Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 20
20 7. september 2003 SUNNUDAGUR Það hefur sýnt sig að þessi áróð-urherferð Tóbaksvarnanefnd- ar undanfarinna ára sem miðar að því að fólk fái ógeð á reykingum hefur ekki borið markverðan ár- angur,“ segir Kristján Ari Arason kennslufræðingur, en hann hefur meðal annars kennt auglýsinga- sálfræði við Borgarholtsskóla. „Við höfum oft heyrt þessa gagnrýni en hún virðist koma frá tiltölulega litlum hópi einstak- linga. Það sem mælir á móti kenn- ingum þessara manna er árangur- inn. Við erum búin að fara niður um eitt og hálft prósent í reykinga- hlutfalli í fjölda ára. Samkvæmt því erum við á réttri leið,“ segir Þorsteinn Njálsson, læknir og for- maður Tóbaksvarnanefndar. Enn og aftur eru reykingar til umræðu í þjóðfélaginu – hvernig vænlegast er að berjast gegn þeim og hvort Tóbaksvarnanefnd fari offari í baráttu sinni. Tvennt hangir einkum á spýtunni núna: Hvort tóbaksvarnalög gangi í ber- högg við tjáningarfrelsið og að Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur boðað fyrirætlanir sínar um að banna alfarið reyk- ingar á veitingastöðum. Mannfjandsamlegar aðferðir Kristján Ari segir hættuna þá að fólk hreinlega loki augum og eyrum fyrir annars ágætum sann- indum þegar andreykingaáróður er settur fram með slíkum öfgum sem Tóbaksvarnanefnd stundar. „Reykingar stafa væntanlega af líkamlegri, andlegri og félags- legri þörf. Ef menn vilja ná ár- angri verða þeir að slá á þessa þörf og það er fyrst og fremst gert með uppbyggilegum aðferð- um og jákvæðum. Þú venur ekki hund til hlýðni með því að sparka stöðugt í hann .Þú verður að bygg- ja viðkomandi upp. Líklegri leið til árangurs er að beita jákvæðum uppbyggilegum styrkingum.“ Hann segir vinnubrögð Tó- baksvarnanefndar ekki standast vísindalega skoðun. Verið sé að úthýsa fólki, gera það ljótt og vont – aðferðirnar byggi á mannfjand- samlegum viðhorfum og þegar til lengri tíma litið verði þetta í eyr- um reykingafólks suð. „Það er svo margt í þjóðfé- laginu sem ýtir reykingum að fólki. Þar verða menn að breyta og spyrja sig hvað það sé í menningunni og samfélaginu sem ýtir undir að fólk vilji reykja. Ég myndi segja að þeir væru á miklum v i l l i g ö t u m með sínum a ð f e r ð - um og geri illt verra. Það verður erfið- ara að vinna forvarnarstarf og að- stoða fólk við að hætta að reykja. Verið er að byggja upp stífni og þrjóska í staðinn fyrir að fá fólk til að verða meðvitaðara um óholl- ustu reykinga. Ofstopinn lokar á alla skynsamlega umræðu. Hætt- an er sú að fólk loki eyrum. Allar svona öfgaskoðanir eru líklegar til að falla um sjálfar sig.“ Kristján Ari segir að fólk megi ekki undir nokkrum kringum- stæðum skilja orð sín sem svo að hann sé að mæla reykingum bót. Alls ekki. En tilgangurinn geti aldrei helgað meðalið. Árangur náist ekki nema menn vilji sjálfir hætta, viljinn verði að koma innan frá. „Best væri að allir létu þetta vera. En við verðum að nálgast það markmið á skynsamlegan hátt. Það er sorglegt að sjá þann mikla fjölda ungmenna sem eru að hefja reykingar þessa dagana þrátt fyrir þennan h a r ð v í t u g a áróður.“ „Bragðið langt, örlítil selta í gómi“ Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar, ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu sem hann nefnir „Óvænt gagnsemi laga um tóbaksvarnir“. Í greininni segir meðal annars: „... er rétt að gefa út viðvörun: Næsta setning í þessum pistli er ólögleg. Mér þykja Viceroy-sígarettur góðar. Það er reyndar ekki ólög- legt að þykja Viceroy gott tóbak. Held ég. En það er að minnsta kosti ólöglegt að segja frá því hér í Fréttablaðinu með þessum hætti. Með lögum um tóbaksvarnir er nefnilega bannað að fjalla í fjöl- miðlum um einstakar tegundir tó- baks „til annars en að vara sér- staklega við skaðsemi þeirra“. Brot gegn þessari lagagrein varða sektum eða allt að tveggja ára fangelsi ef brot er ítrekað, t.d. ef ég skrifa aftur að mér þyki Vicer- oy-sígarettur góðar.“ Og seinna í pistli sínum segir Karl: „Viceroy eru beztu sígarettur sem fást á Ís- landi. Bragðið er langt, svolítil selta í gómi, hunang aftarlega á tungunni og tælandi kitl í hálsi, sem stafar líklega af hóflegri mýkt í reyknum. [...] Þetta er sem- sagt hágöfugt tóbak, sem ég þakka hér með Evrópusamband- inu að hafa kynnt mig fyrir. Án til- skipunar þess hefði þetta nýja ást- arsamband aldrei orðið til.