Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 31
31SUNNUDAGUR 7. september 2003 Stökktu til Benidorm 24.sept. frá 19.963.- Sértilboð 1.okt - 3 vikur Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í september á hreint ótrúlegum kjörum til vinsælasta áfangastaðar Íslendinga. Sumarið er í blóma á Spáni fram í október og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin í haust. Kr. 29.950.- Flug og gisting, m.v. 2 í studio/íbúð. 24.sept. - vikuferð. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 31.450.-Kr. 19.963.- Flug og gisting, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 20.960.- Kr. 39.950.- Flug og gisting, m.v. 2 í stu- dio/íbúð. 17..sept. - 2 vikur. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 31.450.- Sértilboð 1.okt - 3 vikur Kr. 49.950.- Flug og gisting, m.v. 2 í stu- dio/íbúð. 1.okt. - 3 vikur. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 52.450.- Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 10.sept - uppselt 17.sept - 8 sæti 2 vikur 24 sept. - 14 sæti vikuferð 1.okt. - 28 sæti 3 vikur Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Undanriðlar Evrópu- keppninnar 2004: Skotar með ellefu stig FÓTBOLTI Skotar unnu Færeyinga með þremur mörkum gegn engu í Glasgow í gær í 5. riðli und- ankeppni Evrópumótsins. Með sigrinum komust Skotar í ellefu stig, tveimur stigum minna en Ís- lendingar, en eiga leik til góða gegn Litháum. Færeyingar veittu Skotum verð- uga keppni. Heimamenn komust yfir snemma leiks en Færeyingar náðu að jafna tíu mínútum fyrir leikhlé. Skagamaðurinn Julian Johnson skallaði í mark eftir horn- spyrnu Jákops af Borg. Paul Dickov, leikmaður Leicest- er, færði Skotum forystuna að nýju með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. James McFadden, leikmaður Everton, gulltryggði sigur Skota korteri fyrir leikslok þegar hann sendi fyrirgjöf Neil McCann í mark Færeyinga af stuttu færi. ■ SKOTASIGUR Skotinn Colin Cameron og Færeyingurinn Frodi Benjaminsen í leik þjóðanna í gær. Lékum með hjartanu Eiður Smári Guðjohnsen segir íslenska landsliðið hafa leikið með hjart- anu. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari var svekktur að leikslokum. FÓTBOLTI „Við lékum með hjartanu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyr- irliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn í gær. „Við sýndum Þjóðverj- unum það með fyrstu þremur til fjórum tæklingun- um að þeir þyrftu að hafa mikið fyrir hlutunum.“ Eiður Smári sagðist hafa viljað fá vítaspyrnu þegar hann féll í teignum seint í leiknum. Sumir dómarar hefðu dæmt víti en þessi gerði það ekki. „Þetta atvik réð þó ekki úrslitunum,“ sagði Eið- ur Smári. Eiður fékk mjög gott færi seint í fyrri hálfleik. Hann var óánægður með að hafa ekki nýtt það. „Mér sýndist Kahn vera of framarlega svo ég ákvað að fara nær í stað þess að skjóta strax.“ Oliver Kahn varði skot landsliðsfyrir- liðans. „Með smá heppni hefði Ísland getað sigrað – en heppnin var ekki með okkur í dag,“ sagði Eiður Smári. „Þýsku leikmenn- irnir hafa það sjálfstraust sem þarf í svona leiki. Það sést á leikmönnum eins og Ballack. Hann er mjög öruggur þegar hann er með boltann. Þetta sjálfsöryggi vantar hjá okkur en leikmenn geta öðlast það með þátt- töku í stórleikjum sem þessum.“ Ásgeir Sigurvinsson lands- liðsþjálfari var svekktur að leikslokum. „Fyrir leikinn hefði ég verið ánægður með jafntefli en eftir hann er ég dálítið svekktur,“ sagði Ásgeir. „Við gengum til leiks með það að markmiði að leika skipulega, vera þolinmóðir og gefa ekki færi á okkur. Ég vissi að við myndum fá marktækifæri en því miður nýttum við þau ekki.“ Að sögn Ásgeirs léku Þjóð- verjar eins og við var að búast. „Við vissum alveg hvað þurfti til að verjast þeim.“ Hann telur að þrátt fyrir allt muni Þjóðverjar sigra í riðlinum. „Möguleikar okkar í næsta leik eru ekki tald- ir miklir. En ég minni á að Ís- lendingar eru enn efstir í riðlin- um,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari. ■ FÓTBOLTI „Þeir léku ekki eins og ég vildi,“ sagði Rudi Völler, þjálfari þýska landsliðsins, eftir leikinn. „Ef við ætlum að vinna Skota þurf- um við að leika mun betur.“ Völler sagðist sáttur við fyrri hálfleikinn en að liðið hafi leikið illa í þeim seinni. Þegar upp var staðið var hann sáttur við jafn- teflið. „Gagnrýnin sem liðið hefur fengið á rétt á sér,“ sagði Völler, en var ekki sáttur við tóninn í henni. Landsliðsþjálfarinn sagði að gagnrýnin sem beindist að Þjóð- verjum eftir leiki gegn lægra skrif- uðum andstæðingum eins og Ís- lendingum og Albönum sýndi virð- ingarleysi fjölmiðla gagnvert mótherjunum. „Forverar mínir, Berti Vogts og Erich Ribbeck, tóku þessu þegjandi en ég ætla ekki að sitja undir þessu lengur,“ sagði Völler. Völler sagðist ekki geta sagt af hverjum einstakir leikmenn skil- uðu ekki 100% vinnu í svona leik en hann ætlaði að vinna í því fyrir leikinn við Skota að koma því í lag. „Ég gagnrýni ekki leikmenn mína. Ég stend með þeim. Þetta verður betra gegn Skotum.“ ■ RUDI VÖLLER Vill að Íslendingum verði sýnd meiri virðing. Rudi Völler: Léku ekki eins og ég vildi EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Landsliðsfyrirlið- inn átti frábæran leik í dag og var óheppinn að skora ekki. ÁSGEIR SIG- URVINSSON Var hálfsvekktur að leik loknum þrátt fyrir jafn- tefli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.