Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 30
7. september 2003 SUNNUDAGUR 5. riðill undankeppni Evrópumótsins: Ísland í efsta sætinu FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið heldur efsta sætinu í 5. riðli und- ankeppni Evrópumótsins eftir leiki gærdagsins. Íslendingar eru með þrettán stig eftir sjö leiki, stigi meira en Þjóðverjar sem eiga leik til góða. Skotar eru í þriðja sætinu með ellefu stig og eiga ein- nig leik til góða. Þjóðverjar fá Skota í heimsókn á miðvikudag. Litháar eru í næstneðsta sæti riðilsins með sjö stig. Þeir eiga þó enn möguleika á aukasæti í riðlin- um. Þeir verða að sigra í þeim viðureignum sem eftir eru og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Efsta lið riðilsins tryggir sér sæti á EM í Portúgal á næsta ári. Liðið í öðru sæti leikur auka- leiki um laust sæti. Íslendingar verða að vinna Þjóðverja í lokaleiknum til að sigra í riðlinum og treysta á að þeir þýsku vinni Skota. Náist efsta sætið ekki verða Íslendingar að treysta á Skotar tapi stigum gegn Þjóðverjum og Litháum. ■ FÓTBOLTI Íslendingar og Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli á Laug- ardalsvelli í gær í 5. riðli und- ankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið var mun betra og hefði átt skilið að sigra í leiknum. Það var ljóst strax frá byrjun að íslenska liðið bar ekki nokkra virð- ingu fyrir silfurliðinu frá því á heimsmeistaramótinu í fyrra. Ís- lensku leikmennirnir voru grimm- ari í allar tæklingar og höfðu betur í nánast öll skiptin. Heimamenn lágu aftarlega á vellinum til að byrja með en voru fljótir fram. Fyrsta færið leit ekki dagsins ljós fyrr en um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Michael Ballack náði góðum skalla að marki en Árni Gautur Arason varði stórkostlega. Um miðjan fyrri hálfleik komst Oliver Neuville einn í gegn en Lár- us Orri Sigurðsson hljóp hann uppi og sendi knöttinn í horn. Besta færi fyrri hálfleiks fengu Íslendingar. Eiður Smári Guðjohnsen komst þá einn inn fyrir þýsku vörn- ina eftir góða send- ingu frá Þórði Guð- jónssyni. Lands- liðsfyrirliðinn náði skoti úr þröngu færi en Kahn varði vel í marki Þjóð- verja. Eftir það óx Íslendingum ás- megin og virtust þeir líklegri til að skora á meðan leik- ur Þjóðverja var oft á tíðum vand- ræðalegur. Í s l e n d i n g a r héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og eftir fimm mínútna leik var brotið á Eiði Smára rétt fyrir utan vítateig. Eið- ur Smári tók spyrnuna sjálfur en boltinn fór hársbreidd framhjá. Sókn íslenska liðsins hélt áfram og uppskar það auka- spyrnu á miðjum vallarhelm- ingi Þjóðverja. Jóhannes Karl sendi háan bolta inn í teig og eftir mikinn barning í teignum náði Lárus Orri að pota boltann framhjá Kahn en Þjóðverjar hreinsuðu af línu. Boltinn barst til Heiðars Helgusonar sem skallaði að marki en aftur björguðu gestirnir á línu. Nokkuð dró af íslensku leik- mönnunum þegar leið á seinni hálfleik. Ásgeir og Logi gerðu tvær breytingar þegar korter var eftir og hleypti það nýju blóði í leikinn. Í kjölfarið fékk Jó- hannes Karl kjörið tækifæri til að koma Íslandi yfir en brást bogalist- inn úr opnu færi. Íslendingar vildu fá víti þegar skammt var eftir af leiknum en Graham Barber lét leikinn halda áfram og þar við sat. Niðurstaðan markalaust jafntefli. Það var ekki að sjá af leiknum hvor þjóðin hefði leikið til úrslita á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þjóð- verjar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér nema örfá marktækifæri. Ís- lensku strákarnir sýndu hins vegar hversu megnugir þeir eru og sóttu stíft í seinni hálfleik. Baráttan var til fyrirmyndar en lukkudísirnar voru ekki á bandi Íslendinga að þessu sinni. Íslenskur sigur hefði verið sanngjörn úrslit. ■ K O N U R ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR: Skotland - Færeyjar 3-1 Ísland - Þýskaland 0-0 Ísland 7 4 1 2 11:6 13 Þýskaland 6 3 3 0 8:3 12 Skotland 6 3 2 1 10:6 11 Litháen 6 2 1 3 4:9 7 Færeyjar 7 0 1 6 6:15 1 LEIKIR FRAM UNDAN: 10. sept. Þýskaland - Skotland 10. sept. Færeyjar - Litháen 11. okt. Þýskaland - Ísland 11. okt. Skotland - Litháen Nálægt sigri Íslendingar og Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í gær. Íslenska liðið var óheppið að fara ekki með sigur af hólmi. MICHAEL BALLACK Sótti einna mest Þjóðverja að íslenska markinu og átti góðan skalla í fyrri hálfleik. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður hefur hér betur í baráttunni við Christian Wörns. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.