Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 10
Rapparinn Tupac Shakur fæddistá austurströnd Bandaríkjanna í upphafi áttunda áratugarins, á þeim árum er réttindabarátta svartra í Bandaríkjunum var í hámarki. Móð- ir hans eyddi meðgöngunni í fang- elsi fyrir að vera meðlimur Black Panthers-samtakana en skömmu áður en hann fæddist losnaði hún út úr fangelsinu. Enginn veit hver fað- ir Tupacs var en stjúpfaðir hans, Shakur, var eins og móðir hans í Black Panthers. Hann situr enn inni fyrir vopnuð rán og morð á lög- regluþjónum. Það var einmitt það sem leyddi Tupac Shakur út í glæpi og síðar rappið. Í upphafi níunda áratugarins voru samtök eins og Black Panthers hrunin og fyrrum meðlimum þeirra var ómögulegt að fá vinnu og leiddust því oft út í fíkniefnaneyslu. Móðir Tupacs var þar engin undantekning og hún dóp- aði og drakk í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna. Hún endaði í Los Angeles þar sem Tupac steig sín fyrstu skref sem rappari. Hann sló fljótlega í gegn en var ávallt viðrið- inn glæpi. Sat inni fyrir nauðgun um tíma og fékk þá tónlistarútgef- andan Marion „Suge“ Knight, sá sem gaf út bæði Dr. Dre og Snoop Dog, til að borga tryggingaféð fyrir sig og endaði því hjá honum. Knight þessi er þekktur glæpamaður í Bandaríkjunum og Tupac Shakur var einmitt að yfirgefa bardaga Tysons og Seldons með Knight þeg- ar Cadillac með fjórum manneskj- um innanborðs keyrði upp að þeim og skot heyrðust. Tupac og Knight særðust illa. Knight lifði af, Tupac ekki. Hann lést 6 dögum síðar. ■ Ég ætla nákvæmlega ekki aðgera neitt en ég er svo lán- söm að yngsta dóttir mín var að flytja inn í nýja íbúð og hún ætl- ar að bjóða móður sinni og systk- inum í mat á afmælisdaginn minn,“ segir Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrum alþingis- maður. Guðrún er lítil afmæliskona fyrir sjálfa sig eins og hún orðar það og segist lítið gera með þennan dag. „Eins og mér finnst nú gaman að standa fyrir sam- kvæmi hef ég ekki gaman af að halda upp á þennan dag en finnst ágætt að aðrir geri það,“ segir hún og bætir við að það setji bók- staflega að henni hroll að hugsa um opið hús og menn að halda ræður sem snúist um hana. Guðrún verður sjötug eftir tvö ár og innt eftir því hvað þá verði segir hún aldrei að vita hvað kunni að detta í hana þá. „Ef að því kæmi að ég færi að halda upp á þann dag yrði það fyrir sérstaklega valinn hóp. Nokkuð er síðan ég vann úti á al- mennum vinnumarkaði, margir eru fallnir frá af vinum mínum, í pólitík eignast menn ekki vini og aðdáendur mínir eru of litlir til að mega vera einir úti á kvöldin. Ef frú Guðrún færi að standa fyrir hefðbundnu opnu húsi væri eins víst að þangað flykktust óvinir mínir og héldu margar og hjartnæmar ræður afmælis- barni til heiðurs. Hroðaleg til- hugsun,“ segir Guðrún og hlær. Hún verður ekki með bók á þessu hausti en er vel á veg kom- in með verk sem hún ætlar að vinna betur í og skila frá sér á næsta ári. „Svo er ég bara ð dunda í garðinum mínum og hlúa að afkomendum,“ segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur, sem er sextíu og átta ára og lifir eins og drottning í sínu ríki. ■ Vikan fram undan verður und-irlögð af lokafrágangi á plöt- unni Havana, sem kemur út í næsta mánuði,“ segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. „Ég fór til Havana í lok júlí og tók upp mína músík með sjö manna kúb- verskri hljómsveit; blásurum, miklu slagverki, kúbanska tres- gítarnum og píanói. Þetta er gam- all draumur sem hefur tekið mig nokkur ár að gera að veruleika, en það gekk allt upp þó að margt sé flóknara