Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 14
14 7. september 2003 SUNNUDAGUR Árið 1838 samþykkti stjórnHins íslenska bókmenntafé- lags, þá sitjandi í Kaupmanna- höfn, að láta fara fram umfangs- miklar sýslu- og sóknarlýsingar á Íslandi, sem síðan var ætlað að verða grundvöllur að fyrstu heildarlýsingu landsins. Frum- kvæðið átti Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur. Í þessu skyni voru útbúnir spurn- ingalistar í mörgum liðum og sendir til presta og prófasta vítt um land. Spurt var um staðhætti sem lifnaðarhætti. Einn liðurinn (nr. 58) laut að skemmtunum landsmanna. Ef marka má útgefna lýsingu Ár- nessýslu (Sögufélagið 1979) hafa svör klerkanna verið öll á eina lund: „engar“. Sumir tiltóku reyndar vinnuna. Þessi skorinorðu viðbrögð bregða upp ljósari mynd af lífi þjóðarinnar en langt mál. Löng- um stundum var hér ekki við lýði nein innlend yfirstétt, mönnum stóð ekki til boða annað líf en ein- víddarlífið íslenska. Hinir efnuðu gátu aðskilið sig frá múgnum í einu saman átinu, þeir höfðu nóg að bíta og brenna og það vofði ekki yfir þeim að flosna upp eða komast á vergang. En jafnvel æðstu embættismenn Íslands urðu að gera sér að góðu hriplek húsakynni og laun sem gerðu lítið betur en að framfæra þá. Um lúx- us var ekki að ræða, hvað þá líf í lystisemdum. Unnið fyrir herlegheitunum Það er gaman að rifja þetta upp núna þegar haustið svífur að með öllum sínum tilboðum um tómstundir og námskeiðahald í flugnahnýtingum, golfi, Sókra- tesi, tungumálum, jóga, vín- smökkun... og áskrift að leikhús- um og sinfóníu. Ætli prestum og próföstum stundarinnar sem er að líða myndi endast dagurinn ef þeir ættu að svara lið 58 fyrir okkar hönd? Þó kann að vera að liðin tíð sé ekki með öllu úr sjónmáli, því eins og Stefán Hörður Grímsson orti: „það er gamalt blóð okkar“. Dæmi: dögum oftar eru okkur birtar kannanir sem eiga að sýna hvar við stöndum borið saman við þá granna okkar sem við vilj- um helst taka mið af. Þá eru til- tekin ýmis viðurkennd lífsgæði: húsnæði, bílar, sjónvörp, tölvur, farsímar... Og viss passi að við eigum allt þetta prýðilega til jafns við þá sem best búa. Þó er eitt sem ævinlega vill verða út undan í þessum saman- burði og það er hvað það tók okk- ur langan tíma að vinna fyrir herlegheitunum. Það virðist með öðrum orðum einu gilda þótt við séum allt að einum og hálfum mánuði lengur að vinna fyrir lífsgæðunum en samanburðar- þjóðin, lífskjör okkar og þeirra eru engu að síður lögð að jöfnu. Hvernig ber að skilja þetta? Að sjálft lífið mæti afgangi í okkar huga? Að lífið sé hobbí? Að lífsbaráttan hafi frá fornu fari fyllt svo gersamlega upp í sjóndeildarhringinn að það sé ekki hefð fyrir því að lifa – umfram brauðstritið? Óskaþegnar Það hlýtur að vera óskastaða að stjórna svona þegnum, okur- vöxtum taka þeir með þegjandi þögninni, hæsta matvælaverð í Evrópu standa þeir af sér eins og hverja aðra slagveðurskúr. Mað- ur sæi hina gamalreyndu Evr- ópubúa í anda. Forviða horfum við á þá um þessar mundir heyja harðskeytta baráttu til að halda áunnum réttindum sínum til eft- irlauna um sextugt! Tímamót sem þeir hlakka til alla ævi, enda hafa þeir fyrir löngu búið svo um hnúta að þau laun sæmi mönn- um. Hér aftur á móti neyðast menn til að hanga á starfinu eins og hundar á roði þar til þeir eru flæmdir burt sjötugir, þá iðulega búnir að starfsþreki, en einkum lífsþreki. Og þiggja vasapeninga þennan stutta spöl sem eftir er inn í eilífðina. Þar undanskil ég að sjálf- sögðu yfirstéttina, sem fyrir löngu er orðin innlend - það hef- ur þó allavega það áunnist. Þar er ekki maður með mönnum nema hann hafi tryggt sér starfslok ekki mikið seinna en fimmtugur. Vitandi það sem Sókrates sagði við Alkíbíades í samnefndri samræðu: „Það þarf fyrst og fremst að huga að sjálfum sér og það fyrr en síðar, á meðan maður er ung- ur, því um fimmtugt er það orðið of seint“ (tilfært eftir minni). ■ Það virðist með öðr- um orðum einu gilda þótt við séum allt að einum og hálfum mánuði lengur að vinna fyrir lífsgæðunum en samanburðarþjóðin, lífskjör okkar og þeirra eru engu að síður lögð að jöfnu. ,, PÉTURS GUNNARSSONAR ÍSLENDINGAR „Það hlýtur að vera óskastaða að stjórna svona þegnum, okurvöxtum taka þeir með þegjandi þögninni, hæsta matvælaverð í Evrópu standa þeir af sér eins og hverja aðra slagveðurskúr.