“ Karl neitaði að tjá sig um mál- ið í samtali við Fréttablaðið. Seg- ist reyndar ekki hafa heyrt neitt af hugsanlegum kærumálum enn sem komið er. Engum blöðum er um það að fletta að Karl er að storka lögunum. En hann virðist reyndar eiga óvæntan banda- mann. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra telur þingheim hafa gengið of langt með tóbaksvarna- lögum. Hann var spurður að því á sambandsþingi ungra sjálfstæðis- manna árið 2001 hvort tóbaks- varnarlögin, sem þá tóku gildi, skerði ekki persónu- frelsi einstak- linga meira en góðu hófi g e g n i r. D a v í ð s a g ð i f j ö l - m ö r g rök vera fyrir því að lögin gangi of langt og standist illa stjórnar- skrána og það sé vissulega álita- mál hvort hægt sá að taka út ákveðna hluti og banna fólki að tala um þá öðruvísi en illa. Davíð gat þess jafnframt að það að sporna við reykingum væri góður málstaður, sem væri viðurkennd- ur úti um allan heim, og það sé oft þannig að menn gangi of langt þegar þeir hafa góðan málstað að verja. Andóf gegn tóbaksvarnaráði Í pistli sínum vitnar Karl í hug- myndaríka menn sem hafa fram- leitt nýjar merkingar á sígarettu- pakka á borð við „Reykingar stuðla að útiveru,“ „Það að gefa sígarettu er oft upphafið að nán- um kynnum tveggja einstak- linga,“ „Reykingar minnka líkur á íþróttameiðslum,“ „Reykingar grenna,“ og hin einföldu sannindi: „Díana prinsessa reykti ekki“. Maðurinn á bak við framleiðslu þessara öfugsnúnu merkimiða heitir Jóhannes Bjarnason auglýs- ingamaður, ef til vill betur þekkt- ur sem Jói B. – annar helmingur plötusnúðadúettsins Gullfoss og Geisir. „Jú, það má kalla þetta andóf. Þessi fasismi Tóbaksvarnanefnd- ar er kominn út yfir öll velsæmis- mörk og ég er að reyna að sporna gegn því, reyndar á gamansömum nótum,“ segir Jói B. Jói seg- ir að svipað- ur hálf- kæringur sé til víða erlendis, hann hafi rekist á þetta á Netinu og hann, ásamt félögum sínum, hafi skemmt sér við að þýða og staðfæra það auk þess sem einhver slagyrði voru samin sérstak- lega við þetta tækifæri. „Þetta hefur rokið út alls staðar þar sem ég hef komið. Við löbbuðum með merkimið- ana á nokkra bari og höfðum ekki undan. Þetta rauk út og reykingamenn virtust hafa sér- staklega gaman af því að setja þetta á sína sígarettupakka.“ Jói segir ekki nokkurn mann hafa tek- ið þessu fram- taki illa. Flest- um þyki þetta sniðugt. „Ég er ekki að auglýsa þetta í fjölmiðl- um né selja, þetta er nú bara djók, þannig að ég get ómögu- lega óttast það að Tóbaks- varnanefnd fari að kæra mig fyrir þetta. Annars er aldrei að vita þegar þeir menn eiga í hlut. Ég dreg það stórlega í efa að þessir miðar muni stuðla að reyk- ingum. Ég hygg að hver sá með snefil af dóm- greind átti sig á því að reyking- ar eru óhollar. En fólk verður vissulega að hafa val og þetta er viðleitni mín í þá átt að vekja athygli á því.“ jakob@frettabladid.is KRISTJÁN ARI ARASON Telur þann ofstopa sem Tóbaksvarnanefnd stundar í andreykingaáróðri sínum ekki vænlegan til árangurs, jafnvel svo að hann virki neikvætt með því að byggja upp þrjósku í stað þess að beita uppbyggilegum aðferðum. „Þú venur ekki hund með því að sparka stöðugt í hann.“ JÓHANNES BJARNASON Gerði vinsæla merkimiða í anda þeirra sem lögboðið er að hafa á sígarettupökk- um – utan að þar er talað um ýmsar já- kvæðar hliðar reykinga. „Þetta er nú gert í gríni en fasismi tóbaksvarnanefndar er kominn út yfir öll velsæmismörk og ég er að reyna að sporna gegn því.“ Ef veðrið er undanskilið eru reykingar líklega eitt vinsælasta umræðuefnið manna á meðal. Eftir að heilbrigðisráðherra boðaði, að undirlagi Tóbaksvarnanefndar, að reykingar skuli banna á öllum veitingastöðum hafa enn á ný risið upp efasemdir um aðferðir í baráttunni gegn reykingum. Enn er bent á að líklega brjóti tóbaksvarnalög í bága við stjórnarskrá. Tekist á um tóbakið ANDÓFSMERKI Merkimiðar Jóhannesar eru hannaðir til höfuðs merkjum sem nú eru á sígarettupökkum. Best væri að allir létu þetta vera. En við verðum að nálgast það markmið á skynsamlegan hátt. Það er sorglegt að sjá þann mikla fjölda ungmenna sem er að hefja reykingar þessa dagana þrátt fyrir þennan harðvítuga áróður. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.