Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ FUNDIR  15.00 Bókmenntahátíð Reykjavík- ur verður sett í Norræna húsinu. Ókeypis verður inn á alla liði hátíðarinn- ar á með- an húsrúm leyfir. José Saramago og Thor Vilhjálmsson eru meðal þeirra sem munu ávarpa gesti en Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra setur hátíðina.  20.00 Bókmenntakvöld í Iðnó þar sem Hallgrímur Helgason, Emmanuel Carrere, Gerður Kristný, Per Olov Enquist og Yann Martel lesa upp úr verkum sín- um. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Haldnir verða tónleikar í Ný- heimum á Höfn í Hornafirði, þar sem listamennirnir Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Einar Jóhannesson klarínettu- leikari og Valgerður Andrésdóttir píanó- leikar flytja verk eftir Atla Heimir Sveins- son, Jón Ásgeirsson, Mozart, Puccini, McCabe og Gershwin.  20.00 Tríó Reykjavíkur heldur tón- leika í Hafnarborg. Hópurinn fagnar nú 14. starfsári sínu og samstarfi við Hafn- arborg, menningar og listastofnun Hafnafjarðar. Á efnisskránni verður tríó í e-moll eftir Joseph Haydn og tríó í C-dúr eftir Jóhannes Brahms. Að auki mun tríóið flytja „Out of the Gothic North“, píanótríó eftir John Speight.  20.00 Tónleikaröðin Tíbrá í Saln- um, Kópavogi, hefst með tónleikum Kristins Sigmundarsonar bassaleikara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Þeir félagar ætla að leika „Liederkreis op. 39“ og „Kernerljóðin op. 35“ eftir Robert Schumann. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Halldórs Hansen barnalæknis og tónlistarfrömuðar.  20.00 Dansiball til hálf tólf í kvöld í Ásgarði, Glæsibæ. ■ ■ UPPÁKOMUR  13.00 Útgáfuhátíð bókar um fót- boltafélagið Arsenal verður haldið á Húsa- vík á Sölku. Gleðin færist svo yfir á veiting- arstaðinn Alí á Akureyri upp úr kl. 18.00.  17.00 Útiguðsþjónusta verður við Þingvallabæinn með Þorvaldi Halldórs- syni og Margréti Scheving. Létt tónlist og gleðiríkt samfélag í óviðjafnanlegum helgidómi sjálfrar náttúrunnar.  21.00 Kvöldmessa verður í Hraun- gerðiskirkju í Flóa. Sr. Egill Hallgríms- son Skálholtskirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari. ■ ■ DANSSÝNINGAR  20.00 Nútímadanshátíð stendur yfir í Borgarleikhúsinu og í kvöld er sýning á sex sólódönsum. Markmið há- tíðarinnar er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starfandi dansarar og danshöf- undar kynna verk sín. Þeir sem standa að hátíðinni í ár eru meðal fremstu dansara og danshöfunda á Íslandi. Þau eru; Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Jóhann Freyr, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdóttir og Sveinbjörg Þór- hallsdóttir. ■ ■ LEIKHÚS  14.00 Lab Loki sýnir barnaleikritið Baulaðu nú... í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sýningin er ætluð börnum frá 3-9 ára. Það kostar 1.200 kall inn og miðapantanir eru í síma 590-1200.  16.00 Söngleikurinn Grease er sýndur í Borgarleikhúsinu. Í kvöld er uppselt en sýningum fer þó fækkandi. ■ ■ LISTSÝNINGAR  Sýningin „Safneignin og samtíminn“ í Listasafni Árnesinga er opin laugar- daga og sunnudaga milli 14.00 og 18.00. Síðasti sýningardagur er 21. sept- ember. Aðgangur er ókeypis.  Pétur Már Gunnarsson myndlistar- maður sýnir nú verk sitt í Gallerí Dvergi við Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Sýn- ing Péturs nefnist „Bréfasprengjur“ og má þar sjá borgaraleg vopn og ástarbréf, sem jafnframt eru til sölu. Sýningin er opin fimmtudag til sunnudags klukkan 17-19, til 14. ágúst.  Sjönn Har sýnir 45 ný málverk og vatnslitamyndir í Art Icelandic Gallery, Skólavörðustig 25 a. Opið virka daga. kl 12-18. laugard. kl. 12-16. sunnud. kl. 14- 18. Sýningin stendur til og með 14 sept- ember 2003. 34 7. september 2003 SUNNUDAGUR Þetta er ákveðin sjálfsskoðunhjá okkur öllum,“ segir Svein- björg Þórhallsdóttir dansari en hún er ein af sex danshöfundum sem flytja eigin sólóverk á Dance- festival 2003. „Við vorum nokkrir sjálfstætt starfandi dansarar sem ákváðum að taka höndum saman í fyrra og komum á fót þessari hátíð sem nú er haldin í annað sinn.“ Verkin eru öll ný af nálinni en verk Sveinbjargar kallast For I Am: „Þetta er tilvitnun úr ljóði sem ég fann í ljósmyndabók. Ég hafði mikið verið að hugsa um togstreit- una sem getur skapast á milli hlut- verkanna sem við leikum í lífinu. Ég er tveggja barna móðir og ég dansa, kenni og þríf og elda mat. Það getur auðvitað verið svolítið töff stundum og mér fannst þetta ljóð lýsa því sem ég hafði í huga,“ segir Sveinbjörg, sem hefur kennslu í nútímadansi við Listdans- skóla Íslands að aðalstarfi. Þeir sem standa að hátíðinni í ár eru meðal fremstu dansara og danshöfunda á Íslandi: „Ólöf Ing- ólfsdóttir samdi verk sem kallast The Secret Life of a Wallflower, en það fjallar um fólk sem er ósýnilegt. Það er veggfóður á sviðinu og í dansinum fellur hún alveg saman við veggfóðrið.“ Dansverkin voru öll frumsýnd í gær í Borgarleikhúsinu: „Mark- miðið með hátíðinni er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starf- andi danshöfundar kynna verk sín og koma sér á framfæri. Við stefnum að því að gera þessa hátíð að árvissum atburði,“ segir Svein- björg en dansverkin verða flutt á Nýja sviðinu kl. 20.00 í kvöld. ■ Kynntu þér verðið á www.raf.is NLP Námskeið Neuro - Lingustic - Programming Námskeiðið fer fram dagana 22. sept til 3. október kl. 18-22. Ekki er kennt helgina 27. og 28. sept. NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. Kennt er m.a.: -Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt. -Að skapa nýtt samskiptamál. -Að skapa þína eigin framtíð. -Að stjórna samtölum. -Að vekja snillinginn í sjálfum sér. -Að leysa upp neikvæðar venjur. -Að lesa persónuleika fólks. -Venjur til varanlegs árangurs. Upplýsingar í síma: 588 1594 Netfang: koe@islandia.is Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 SEPTEMBER Sunnudagur ■ DANS Dansandi tveggja barna móðir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR Dansar verk sitt For I am... í Borgarleikhúsinu í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.