“ ■ Sunnudagsþankar Lífið sem hobbí Norska kvikmyndin Elling slóeftirminnilega í gegn árið 2001 og er með vinsælastu kvik- myndum Norðmanna. Hún var til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og gerði stormandi lukku víða, ekki síst hér á Íslandi. Gagnrýnendur héldu vart vatni af hrifningu og bíógest- ir hópuðust á myndina, sem gekk býsna vel og lengi, enda myndin ein sú mannlegasta, skemmtileg- asta og hlýjasta sem ratað hafði í kvikmyndahús í Reykjavík í háa herrans tíð. Elling verður Erling Hallgrímur Helgason hefur þýtt og staðfært Elling sem verður svið- sett í Reykjavík og á Akureyri um miðjan mánuðinn. „Verkið byggir á sama efnivið og þessi vinsæla kvik- mynd,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Það kemur þessari sýningu svo sem ekkert við en þetta er mjög skemmtileg uppsetning. Það eru þrautreyndir gamanleikarar í aðal- hlutverkunum en Stefán Jónsson leikur Elling, sem heitir nú Erling, og Jón Gnarr leikur félaga hans Kalla Bjarna. Sagan er látin gerast í Reykjavík samtímans og Hall- grímur hefur sett inn ýmsar skemmtilegar vísanir í íslenskt þjóðfélag.“ Sem dæmi um þetta má nefna að í kvikmyndinni sér Elling ekki sólina fyrir Gro Harlem Brundtland en Erling er aðdáandi Davíðs Oddssonar númer eitt. Erling er fjölfælinn og ofur- nákvæmur náungi sem þarf að hafa allt sitt á hreinu og eftir sínu höfði. Kalli Bjarni er aftur á móti þögla, sterka týpan sem á það þó til að taka æðisköst. Ari segir að það sé einvala lið sem komi að sýningunni: „Hildigunnur Þráinsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson og Skúli Gauta- son leika einnig í sýningunni. Benedikt Erlingsson leikstýrir, leikmyndin er eftir Axel Hallkel og Björn Bergsteinn Guðmunds- son sér um lýsingu.“ Íslandsmeistarar í leikstjórn og gríni Benedikt Erlingsson leikstjóri tekur undir það að hann fari fyrir einvala liði. „Ég er þarna með besta leikstjóra landsins og skemmtilegasta mann landsins þannig að ég er bara svona hjálp- armaður,“ segir Benedikt og vísar hér til þess að Stefán Jónsson, sem leikur Elling, fékk Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Kvetch og Jón Gnarr sem leikur Kalla Bjarna er margverðlaunaður grínisti. Norski rithöfundurinn Ingvar Ambjörnsen hefur skrifað þrjár bækur um Elling og það er óhætt að segja að persónur Ellings og vinar hans Kjell-Bjarne séu býsna vel saman settar þannig að leikar- anir sem takast á við þá hafa úr heilmiklu að moða og þegar vel tekst til er ekki hægt annað en að falla fyrir þeim og taka þátt í gleði þeirra og sorgum af heilum hug. Ambjörnsen verður einn gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík í september og fyrsta bókin hans um Elling er væntanleg í íslenskri þýðingu í haust. Benedikt segir söguna um Er- ling vera óskaplega fallega sögu um tvo fatlaða menn sem eru að glíma við normið. „Þeir eru að fást við einfalda hluti eins og að svara síma og fara út í búð. Þetta er fallegt, segir okkur eitthvað og er líka skemmtilegt.“ Benedikt sá myndina um Elling á sínum tíma en segist ekki hafa þorað að horfa á hana eftir að hann tók að sér að leikstýra verkinu en hefur þó ekk- ert að óttast þar sem Elling var upphaflega leikrit. Flakkað á milli Reykjavíkur og Akureyrar Sýningin Erling er samvinnu- verkefni Sagnar, framleiðslufyrir- tækis Baltasars Kormáks, og Leik- félags Akureyrar og verður sýnd jöfnum höndum í Loftkastalanum og Freyvangi á Akureyri. Þar verð- ur hún frumsýnd þann 11. septem- ber en verður svo sýnd í Loftkastal- anum tveimur dögum síðar. Benedikt segir að þetta fyrir- komulag sé flókið. „Þetta er nýtt konsept og það má segja að þetta verði Íslandssýning ef vel tekst til. Baltasar segir að þetta sé ekkert mál og ég geri bara það sem hann segir.“ thorarinn@frettabladid.is Erling glímir við hversdagsleikann Norska kvikmyndin um góðhjartaða einfeldninginn Elling sló í gegn fyrir tveimur árum. Myndin byggði á leikriti sem Hallgrímur Helgason hefur þýtt og staðfært. Verkið verður frumsýnt síðar í mánuðinum. BENEDIKT ERLINGSSON Leikstjórinn segir að aðalleikarinn, Stefán Jóns- son, sem kvartaði nýlega yfir því að hann fengi aldrei aðalhlutverk, sé maður til að standa undir sýningunni. „Það er krefjandi að starfa með honum enda er hann náttúrlega Íslands- meistari í leikstjórn og er byrjaður að leikstýra um leið og ég bregð mér frá.“ ARI MATTHÍASSON Er framkvæmdastjóri sýningarinnar. Verkið hefur verið staðfært og nú er aðalpersón- an ekki lengur aðdándi Gro Harlem Brundtland heldur Davíðs Oddssonar. ELLING Per Christian Ellefsen fór á kostum í hlut- verki Ellings í samnefndri kvikmynd en hafði áður leikið persónuna á sviði í Nor- egi. Einn frægasti aukaleikari landsins og leikstjóri ársins á síðustu Edduverðlaunum, Stefán Jónsson, mun spreyta sig á persón- unni í hlutverki Erlings sem verður sýnt jöfnum höndum í Reykjavík og á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.