Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 10

Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 10
Um helgina lýkur í Bankastrætisýningu á hugmyndum um uppbyggingu og umbætur í mið- borg Reykjavíkur. Það fór vel á því að hún opnaði um leið og end- urbætt Banka- stræti. Þar hafa breikkun gang- stétta, ný götulýs- ing og bekkir undir vegg gjörbreytt götumyndinni til hins betra. Báðum megin við Laugaveginn, í Skuggahverfinu og á Ölgerðarreitnum, eru nú byggingar- kranar. Stór- skemmtilegar íbúðir eru í upp- siglingu. Ekkert skiptir meira máli fyrir verslun í miðborginni en að íbúum fjölgi. Við Aðalstræti er risið nýtt hótel og verið er að leggja grunn að öðru. Því ber að fagna því ferðamenn eru bestu vinir veitingahúsalífsins. Margar hugmyndanna á mið- borgarsýningunni eru aðeins á umræðustigi. Kaffihús í Hljóm- skálagarðinum er afbragðs- hugmynd. Útilaug við Sundhöllina ekki síður. Og þannig mætti áfram telja. Raunar eru margar miðborgarhugmyndirnar það góð- ar að engin ástæða er til að láta þær bíða ef áhugasamir fjárfestar eru tilbúnir að fara af stað. Þar sem alvara er að baki á borgar- stjórn að leita sátta um skipulag og útfærslu þannig að ný mið- borgarverkefni bíði bygginga- krananna þegar öðrum sleppir. Göngugata í skjóli Andlitslyfting Grófarsvæðis- ins með uppbyggingu menningar- stofanna og endurgerð gamalla húsa hefur tekist vel. Þar má þó reka smiðshögg til að mynda lif- andi heild. Tækifærið í byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss þarf að nýta með skipulagi sem skapar og styrkir lifandi miðborgar- mannlíf. Um leið þyrfti að huga að bílastæðaflæminu við gafl Toll- hússins og umhverfinu norðan Hafnarstrætis. Það er til skamm- ar. Ingólfstorg, útitaflið, Lækjar- torg og Austurstræti eru jafn- framt viðvarandi vandræðareitir. Það hlýtur að mega gera ein- hverja þeirra hlýlegri og líflegri með gosbrunnum eða gagngerum breytingum. Ein frumlegasta hugmynd mið- borgarsýningarinnar gæti verið liður í því. Snúningur Hressingar- skálans og stækkun og flutningur Fógetagarðsins gætu opnað sólar- götu til suðurs í Austurstræti. Þar gætu verið kaffihús, verslanir og viðbygging við Hótel Borg í eilífu skjóli undan norðanvindinum. Betri hugmynd til að bæta borgar- braginn hef ég ekki heyrt síðan sagt var að í Nauthólsvík mætti útbúa baðströnd með hlýjum sjó, hreinsun og hugmyndaauðgi. ■ Það var gott að Hæstirétturskyldi sýkna Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra af kæru Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um ærumeiðingar. Að vísu var frekar ódýrt af dómurunum þremur að sýkna, ekki síst á grundvelli þess að Árni hefði alls ekki verið að tala um Magnús Þór í hinu alræmda við- tali við litlu sjón- varpsstöðina í Vest- mannaeyjum, held- ur hefði hann verið að meina frétta- stofu Ríkissjón- varpsins. Auðvitað var Árni að tala um Magnús Þór! Það var meira að segja líka frekar ódýrt af Árna að færa þetta fram sem vörn í málinu, hann átti auðvitað að standa hikstalaust við sín orð en ekki hlaupa svona hálfpartinn með þau í felur á þennan hátt. Með því að sýkna Árna m.a. á grundvelli þess að spjótum sínum hefði hann beint að frétta- stofunni en ekki Magnúsi Þór, þá er eins og Hæstiréttur sé dálítið að víkja sér undan ábyrgð á að taka afstöðu til þess hvort sjálf ummæli Árna hafi verið þess eðl- is að dæma ætti hann fyrir æru- meiðingar. Þetta er að vísu ekki eina ástæðan sem Hæstiréttur færir fram fyrir sýknu Árna en þó svo veigamikil í rökstuðningi rétt- arins að nú hlýtur maður að spyrja hvort Árni hefði verið sak- felldur af Hæstarétti ef frétta- stjóri Ríkissjónvarpsins hefði ákveðið að fara í mál fyrir hönd sinnar fréttastofu. Það hefði þó vonandi ekki orðið niðurstaðan í Hæstarétti. Um- mæli Árna Mathiesens um „svið- settar fréttir“ voru vissulega