Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 37
Fimmtán ára norskur ungling-ur, sem er 1,5 metrar á hæð,
lenti í fremur leiðinlegri lífs-
reynsu á fimmtudaginn eftir að
hafa reynt að fiska lykla sína
upp úr þvottavél. Pilturinn
klifraði inn í vélina með þeim af-
leiðingum að hann festist inni í
henni.
Kalla varð á slökkviliðið, sem
hafði aldrei séð neitt þessu líkt
áður. Pilturinn hafði verið fastur
í tromlunni í rúma klukkustund
þegar hringt var eftir hjálp.
Björgunarmaður stráksins
sagði þvottavélina í stærra lag-
inu og að hún hefði lóðrétta
tromlu sem hefði verið rétt tæp-
lega nógu stór fyrir hann að
klifra ofan í. Hann sagði að þeg-
ar slökkviliðsmenn komu á
svæðið hefði pilturinn verið orð-
inn mjög örvæntingarfullur.
Illa gekk að ná drengnum upp
úr vélinni og voru slökkviliðs-
menn ráðalausir í þó nokkurn
tíma þar til einum þeirra datt í
hug að smyrja sápu á drenginn.
Eftir það hreyfðu þér vélina til
þar til stráksi losnaði og rann út.
Til allra lukku reyndist hann
ómeiddur. ■
Madonna sendir nú skartgripitil hennar Britney Spears en
sú yngri segist ekki ætla að kyssa
kvenmann aftur. Madonna kyssti
víst ekki bara Britney heldur líka
Christinu Aguilera og báðar á
munninn.
Skartið sem Madonna sendi
Britney kostaði víst á aðra milljón
króna og í kortinu á þetta að hafa
verið þakkargjöf fyrir góða sam-
vinnu á verðlaunahátíð MTV.
Britney stendur samt fast á því
að þetta muni ekki gerast aftur:
„Við höfðum ekki æft kossinn en
ákváðum samt að gera þetta. Ég
vissi samt ekki að hann myndi
vara svona lengi,“ segir Britney.
Þetta var í fyrsta skipti sem hún
kyssir konu en Madonna hefur
aldrei leynt reynslu sinni á því
sviði og tekur þetta því ekki alveg
jafn nærri sér og hin 21 árs gamla
Britney Spears. ■
SUNNUDAGUR 7. september 2003
Skrýtnafréttin
K A R L A R
Fæst í apótekum
BÖRN OG ÞVOTTAVÉLAR
Börn virðast vaxa svo fljótt að það er ekk-
ert víst að þau komist aftur út úr þvotta-
vélum ef þau ná að troða sér inn.
Unglingur festist í
þvottavél
KOSSINN GÓÐI
Madonna er ánægð en Britney ætlar aldrei
að gera þetta aftur.
Madonna:
Ánægð með kossinn