Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 21
21SUNNUDAGUR 7. september 2003 Samkvæmt laganna hljóðan erKarl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingar, tví- mælalaust að brjóta lög með skrif- um sínum. Hins vegar koma þau brot ekki til kasta Tóbaksvarna- nefndar, sem ekki er aðili að því að framfylgja lögum – aðrir eru um að sinna kærum og eftirliti,“ segir Þorsteinn Njálsson, læknir og for- maður Tóbaksvarnanefndar. Mál Karls Th. komið til lögreglu Þorsteinn vísar á umhverfis- og heilbrigðisstofu í því sambandi og þar verður fyrir svörum Örn Sig- urðsson lögfræðingur. Eftir því sem hann best veit er búið að koma máli Karls til lögreglu eftir ein- hverjum leiðum honum ókunnum. „Mér virðist maðurinn skrifa þetta til að fá úr því skorið hvort það standist lagaákvæði eða ekki að tala með þessum hætti um tóbak,“ segir Örn. „Það er ekki okkar sem sinnum eftirliti með auglýsingum og sölu á tóbaki að fella úrskurð- inn. Við gerum oft athugasemdir við tóbaksauglýsingar ef við rek- umst á þær. Það hefur reyndar far- ið mjög minnkandi með árunum. Við myndum gjarnan vilja sjá ein- hvern úrskurð svo við vitum hvar við stöndum, því við vitum ekki al- mennilega hvernig við eigum að hegða okkur í þessu. Tækin sem við höfum gagnast lítið á skrifum sem þessum.“ Örn lýsir yfir efasemdum um að ákvæðið um bann við jákvæðum skrifum um tóbak standist prent- frelsisákvæði stjónarskrárinnar. „Ég sé ekki heldur hvernig eftirlit gerir gagn eða ógagn í þessu. Ekki getum við setið á ritstjórnum fjöl- miðla og lesið yfir allt sem heitir umfjöllun um tóbak. Ef þetta er brot á tóbaksvarnarlögum er það að mínu mati lögreglumál og eftir- litsaðili getur lítið gert í því. Við brot á tóbaksvarnarlögum skal far- ið að hætti opinberra mála. Það er ríkissaksóknari og/eða lögreglu- stjórar sem hafa ákæruvald sam- kvæmt lögum. Þeir eiga að fylgjast með brotum og kæra ef ástæða þykir til. Við megum hins vegar beita þvingunarúrræðum sam- kvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Við getum veitt mönnum áminningu og fresti til að bæta úr tilteknu ástandi, stöðvað starfsemi og beitt dagsektum. Ekk- ert af þessu gerir gagn í tengslum við greinaskrif. Mín persónulega skoðun er að ákvæðið um þau gangi mjög langt í að takmarka prentfrelsisákvæði stjórnarskrár- innar.“ Tóbaksfyrirtæki greiða pistlahöfundum Þorsteinn bendir á að Karl Th. sé ekki einn um að valsa inn á hið gráa svæði með slíkum hætti. „Þegar þessi lög voru hvað mest til umræðu tóku sig til tveir virðuleg- ir herramenn og lögmenn sem stundum hafa gaman að því að ræða landsins gagn og nauðsynjar, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Haraldur Blöndal, og skrif- uðu greinar á svipuð- um nótum. Ég tek því svo að þetta sé gert með svipuðu hugarfari. Menn eru að diskútera þetta og velta því upp.“ Helst er á Þorsteini að skilja að tiltækið sé í ætt við strákapör fremur en annað. Hann bendir á að það sé misskilningur að ákvæðið um bann við því að tala vel um tó- bak í fjölmiðlum hafi farið inn við lagabreytingar árið 2001 heldur kom þetta ákvæði inn strax árið 1996. Og nú eru sambærileg ákvæði að koma inn í lög annarra landa. „Ástæðan er sú að tóbaksfyrir- tækin hafa verið mjög kræf að aug- lýsa vöru í gegnum pistla hinna og þessara sem svo fá greiðslu frá tó- baksfyrirtækjum,“ segir Þor- steinn. „Þau halda beinlínis úti „pennum“ sem taka að sér að aug- lýsa þeirra afurðir með þeim hætti. Við erum einfaldlega að takmarka möguleika þeirra á að koma sínum varningi á framfæri. Þetta er glamorvara eins og hún er teiknuð upp. Ég vil reyndar taka það fram að ekki hvarflar að mér eina mín- útu að þeir þrír greinahöfundar sem hér hafa verið nefndir hafi fengið greiðslu frá tóbaksfyrir- tækjum.“ Stækkuðu miðana umfram tilmæli Þorsteinn segir tóbaksfyrirtæk- in ofboðslega öflug, útfarin og leggja mikla peninga í að verja hagsmuna sína. Og telja þeim pen- ingum vel varið. „Þau fóru í mál við íslenska ríkið varðandi það lagaákvæði að sígarettupakkarnir skildu teknir úr augsýn þeirra sem koma í verslanir. Þar var tekinn frá þeim mikill auglýsingamáttur, því nú blasa pakkarnir ekki við fólki. Þessi aðgerð hefur hins vegar reynst áhrifamikil og til marks um það er sú staðreynd að tóbaksfram- leiðendum hefur ekki tekist að koma einni einustu tegund nýrri á markað hér. Enn er verið að bíða niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Ríkið fór fram á frávísun. Í leiðinni fóru tóbaksframleiðendur fram á að þessi klásúla, að umfjöllun væri bönnuð, væri tekin út og hún dæmd ómerk. Þessir aðilar fara ekki í mál við ríkisstjórnir nema það sé eitt- hvað verulega mikið undirliggj- andi,“ segir Þorsteinn. Fleiri lönd munu vera að fylgja í kjölfarið, að sögn Þorsteins, með að taka tóbak úr augsýn í verslunum. Þorsteinn lýsir yfir efasemdum vegna hinna nýju merkinga sem komnar eru á sígarettupakka. „Tó- baksfyrirtækin voru grunsamlega snögg að samþykkja þetta og fljót að setja þetta á. Ótrúlega lipur með það. Þau stækkuðu merkingarnar og höfðu þær stærri en við fórum fram á. Hvað segir það okkur? Sennilega eru þau búin að finna það út að með svona stórum merk- ingum sjái fólkið þær ekki.