sorglegum árangri að eigin sögn. „Þetta eru samtök sem voru til fyrir nokkrum árum og við höfum hugsað okkur að reyna að endurvekja þau,“ segir Þorgerður. „Okkur finnst ekki vera vanþörf á, sérstaklega vegna barnanna, því mér virðist fjölmörg dæmi vera um að hag- ur þeirra sé fyrir borð borinn í erfiðum málum hér á landi.“ Víðtæk óánægja Þorgerður segir að enn sem komið er sé um að ræða viðræð- ur milli nokkurra manneskja. Áhugi sé þó vaxandi og sérstak- ur aðili sé í því að hafa samband við fólk sem hefur átt í vanda út af forræðismálum og umgengn- isrétti, oft tengt úrskurðum eða meintu aðgerðaleysi barna- verndanefnda, og láta það vita af hinum nýja vettvangi. Stefnt er að stofnfundi á allra næstu vik- um og gerir Þorgerður ráð fyrir að í félaginu verði bæði mæður og feður. „Þetta er fólk sem hef- ur staðið í forræðismálum, átt í vandræðum og ekki fengið neina lausn sinna mála, heldur þvert á móti,“ segir Þorgerður. „Þetta snýst að stórum hluta um störf barnaverndarnefnda. Það er mjög mikil óánægja með störf þeirra, allt í kringum landið. Það er ekki bara í Reykjavík. Mér persónulega finnst troðið á rétt- indum barna á Íslandi.“ Dæmi Þorgerðar Það er ástæða fyrir því að Þorgerður notar orðið „persónu- lega“ þegar hún lýsir því yfir að henni finnist troðið á réttindum barna. Hún kveðst sjálf hafa sögu að segja af viðskiptum við barnaverndarnefnd, sem síðan hafi leitt til þess að hún telur núna ástæðu til þess að stofna samtök út af misbresti í störfum þeirra. „Ég vil bara nefna það dæmi sem ég veit best um,“ seg- ir Þorgerður. „Lítill drengur úti á landi varð fyrir því að missa foreldra sína. Það er í rauninni skelfilegt hvernig mál hans þró- aðist í kjölfarið á því slysi. Hann var áður alinn upp í sama húsi og föðuramma og föðurafi og hafði alist þar upp alla tíð. Það hefði Nokkrar mæður vinna nú að stofnun félags undir gömlu nafni, Fjölskylduvernd, sem er stofnað til höfuðs því sem þær kalla gerræðisleg vinnubrögð barnaverndar- nefnda í landinu. Þorgerður Elíasdóttir, hvatamaður að stofnun samtakanna, kveðst þekkja störf nefndanna af eigin raun og ber þeim ekki vel söguna: Stofnar samtök til að vernda rétt barna UMFJÖLLUN SÍÐUSTU HELGAR Umfjöllun Fréttablaðsins um feður sem mótmæltu meðferð forræðismála fyrir utan sýslu- mannsembættið í Hafnarfirði vakti talsverð viðbrögð. Þorgerður segir það á stefnuskránni að hafa samband við Félag ábyrgra feðra þegar að stofnun Fjölskylduverndar kemur og bjóða þeim að taka þátt. ÞORGERÐUR ELÍASDÓTTIR Hvatamaður að endurvakningu Fjölskylduverndar. Hún segist ekki efast um að barnaverndarnefndir vinni þarft verk, en hins vegar séu þær eftirlitslausar og dæmin sýni að réttindi barna séu oftsinnis fótum troðin. FR ÉT TA B LA Ð Ð /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.