þar en hér. En þótt raf- magnið fari oft og ýmislegt skorti, þá er eitt sem aldrei hefur klikkað á Kúbu og það er músíkin og mús- íkantarnir. Samstarfið við þá var gott og hundskemmtilegt. Ég hafði litla reynslu af að spila með Kúbverjum, en þetta small gjör- samlega og hafi maður haft ein- hverjar áhyggjur, þá var orkan hjá þeim slík og leikgleðin að maður gleymdi þeim gjörsam- lega. Maður bara dansaði með! Hönnuðurinn og bongóspilarinn Þórdís Claessen er að gera albúm fyrir mig sem ég skoða í næstu viku og Gunnar Smári Helgason leggur síðustu hönd á hljóðblönd- unina. Svo fer ég að skoða fimm klukkutíma efni á spólum sem Idelfonso Ramos, kúbverskur kvikmyndaleikstjóri, tók á meðan ég var þarna síðast; það er úr stúdíóinu og götulífi, dansandi fólk og fleira. Ég ætla nefnilega að búa til músíkvídeó. Þegar ég lít upp úr Havana stekk ég á upplestra og uppákom- ur á bókmenntahátíðinni. Lág- markið er að fara á mánudag og miðvikudag og hlusta á rithöfund- inn Nicholas Shakespeare, sem ég þekki vel óbeint, því ég þýddi bók hans, Dansarinn á efri hæðinni, sem kom út í síðustu viku. Það verða því Havana og Shakespeare sem einoka vikuna hjá mér.“ ■ 10 7. september 2003 SUNNUDAGUR BUDDY HOLLY Söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinn- ar og deilir afmælisdegi sínum með Gloriu Gaynor (I Will Survive). 7. september TUPAC SHAKUR ■ var skotinn á þessum degi fyrir 7 árum en dó að vísu ekki fyrr en 6 dögum síðar. Enn er ekki vitað hver bar ábyrgð á morðinu. 7. september Vikan fram undan TÓMAS R. EINARSSON ■ tónlistarmaður og þýðandi er að ljúka við plötuna Havana í komandi viku en ætlar líka að fylgjast vel með bók- menntahátíðinni. Afmæli GUÐRÚN HELGADÓTTIR ■ rithöfundur hefur aldrei haldið upp á afmæli sitt og segir um sig fara hroll þeg- ar hún hugsi um opið hús og ræður sem fjalli um hana. ÓDÝRAR GÆÐA ÞAK- SKRÚFUR Ál Ryðfríar Galvaniseraðar Heitgalvaniseraðar Söðulskinnur í úrvali Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 ■ Afmæli Ingólfur Hjartarson hæstaréttarlögmað- ur er 61 árs. Svanhildur Kaaber kennari er 59 ára. Þorbjörn Jensson handboltamaður er 50 ára. Í pólitík eignast menn ekki vini Havana og Shakespeare einoka vikuna TÓMAS R. EINARSSON Hann er að ganga frá plötu, ætlar að búa til músíkvídeó og stunda bókmenntahátíðina. GUÐRÚN HELGADÓTTIR „Ef ég færi að halda upp á afmæli mitt myndu óvinir mínir flykkjast að og aðdéndur mínir eru of litlir til að mega vera einir úti á kvöldin.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Tupac skotinn ■ Þetta gerðist1533 Elísabet I Englandsdrottning fæð- ist. 1822 Brasilía lýsir yfir sjálfstæði frá Portúgal. 1956 Tilraunaflugvélin Bell X-2 slær heimsmet þegar hún klifrar upp í 126,000 feet. 1965 Help! með Bítlunum er á toppi bandaríska listans. 1971 Eftir 9 ár og 216 þætti hættir CBS-sjónvarpsstöðin að framleiða Beverly Hillbillies. 1972 Curtis Mayfield fær gullplötu fyrir Superfly. 1986 Desmond Tutu tekur við embætti sínu. TUPAC SHAKUR Ekki bara glæparappari heldur einnig virtur og dáður sem leikari. Hér er hann í mynd- inni Poetic Justice. ■ Vikan Í dag hefst vika símenntunar íSkriðu, sal Kennaraháskóla Ís- lands, og í Egilshúsi í Stykkis- hólmi. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra setur vik- una en Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Ólafur Proppé, rektor Kennara- háskóla Íslands, og Kristín Á Ólafsdóttir, aðjúnkt við Kennara- háskóla Íslands, flytja erindi. All- ar nánari upplýsingar eru á slóð vikunnar: www.mennt.net/si- menntun. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.