Fréttablaðið - 27.09.2003, Page 6
6 27. september 2003 LAUGARDAGUR
■ Reykjavík
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77.11 -0.71%
Sterlingspund 128.03 -0.55%
Dönsk króna 11.91 -0.87%
Evra 88.5 -0.84%
Gengisvístala krónu 125,85 -0,39%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 417
Velta 4.690 milljónir
ICEX-15 1.818,8 0,36%
Mestu viðskiptin
Flugleiðir hf. 1.838.933.290
Össur hf. 364.860.517
Pharmaco hf. 188.307.518
Landsbanki Íslands hf. 137.901.962
Íslandsbanki hf. 93.646.000
Mesta hækkun
Hampiðjan hf. 9,09%
Fiskmarkaður Íslands hf. 7,89%
Össur hf. 6,06%
Grandi hf. 2,33%
Opin Kerfi Group hf. 2,11%
Mesta lækkun
Kögun hf. -2,40%
AFL fjárfestingarfélag hf. -0,55%
SÍF hf. -0,44%
Og fjarskipti hf. -0,36%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. -0,27%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.322,4 -0,2%
Nsdaq* 1.801,8 -0,8%
FTSE 4.157,1 -1,1%
DAX 3.313,6 -0,4%
NK50 1.323,4 -0,1%
S&P* 998,9 -0,4%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Á öskuhaugum hvaða bæjar voru 200riðuveikar kindur skotnar á dögun-
um?
2Hversu öflugur var jarðskjálftinn semskók japönsku eyjuna Hokkaido?
3Hvað verður Lárus Orri Sigurðsson,landsliðsmaður í fótbolta, lengi frá
vegna meiðsla?
Svörin eru á bls. 38
OLÍUMÁL Samkeppnisstofnun hefur
afhent Ríkislögreglustjóraembætt-
inu frekari gögn um meint sam-
keppnisbrot olíufélaganna. Jón H.
Snorrason saksóknari hjá efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra
segir að honum hafi borist mjög
mikið af gögnum til skoðunar.
Þessi gögn eru til viðbótar þeim
sem embættið fékk 9. september
eftir nokkrar deilur milli Sam-
keppnisstofnunar og Ríkislögreglu-
stjóra um hvernig standa ætti að
rannsókn málsins.
Ríkislögreglustjóri taldi að þau
gögn sem Samkeppnisstofnun hafði
áður afhent, væru ekki fullnægj-
andi til að meta hvort einstaklingar
hjá olíufélögunum hefðu gerst brot-
legir við lög.
„Við óskuðum eftir frekari gögn-
um og fengum þau. Við munum nú
fara yfir þau til að hægt sé að meta
hvort ákveðin atvik gefi ástæðu til
að hefja opinbera rannsókn. Mér
sýnist að nú getum við myndað okk-
ur heildarsýn yfir málið,“ segir
Jón. ■
Lýsa vilja til meiri
samskipta þjóðanna
Geir H. Haarde átti fundi með forseta, forsætisráðherra, fjármálaráðherra
og seðlabankastjóra Líbanon. Hafinn verður undirbúningur að tvísköttun-
ar- og fjárfestingarsamningi Íslands og Líbanon í kjölfar fundanna.
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, fjár-
málaráðherra, heimsótti Líbanon
á leið sinni frá fundum Alþjóða-
bankans og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í Dubai í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum.
Í Líbanon átti hann fundi með
forseta landsins, forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra auk
seðlabankastjóra. Geir segir að
þessir fundir hafi verið í senn
gagnlegir og fróðlegir og að á
fundunum hefði komið fram skýr
vilji hjá ráðamönnum í Líbanon til
þess að auka samskipti við Ísland
á sviðum viðskipta, bankastarf-
semi og ferðamennsku. „Þá kom
fram áhugi líbanskra stjórnvalda
á því að koma á gagnkvæmum
fjárfestingar- og tvísköttunar-
samningi,“ segir Geir. Hann segir
að vinna við undirbúning slíks
samnings muni hefjast á Íslandi í
kjölfar fundanna.
Heimsókn fjármálaráðherra til
Líbanon er fyrsta heimsókn ís-
lensks ráðherra en í ferðinni var
einnig Sverrir Haukur Gunn-
laugsson, sendiherra í London,
sem fyrstur íslenskra sendiherra
afhendir trúnaðarbréf sem sendi-
herra Íslands Líbanon. Geir segir
að Ísland hafi átt góð samskipti
við Líbanon á undanförnum ára-
tugum og að aðalræðismaður Ís-
lands í Líbanon hafi unnið mikið
og gott starf í þágu þeirra sam-
skipta. „Við höfum um rúmlega
þrátíu ára skeið notið góðs af frá-
bærum störfum aðalræðismanns
okkar, Francois Jabre, sem nýtur
miklis álits og virðingar í heima-
landi sínu,“ segir Geir.
