Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16
Hverjar eru helstu áherslurnarí verkinu? „Fátt er hæpnara fyrir höfund en að gefa stórar yfirlýsingar um óskrifaðar bækur, en ég get auð- vitað sagt hvert hugurinn stefnir: Mig langar að svara spurningunni um það hvernig skáld verður til. Hvers vegna fær ungur piltur al- inn upp í sveit skammt frá þeim auma smábæ Reykjavík um þarsíðustu aldamót þá flugu í höfuðið að verða skáld, og kosta öllu til? „Og ég skal verða stór rithöfundur á heims- mælikvarða eða drepast! Hér er ekkert pardon og ekkert sem heitir að gefa eftir um h á r s b r e i d d , “ skrifar hann fyrri eiginkonu sinni 1931. Það sem merkilegast er: þetta tekst. Hvernig? Mér þætti ætlunar- verk bókar minnar heppn- ast ef þar er varpað ljósi á þessar spurning- ar.“ Hvað kemur fram í þinni bók sem hefur ekki komið fram áður? „Vonandi margt, og þess vegna kemur það heldur ekki fram áður.“ Liggur mikil gagnasöfn- un að baki þessu verki? „Um Halldór er til mikið magn af gögnum, eins og sagt er á skrif- stofumáli, engin spurn- ing. Og mörg þeirra stórfróðleg, sem vænta má. En það er ekkert gagn að gögnum ef maður vinnur ekki úr þeim, sorterar aðal- atriði frá aukaatrið- um; mestu skiptir hugsunin í verkinu. Í aldarfjórðung hef ég verið að glíma við Halldór og verk hans, hef skrifað tvær bæk- ur um hann auk rit- gerða og fyrirlestra. Kannski er maður að vona að sú umhugsun skili sér og geti orðið grunnur bókar minnar. Sem byggir um leið á ótal gögnum – og samtöl- um við fólk, því ævisögurit- arar eru að fást við raunverulegt fólk. Ekkert hefur orðið mér minnisstæðara en sá dagur sem ég sat með skáldinu á Gljúfra- steini fyrir 20 árum og ræddi verk hans: Þóttist muna flest betur en hann, en þó ekkert betur en það samtal síðar.“ Rýnt í einkabréf skáldsins Hver er kosturinn við að hafa samþykki ættingja til verksins? „Það er einhver meinloka í um- ræðunni að samstarf við fjöl- skylduna sé spurning um boð og bönn, samþykki og höfnun. Ég þarf ekki að bera skoðanir mínar undir einn eða neinn frekar en ég vil, eða leita samþykkis ættingja við mínum kenningum. Þetta er svona ámóta bull einsog þegar gefið er í skyn að ég sé að skrifa einhverja helgisögu. Aðrir menn hafa um árin verið mun drýgri í helgimyndasmíð en ég. Kosturinn við samstarfið við fjölskyldu skáldsins, Auði og Einar og dæt- urnar, er að ekkert núlifandi fólk þekkti Halldór betur, og þau búa auk þess yfir einstökum heimild- um um hann sem hvergi eru að- gengilegar. Þannig hefur Auður af elskusemi lánað mér margar möppur með einkabréfum skálds- ins – með hjálp þeirra kemst mað- ur nær manninum sjálfum, og get- ur um leið varpað nýju ljósi á verk hans og þankagang. Og Einar hefur sýnt mér þá vinsemd að leyfa mér að lesa bréf Halldórs til móður Einars og fyrri eiginkonu Halldórs, sem eru algerlega ómet- anlegar heimildir um líf hans og hugðarefni á árunum 1927-39. Það vantar mikið í ævisögu sem ekki styðst við þessi gögn. Því hugsa ég að það hljóti að teljast kostur að eiga samstarf við fjölskylduna. Sá sem skrifar ævisögu er að reyna að nálgast annan mann, ekki að auglýsa sjálfan sig.“ Hver er Laxness í þínum huga? „Með hugtaki Hallgríms Helgasonar: Höfundur Íslands. Fátt er skemmtilegra en að skoða hvernig Ísland skrifar Halldór, og hann skrifar Ísland. Og hafa um leið hliðsjón af evrópskri bók- menntasögu og átökum 20. aldar, sem réttilega hefur verið nefnd öld öfganna.“ Kafað eftir dýrstu perlunni Hverjir voru kostir hans og hverjir voru gallar hans? „Kostir hans, þeir sem gerðu hann að miklum höfundi, voru auðvitað um leið gallar hans: Köll- un hans sat alltaf í fyrirúmi, hvað sem gerðist skiptu skriftirnar alltaf mestu, aðrir hlutir urðu að mæta afgangi. Frægasti gagnrýn- andi Þjóðverja, Reich-Ranicki, segir í endurminningum sínum að hann hafi aldrei kynnst rithöf- undi, sem ekki hafi verið sjálf- hverfur – nema þá miðlungshöf- undi.“ Áttu samleið með Halldóri Laxness? „Í bók sem upphaflega var skrifuð 1924, Heiman eg fór, lýsir ein persóna lífshlaupi mannsins svo: „segja skoðunum almenníngs og kenníngum aldarinnar stríð á hendur, kalla alla logna hluti sanna og sanna hluti logna, og skygnast síðan út yfir veröldina frá hinu glæsta sjónarhorni ofur- menskunnar í nokkur ár ... áður en vér leggjumst í að kafa niður á hafsbotn eftir dýrstu perlunni.“ Ég vildi feginn eiga samleið með Halldóri, að minnsta kosti við köf- unina.