Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 8
8 27. september 2003 LAUGARDAGUR En við? „Þetta þýðir það að ráðamenn í þessu þjóðfélagi munu í framtíðinni geta sagt nánast hvað sem er um bæði borgarana og fjöl- miðlamenn.“ Magnús Þór Hafsteinsson um sýknu sjávarút- vegsráðherra. Fréttablaðið, 26. september. Svívirðileg viðskipti „Það gengur einfaldlega ekki að innherjar gangi kaupum og söl- um. Þeir eru manneskjur.“ Ívar Páll Jónsson. Morgunblaðið, 26. september. £kki ráð nema... „Það gerist ekki oft að glænýr fréttaskýringaþáttur, sem gerð- ur er þremur dögum fyrir sýn- ingu, verður úreltur þremur dög- um eftir sýningu.“ Hilmar Karlsson um heimildaþátt um morðið á Önnu Lindh. DV, 26. september. Orðrétt SKATTAMÁL Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði, segir að bærinn muni að sjálfsögðu finna leiðir til að greiða Flugstöð Leifs Eiríksson- ar hf. þær 37 milljónir sem bær- inn innheimti fyrir mistök í fast- eignaskatta. Hins vegar þurfi nú að íhuga næstu skref í ljósi nið- urstöðu Hæstaréttar á fimmtu- dag. Hæstiréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, sem hafði dæmt Sandgerði í vil. Sig- urður segir að dómurinn sé vissulega mikið áfall en fagnar því þó að dómstólar hafi höggvið á hnútinn í deilu sveitarfélagsins og flugstöðvarinnar. Á hinn bóg- inn hafi greinilega orðið feikna- leg mistök hjá Fasteignamati rík- isins sem sagði fyrir um hvernig bærinn ætti að innheimta fast- eignaskatta af flugstöðinni. „Ef við hefðum þurft að innheimta lægri fasteignaskatta, hefðum við haft álagningarprósentuna hærri til að fá inn sömu skatt- tekjur af flugstöðinni,“ segir Sig- urður Valur. Hann hefur boðað til skyndifundar í bæjarstjórn í dag klukkan 11 til að fara yfir stöðuna. ■ Öflugur jarðskjálfti skók norðurhluta Japans JAPAN, AP Að minnsta kosti 323 slösuðust þegar snarpur jarð- skjálfti skók eyna Hokkaido í Jap- an snemma í gærmorgun. Raf- magn fór af 16.000 heimilum, far- þegalest fór út af sporinu og eldur kviknaði í olíutanki. Tveggja sjó- manna er saknað en talið er að flóðbylgjur hafi hrifið þá með sér. Skjálftinn, sem mældist 8,0 á Richter-kvarða, átti upptök sín í Kyrrahafi, um það bil 100 kíló- metra austur af eynni Hokkaido. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjöl- farið, sá öflugasti 7,0 á Richter- kvarða. Af öryggisástæðum var yfir 40.000 manns ráðlagt að yfir- gefa heimili sín. Nokkrar flóð- bylgjur skullu á ströndum eyjar- innar, eyðilögðu hafnarmannvirki og báru fiskibáta á land. Stærstu flóðbylgjurnar reyndust þó aðeins 1,3 metrar á hæð. Eyjarskeggjar voru flestir í fastasvefni þegar skjálftinn reið yfir. Flestir þeirra sem slösuðust urðu fyrir munum sem hrundu úr hillum eða skáru sig á glerbroti. Að sögn lögreglu hlutu aðeins um 25 alvarlega áverka. Einn maður slas- aðist þegar farþegalest með 39 manns innanborðs fór út af spor- inu. Verulega skemmdir urðu á mannvirkjum á eynni. Stórar sprungur mynduðust á vegum og þak flugturnsins í borginni Kosh- iro hrundi niður. Eldur kom upp í olíuhreinsistöð í borginni Toma- komai. Svartan reyk lagði yfir borgina þegar hátt í 30 milljónir lítra af hráolíu brunnu upp. Að sögn sérfræðinga er tjónið af völdum jarðskjálftans talsvert minna en búast hefði mátt við. Ástæðan er fyrst og fremst talin