Líbanon var áður ein helsta
bankamiðstöð heimsins en fimmt-
án ára borgarasyrjöld olli landi og
þjóð ekki aðeins mannfalli heldur
tafði hún einnig fyrir framþróun
landsins. „Ég hef mikla trú á því
að þetta land eigi góða framtíð
fyrir sér og að hér geti verið mörg
góð tækifæri fyrir íslensk fyrir-
tæki,“ segir Geir.
Geir segir það hafa vakið at-
hygli sína hve eindregið ráða-
menn í Líbanon aðhyllist mark-
aðs- og einstaklingsfrelsi en
valdahlutföll þar í landi markast
fyrst og fremst af trúarbrögðum
en ekki hugmyndafræði. Í sam-
komulagi við lok borgarastyrjald-
arinnar var samið um skiptingu
embætta á milli kristinna manna,
súnní múslima og shíta múslima.
thkjart@frettabladid.is
Vélsmiðja Suðurlands:
Yfirtekur Vél-
smiðju KÁ
SUÐURLAND Vélsmiðja Suðurlands
ehf. mun taka yfir allan rekstur Vél-
smiðju Kaupfélags Árnesinga (KÁ)
á Selfossi, Hvolsvelli og Þorláks-
höfn. „Ekki er gert ráð fyrir mikl-
um breytingum til að byrja með og
Vélsmiðja Suðurlands ehf. hefur
ráðið flesta starfsmenn Vélsmiðju
KÁ yfir í hið nýja fyrirtæki,“ segir í
tilkynningu verða starfsstöðvar
óbreyttar á Hvolsvelli og Þorláks-
höfn. Starfstöðin á Selfossi verður á
sama á meðan leitað er að framtíð-
arhúsnæði í bænum. Vélsmiðja Suð-
urlands er nýtt fyrirtæki í eigu
Skipalyftunnar ehf. í Vestmanna-
eyjum. ■
Húsavík:
Vonir um
álver 2008
STÓRIÐJA „Ef tímaplanið varðandi
orkuöflun gengur saman á næstu
vikum þá getur verið að verk-
smiðjan hefji rekstur árið 2008. En
þá verður allt að ganga eftir, „ seg-
ir Reinhard Reynisson, bæjar-
stjóri á Húsavík, um fyrirhugað ál-
ver Atlantsáls. Viðræður standa
um orkuöflun en óljóst er hvenær
hægt verður að útvega næga orku
fyrir fyrsta áfanga álversins sem
er miðað við framleiði 60.000 tonn
á ári.
Hann segir að ef orkuöflun
gangi eftir þá gæti áhrifanna strax
á árunum 2005 til 2007 þegar fram-
kvæmdir standi vegna virkjunar
orku og framkvæmda við álverið.
„Þetta verður bylting í atvinnu-
málum. Álverksmiðjan myndi
styrkja þjónustugrunni og opin-
berri þjónustu,“ segir Reinhard. ■
TJALDAÐ YFIR FLUGVÉLAR Einka-
hlutafélagið Sif á Seltjarnarnesi
vill reisa tjaldhýsi fyrir flugvélar
á Reykjavíkurflugvelli norðan
Hótels Loftleiða. Skipulagsyfir-
völd í Reykjavík eru að íhuga
hvort það verði leyft.
BÍLSKÚR DÆMDUR ÚR LEIK Hús-
eigandi í Laugarásnum má ekki
hafa bílageymslu við húsið þrátt
fyrir áður gefið samþykki skipu-
lagsyfirvalda og borgarráðs. Ná-
granni kærði framkvæmdina til
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála sem ógilti leyfið.
JÓN H. SNORRASON
Metur hvort ástæða sé til opinberrar rann-
sóknar í olíumálinu.
Ríkislögreglustjórinn fær gögn:
Heildarsýn yfir
olíumálið
HÚSAVÍK
Íbúar vonast
til þess að
álver leiði til
hagsældar.
GEIR ÁSAMT RAFIC HARIRI
Geir H. Haarde fundaði með Rafic Hariri, forsætisráðherra Líbanon,