“ Að sögn Þorsteins er Tóbaksvarna- nefnd að undirbúa næsta skref hvað varðar merkingar, sem felst í svokölluðu kanadísku módeli sem sýnir myndir af sködduðum líffær- um á tóbaksumbúðum. „Vonandi verður það komið til framkvæmda næsta vor.“ 80 prósent reykja ekki „Sorglegt að heyra,“ segir Þor- steinn um það tiltæki Jóhannesar Bjarnasonar og félaga að framleiða merkimiða sem vísa til eins og ann- ars sem heita má jákvætt við reyk- ingar. „Tóbaksiðnaðurinn verður að fá nýja reykingamenn og í þá nær hann í aldurshópnum18 ára og yngri,“ segir Þorsteinn. „Þar liggur gróðinn hjá þessum fyrirtækjum. Þá eru þeir komnir með trygga neytendur næstu þrjátíu árin. Við verðum að athuga að eina hugsun þessara manna er gróðinn. Og fólk getur ánetjast strax við fyrstu sígarettu. Ég hef ekki kynnst nein- um reykingamanni sem vill öðrum svo illt að byrja á þessu. Það er leiðinlegt að heyra af þessum mið- um. Líklega eru þetta einhverjir stælar, en slíkt höfðar einkum til yngsta aldurshópsins.“ Þorsteinn segist oft hafa heyrt þá gagnrýni að Tóbaksvarnanefnd fari offari í áróðri sínum en segir þá gagnrýni koma frá tiltölulega litlum hópi einstaklinga. „Við verðum að athuga að stór hluti þjóðarinnar reykir ekki og réttur þeirra er fótum troðinn. Þeg- ar við heyrum frá þessum hópi fyll- umst við eldmóði að gera enn betur. Þá er ég að tala um fólk sem ekki kemst út úr húsi, getur ekki hugsað sér að lykta illa, þorir ekki á kaffi- hús þar sem reykt er... hver eru mannréttindi þess fólks? Meira en 80 prósent fólks reykja ekki. Um 21% fólks á aldursbilinu 18 til 89 ára reykir. Ef við tökum börnin með í reikninginn, þá erum við með meira en 80 prósent sem ekki reykja. Við spyrjum um réttindi þeirra.“ Þorsteinn segir árangurinn sem náðst hefur segja sína sögu og mæla gegn þeirri gagnrýni sem Tó- baksvarnanefnd hefur sætt. „Við höfum farið um eitt og hálft pró- sent niður í reykingahlutfalli, sem er neðar en við höfum náð um ára- bil. Samkvæmt því erum við á rét- tri leið. Menn átta sig ekki á hinni miklu grasrótarvinnu Tóbaks- varnanefndar. Auglýsingarnar eru minnsta starfið. Við erum á kafi í vinnu með íþróttafélögum, skólum, ungmennafélögum, ýmsum sam- starfsverkefnum sveitarfélaga... og þannig má lengi telja. Við erum úti um allt og vinnum lárétt í sam- félaginu. Það virkar. Mjög mikið af félagasamtökum leita til okkar um samstarf. Ímynd tóbaksvarna er mjög jákvæð.“ ■ OF LANGT GENGIÐ? Eitt af mörgum veggspjöldum og auglýsingum sem Tóbaksvarnanefnd hefur látið gera. Mörgum finnst nefndin ganga allt of langt í áróðri sínum en Þorsteinn segir þann hóp samanstanda af fáum einstaklingum. Eitt er víst, að auglýsingarnar hafa vakið athygli og hafa verið verðlaunaðar á auglýsingahátíðum. ÞORSTEINN NJÁLSSON Segir Tóbaksvarnanefnd vera á réttri leið. Það staðfesti tölur um árangur. Rúmlega 80 prósent þjóðarinnar reykja ekki og Þorsteinn spyr hver réttur þess fólks sé. Tóbaksfyrir- tækin eru gróðafyrirtæki sem einskis svífast að hans mati, og eru þau með pistlahöfunda á sínum snærum - og telja þeim peningum vel varið. Þorsteinn Njálsson læknir er formaður Tóbaksvarnanefndar. Hann segir tóbaksfyrirtækin með pistlahöfunda á sínum snærum og þau svífist einskis í gróðahyggju sinni. Þorsteinn lýsir yfir vonbrigðum sínum með stæla á borð við merkimiða sem boða jákvæða þætti reykinga. Hann segir skrif Karls Th. Birgissonar í ætt við strákapör. Tóbaksfyrirtækin svífast einskis Tóbaksiðnaðurinn verður að fá nýja reykingamenn og í þá nær hann í aldurshópnum18 ára og yngri. Þar liggur gróðinn hjá þessum fyrirtækjum. Þá eru þau komnir með trygga neytendur næstu þrjátíu árin. ,, VÆNTANLEGAR MERKINGAR Þorsteinn Njálsson segir Tóbaksvarnanefnd ætla að fylgja fordæmi Kanadamanna og birta myndir af skemmdum líffærum á sígarettupökkum. „Vonandi kemur það til framkvæmda næsta vor.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.