“ Arfleifð Laxness og áhrif á sam- félagið – eru þau góð eða vond? „Rithöfundur hefur áhrif á samfélag sitt með orðum. Halldór Laxness hefur haft djúpstæð áhrif á hvernig við Íslendingar orðum hlutina og hugsum um okk- ur sjálfa í veröldinni, eflaust meir en nokkur höfundur eftir Snorra. Hann á stóran þátt í þeim búningi sem nútíma Íslendingar klæða hugsun sína í. Það er gaman að skoða þessi áhrif, og kemur kannski í öðru sæti að móralísera og flokka þau í vond og góð.“ Margar ævisögur um Lax- ness Eftirlætisbók þín eftir Laxness? „Vefarinn mikli frá Kasmír. Sannarlega eru til dæmis Sjálf- stætt fólk og Heimsljós sterkari bækur og betri ef hægt er að segja svo. Vefarinn hefur fjöl- marga augljósa galla. En það er í honum einhver dirfska, einhver kraftur, einhver ungæðislegur sjarmi sem gerir hana ómótstæði- lega. „Áðan flugu tveir svanir austur yfir. Veröldin er eins og svið, þar sem alt er í haginn búið undir mikinn saungleik“. Á þess- um orðum hefst ævintýri ís- lenskra nútímabókmennta.“ Sú sem þú ert síst hrifinn af? „Bókin Í austurvegi er tilþrifa- lítil blaðamennskubók um skipu- lagða ferð til Sovétríkjanna snemma á fjórða áratugnum. Ég fletti ekki oft upp í henni.“ Finnst þér óþægilegt að annar sé að skrifa söguna um leið og þú? „Margir hafa fengist við að skrifa um Halldór Laxness í gegn- um tíðina, sem betur fer, og ber þar Peter Hallberg hæst. Fyrsta ævisagan um hann var sett saman af Stefáni Einarssyni prófessor í Ameríku áður en Halldór varð þrítugur, þótt hún hafi reyndar aldrei komið út. Sú síðasta hefur fráleitt verið samin. Ég hefði val- ið mér annað viðfangsefni en Halldór Laxness ef ég vildi sitja einn að því.“ Áætlaður útgáfudagur bókarinnar? „Það get ég ekki sagt núna, en eins og segir í Sjálfstæðu fólki: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer alt einhvernveginn, þótt marg- ur efist um það á tímabili.“ kolla@frettabladid.is 16 7. september 2003 SUNNUDAGUR Höfum gaman, göngum saman. Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is Innifalið er eftirfarandi: Ganga tvisvar sinnum í viku, vikulegur fundur og vigtun, fitumæling, ummálsmælingar í upphafi og enda námskeiðs, ítarleg kennslugögn, matardagbók og fæðuleiðbeiningar, fræðsludagur og vatnsbrúsi. Ný nám skeið hefj ast 11. september. Gönguhópur Gauja litla Gönguhópurinn eru fyr ir fólk sem vill ekki inn á lík ams rækt ar - stöðvar. Þetta er í bland á taks nám skeið fyrir sál og líkama. Tveir gagnmerkir fræðimenn vinna um þessar mundir að sama verkefninu, hvor í sínu horni: Þeir sitja við og Þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Halldór Guðmundsson tóku sér tíma til að svara spurningum HALLDÓR GUÐMUNDSSON „Ekkert hefur orðið mér minnisstæðara en sá dagur sem ég sat með skáldinu á Gljúfrasteini fyrir 20 árum og ræddi verk hans: Þóttist muna flest betur en hann, en þó ekkert betur en það samtal síðar.“ Alls engin helgisaga Halldór Guðmundsson hefur glímt við verk nóbelskáldsins í aldarfjórðung og skrifað um hann tvær bækur og ritgerðir. Hann segir að verk sitt um skáldið verði ekki sveipað neinum helgiblæ heldur sé markmið hans að komast nær manninum sjálfum. HALLDÓR UM LAXNESS „Kostir hans, þeir sem gerðu hann að miklum höfundi, voru auðvitað um leið gallar hans: Köllun hans sat alltaf í fyrir- úmi, hvað sem gerðist skiptu skriftirnar alltaf mestu, aðrir hlutir urðu að mæta afgangi. Frægasti gagnrýnandi Þjóðverja, Reich-Ranicki, segir í endurminningum sínum að hann hafi aldrei kynnst rithöf- undi, sem ekki hafi verið sjálfhverfur – nema þá miðlungshöfundi.“ Það er einhver mein- loka í umræðunni að samstarf við fjölskylduna sé spurning um boð og bönn, samþykki og höfnun. Ég þarf ekki að bera skoðanir mínar undir einn eða neinn frekar en ég vil, eða leita samþykk- is ættingja við mínum kenn- ingum. Þetta er svona ámóta bull einsog þegar gefið er í skyn að ég sé að skrifa ein- hverja helgisögu. Aðrir menn hafa um árin verið mun drý- gri í helgimyndasmíð en ég. ,, Margir hafa fengist við að skrifa um Halldór Laxness í gegnum tíðina, sem betur fer, og ber þar Peter Hallberg hæst. Fyrsta ævisagan um hann var sett saman af Stefáni Einars- syni prófessor í Ameríku áður en Halldór varð þrítugur, þótt hún hafi reyndar aldrei kom- ið út. Sú síðasta hefur fráleitt verið samin. Ég hefði valið mér annað viðfangsefni en Halldór Laxness ef ég vildi sitja einn að því. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.