sú að skjálftinn átti upptök sín á hafi úti, um það bil 42 kílómetra undir sjávarbotni. Eyjan Hokkaido er auk þess með strjálbýlustu land- svæðum Japans. Jarðskjálftar eru mjög algengir í Japan og hafa margsinnis valdið gífurlegu manntjóni. Fyrr í þess- um mánuði var þess minnst að 80 ár voru liðin frá því að jarðskjálfti sem mældist 8,3 á Richter-kvarða jafnaði borgirnar Tókíó og Yoko- hama við jörðu. Að minnsta kosti 140.000 manns fórust í þessum hamförum. Árið 1995 reið jarð- skjálfti yfir borgina Kobe með þeim afleiðingum að 6.000 manns létu lífið. ■ Bæjarstjórinn í Sandgerði: Feiknaleg mistök hjá Fasteignamatinu SIGURÐUR VALUR ÁSBJARNARSON BÆJARSTJÓRI Boðaði til skyndifundar í bæjarstjórn til að fara yfir dóminn og næstu skref. Eldur á hjúkrunarheimili: Sjö vistmenn brunnu inni NASHVILLE, AP Sjö vistmenn létu lífið þegar eldur braust út á hjúkrunar- heimili í Nashville í Tennessee. Að sögn talsmanns slökkviliðsins voru 25 manns fluttir á sjúkrahús með brunasár og reykeitrun og eru flestir þeirra enn í lífshættu. Eldurinn kviknaði um miðja nótt þegar vistmenn voru flestir í fasta- svefni. Það tók slökkvilið um það bil klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en íbúarnir, sem margir hverjir eru rúmfastir, voru bornir niður stiga sem stillt var upp við veggi hússins. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn. ■ Á fjórða hundrað manns slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti skók norðurhluta Japans. Skjálftinn mældist 8,0 á Richter-kvarða og átti upptök sín á sjávarbotni. Íbúum í strandhéruðum var ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðbylgjum. VEGAKERFIÐ Í RÚST Umtalsverðar skemmdir urðu á vegakerfi eyj- arinnar Hokkaido þegar skjálftinn reið yfir. OLÍA BRENNUR Svartan reyk lagði frá olíuhreinsistöð í borginni Tomakomai. Að sögn yfirvalda brunnu yfir 30 milljónir lítra af hráolíu þegar eldur kom upp í einum tankinum. BÁTAR Á ÞURRU LANDI Fjöldi fiskibáta barst á land þegar flóð- bylgja skall á höfninni í bænum Toyokoro. Suu Kyi á batavegi: Áfram í stofufangelsi MJANMAR, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Mjanmar, hefur verið útskrifuð af sjúkra- húsi þar sem hún gekkst undir móðurlífsaðgerð fyrir rúmri viku. Suu Kyi verður áfram í stofufang- elsi á heimili sínu, að sögn læknis hennar Tin Myo Win. Suu Kyi hefur verið í haldi her- foringjastjórnarinnar á ótil- greindum stað síðan í lok maí. Hún var flutt á sjúkrahús í höfuð- borginni Yangon í síðustu viku til að gangast undir skurðaðgerð. Tin Myo Win hefur ekki viljað láta í té nákvæmar upplýsingar um veik- indi Suu Kyi en segir að hún sé á batavegi. ■ LÆKNIR SUU KYI Tin Myo Win segir að lýðræðissinninn Aung San Suu Kyi sé á batavegi. Ríkissáttasemjari: Skipað í næstu viku STJÓRNSÝSLA Skipað verður í emb- ætti ríkissáttasemjara og starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu í næstu viku. Fjórir sóttu um embætti ríkis- sáttasemjara. Talið hefur verið langlíklegast að Ásmundur Stefáns- son hagfræðingur verði ráðinn. Starf framkvæmdastjóra Jafn- réttisstofu losnaði eftir að fyrrver- andi framkvæmdastjóri fékk á sig dóm fyrir brot á jafnréttislögum vegna starfa sinna fyrir Leikfélag Akureyrar. Níu sóttu um. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.