Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 15
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem
Íslendingum býðst nú að kynnast í
beinu flugi frá Íslandi. Búdapest er
nú orðin einn aðal áfangastaður
Íslendinga, enda hefur hún að bjóða
einstakt mannlíf, menningu og
skemmtun. Hér getur þú valið um
góð 3ja og 4ra stjörnu hótel í hjarta
Búdapest og spennandi kynnisferðir
með fararstjórum Heimsferða.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Búdapest
í haust
frá kr. 28.550
Fimmtudaga og mánudaga
í október 3, 4 eða 7 nætur
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Búdapest, 20. okt. með
8.000.- kr. afslætti.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verð kr. 39.950
Helgarferð, 2. október, Tulip Inn með
morgunmat, m.v. 2 í herbergi, 4 nætur.
Flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
26. sept. – 21 sæti
2. okt. – 29 sæti
6. okt. – 11 sæti
9. okt. – laust
13. okt. – uppselt
16. okt. – uppselt
20. okt. – laust
23. okt. – 19 sæti
27. okt. – laust
30. okt. – 39 sæti
Síðustu sætin
15SUNNUDAGUR 7. september 2003
Hver er maðurinn?
Málverk vikunnar
Hann er náttúrlega gangandialfræðiorðabók. Og það sem
hann ekki veit reiknar hann út eða
kjaftar sig út úr á staðnum. At-
orkumaður, ein af hamhleypun-
um,“ segir Leifur Hauksson, út-
varpsmaður og rithöfundur. Hann
hefur vitað af manninum sem um
er spurt allt frá því hann var
stubbur með hor í nefinu og lenti
síðar í honum í návígi. Leifur seg-
ir manninn sæmilega lagvissan ef
það er vísbending.
Maðurinn sem um er spurt hef-
ur verið áberandi lengi, snöfur-
mannlegur í framgöngu, og hefur
skipt nokkrum sinnum um starfs-
vettvang. Honum hefur verið lýst
sem ekki allra.
„Hann er samkvæmur sjálfum
sér, harðduglegur og ósérhlífinn.
Svo einbeittur að hundrað hestar
myndu ekki trufla hann við störf
sín. Hann er svolítið sérstakur
karakter, einfari og býr yfir góðu
jafnvægi. Ég hef haft góð kynni af
honum,“ segir Helga Ólafsdóttir,
ritstjóri Matartímans.
Steingrímur Snævarr Ólafsson
ritstjóri myndi nota eftirfarandi
orð um manninn: „Drengur góður,
á góðan afmælisdag, eldklár og
vinur vina sinna. Hann nagar á
sér neglurnar og borar í nefið. Svo
kann ég vel við þessa strípihneigð
sem hann er þekktur fyrir.“
Hver er maðurinn?
Svar á síðu 19.
Alfræðiorðabók og ekki allra
EINBEITTUR EINFARI
Samferðarmenn mannsins sem um er spurt
bera honum vel söguna, eru á einu máli
um að hann sé harðduglegur, ákaflega vel
að sér og svolítið sérstakur karakter.
Án titils“ eftir Sigurð Árna Sig-urðsson er málverk vikunnar.
Verkið komst í eigu Listasafns Ís-
lands árið 1994, sama ár og verkið
var gert, og greiddi safnið 260.000
krónur fyrir það. Sigurður Árni er
fæddur 1963 og lauk námi í upp-
hafi tíunda áratugarins frá
Institut des Hautes Études en
Arts Pastiques í París eftir að
hafa lokið námi hér heima í Mynd-
listar- og handíðaskóla Íslands.
Landslagið er aldrei langt und-
an í verkum Sigurðar. En það er
ekki hin óbeislaða náttúra sem
hann sýnir okkur heldur landslag
sem er mótað af mannavöldum, til
dæmis trjá-
garðar og golf-
vellir. Lands-
lagið í verkum
Sigurðar Árna
er greinilega
skipulagt og
oftar en ekki
virðist sem
hann noti nátt-
úruna sem tæki
til að kanna eig-
inleika mál-
verksins. Oft-
ast beinir hann athyglinni að for-
grunni og bakgrunni eða yfirborð-
inu og því sem leynist undir. ■
MANNGERT LANDSLAG
„Án titils“, olía, 150X150,
frá árinu 1994.
Skipulagt
landslag
Foreldrar
Verjum tíma með börnunum okkar
Hver stund er dýrmæt