að- finnsluverð. Hann spyrti saman frétt Ríkissjónvarpsins um brott- kast á fiski (sem allir vita að er staðreynd) og einhverjar tilbúnar fréttir á Stöð 2 og Washington Post. Spurði svo sjálfan sig hvort maður ætti héðan í frá alltaf að spyrja sig þegar maður sæi frétt í Sjónvarpinu hvort þetta væru al- vörufrétt eða bara lygi. „Ekki mjög gáfulegt“ Þetta var – ja, hvernig er best að orða það kurteislega? Þetta var EKKI MJÖG GÁFULEGT kemst líklega nærri því. Og þetta var líka verulega dónalegt í garð bæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og fréttastofu Sjónvarpsins. Það er líka rétt hjá Magnúsi Þór að auð- vitað skipti máli að það var hvorki meira né minna en ráðherra í sjálfri ríkisstjórn Íslands sem lét þessi ummæli falla. Jafnvel þó svo það hafi verið Árni Mathiesen. Ráðherrar bera vissu- lega þyngri ábyrgð en flestir aðr- ir í þessu samfélagi, bæði með orðum sínum og gerðum, og eitt af því sem þeir borga fyrir ráðherra- stóla sína er að gera sér grein fyr- ir þessari ábyrgð. Því var út af fyrir sig mjög skiljanlegt að Magnúsi Þór skyldi sárna mjög þau orð sem Árni tíndi út úr munni sér í viðtalinu í Eyjum. En í þeim EKKI MJÖG GÁFULEGA samspyrðingi Árna Mathiesens á gjörólíkum málum og þeim EKKI MJÖG GÁFULEGU dylgjum og þeim EKKI MJÖG GÁFULEGA dónaskap, þá fólust samt ekki ærumeiðingar sem falla undir dómstóla. Ekki að minni hyggju. Það er rétt stefna hjá dómstól- um landsins að undanförnu að fara mjög gætilega í því að dæma menn fyrir meiðyrði sem falla í opinberri umræðu. Því er það, þótt fáránlegt megi virðast, rétt hjá Árna Mathiesen að það telst vera sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu að þetta fálmkennda hnoð hans utan í þarna sko Magnúsi Þór og hérna fréttastofu Sjónvarpsins skuli ekki teljast refsivert að lög- um. Á hinn bóginn – ef stjórnmála- menn ættu sér siðareglur, eins og ýmsar fagstéttir í þessu landi, þar á meðal blaða- og fréttamenn, þá myndi ég líta svo á að Árni Mathiesen hefði í viðtalinu í Eyj- um brotið þær reglur og brot hans teldist alvarlegt. Því ætti hann að fara varlega í að monta sig um of af niðurstöðu Hæstaréttar. Og líta á málið sem áminningu um að gæta tungu sinnar framvegis – jafnvel þótt ýmislegt sé heimilt að segja án þess að vera beinlínis dæmdur af hinu opinbera fyrir meiðyrði og ærumeiðingar. Sviðsetningar stjórnmála- manna Má ég að lokum benda á að mér þótti alltaf svolítið fyndið þegar stjórnmálamenn og sér í lagi ráð- herrar voru að fjargviðrast yfir því að frétt Sjónvarpsins um brottkastið kynni að hafa verið „sviðsett“? Engin stétt manna hef- ur nefnilega meiri reynslu af því að „sviðsetja fréttir“. Dugir að minna á allt það skúespil sem alltaf er sett upp rétt fyrir kosn- ingar og felst í að ráðherrar svið- setja fjárveitingar til jarðganga- gerðar, menningarhúsa og þar fram eftir götunum. Að ekki sé minnst á þegar línuívilnunin var sviðsett í vor. ■ Hinar djúpu haustlægðir hófuáætlunarferðir sínar til Ís- lands helgina 20. og 21. september og fóru í þakplötu-frisbí við björgunarsveitarmenn. Mánudaginn 22. birtust niður- stöður úr könnun sem greina frá því hvernig jafnréttismálum er háttað hérna í okkar góða þjóðfé- lagi. Í ljós kom að um 80% ábyrgðar- og stjórnunarstarfa eru skipuð körlum, en hins vegar hafa konur örugga forystu á sviði þjón- ustu- og ræstingastarfa og má jafnvel tala um að konur einoki þessi starfssvið þar sem þeim hefur tekist að sölsa undir sig um 84% starfa. Einnig kom í ljós að íslensk piltbörn eiga fremur á hættu að verða skólastjórar held- ur en meybörn, því að 81% skóla- stjóra í framhaldsskólum eru karlar þótt konur séu í öruggum meirihluta á kennarastofum og við gangahreingerningar. Á mánudagskvöld fór hópur ungmenna í Reykjavík í heimsókn á heimili pilts í Breiðholti og náði að leggja heimilið í rúst á einung- is 5 mínútum og hafði þó ekki önn- ur áhöld til verksins en hafna- boltakylfur, hnífa og berar hend- urnar, og hafa sumir áhyggjur af því að æskulýðurinn gerist full- galsafenginn. Þriðjudaginn 23. birti Gallúp niðurstöður úr fjölmiðlakönnun. Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir Íslendingar nota daglega. Þetta má lesa út úr fjölmiðlakönn- un Gallups þegar meðallestur, meðaláhorf og meðalhlustun ís- lensku fjölmiðlanna eru borin saman. Fréttablaðið trónir á toppnum með 68% meðallestur og Ríkissjónvarpið fylgir á eftir með 65% meðaláhorf. Nokkuð bil er í næstu miðla en Stöð 2 og Morgunblaðið deila þrið- ja sætinu með 50% meðaláhorf og -lestur. Og enn er nokkuð bil í næsta hóp. Rás 2 mælist með 33% meðalhlustun, Bylgjan kemr þar á eftir með 30%, þá Rás 1 með 28%, Skjár Einn með 25% meðaláhorf og loks DV með 22% meðallestur. Þessum fréttum var vel tekið á Fréttablaðinu, en betur má ef duga skal. Miðvikudaginn 24. gagnrýndu fulltrúar Landlæknisembættisins og Manneldisráðs Atkins-matar- kúrinn sem margir Íslendingar eru á. Aðstoðarlandlæknir segir að kúrinn brjóti í bága við allar þekktar kenningar um heilsusam- legt mataræði. Annar megrunar- kúr sem lengi tíðkaðist í Breiða- fjarðareyjum mun til dæmis vera bæði hollari og árangursríkari en Atkins-kúrinn, en Breiðfirðingar héldu sér í toppformi öldum sam- an með því að borða einungis sel- spik og suðusúkkulaði. Fimmudag 25. og föstudag 26. sleppti sænska lögreglan grunuð- um manni úr gæsluvarðhaldi og handtók annan í staðinn, en mann- úðlegt þykir að láta menn skiptast á um að sitja í fangelsi. ■ 10 27. september 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þakkir til Harðar Torfasonar G. Salbjörg Friðriksdóttir skrifar: Hörður hefur verið með haust-tónleika í Reykjavík í 27 ár og brá ekki út af vana í haust. Tveir stórgóðir tónlistarmenn voru hon- um til aðstoðar, þeir Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson. Í upphafi tónleikanna og í lok þeirra var Hörður einn á sviðinu, söng og sagði sögur. Hún var góð sagan um barnavagnaverksmiðjuna og fólk þurrkaði sér um augun ýmist af hlátri eða gráti. Ást, kærleikur og friður voru þema þessara tónleika. Þrátt fyrir það komst Hörður ekki hjá því að spila óskalög sem þykja ómissandi. Eftirminnileg lög sem hann spilaði einn voru m.a. Neista- flug og Laufey. Sá hluti tónleikanna þar sem Hörður naut liðveislu Vilhjálms og Þóris var stórkostlegur. Það fór um mig hrifningarstraumur þegar lög- in „Ís og eldur“, „Úlfurinn“ og „Sáð- menn söngvanna“ voru spiluð. Eftir tónleikana kom í ljós að a.m.k. tveimur okkar hafði dottið það sama í hug, hversu gaman væri að heyra fallegustu lögin hans Harðar í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar með öllum þeim hljóðfærum sem hún hefur á að skipa. Því miður heyrast lög Harðar allt of sjaldan í útvarpi. Til að kynn- ast lögum hans þarf annað hvort að kaupa diskana hans eða fara á tón- leika. Margir gera hvort tveggja. Í hléinu hitti ég mann sem fór hálf- nauðugur á tónleikana en varð svo hrifinn að hann keypti alla diska sem voru til sölu. Ég held að séu eftirtaldir hæfi- leikar lagðir saman; leikur, leik- stjórn, söngur, lagasmíði, textar, hljóðfæraleikur og sviðsframkoma leiki enginn vafi á að Hörður er einn allra besti og fjölhæfasti listamaður okkar Frónbúa og eigum við þó marga góða. Ég er strax farin að hlakka til næstu tónleika. Líklega orðin háð þeim. Kærar þakkir Hörð- ur! ■ Um daginnog veginn ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um nýfallinn sýknudóm Hæsta- réttar er varðar um- mæli Árna Mathie- sen í garð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um tillögur að breytingum í miðborginni. Árni og tjáningarfrelsið ■ Bréf til blaðsins MIÐBORGARTILLÖGUR Snúningur Hressingarskálans og stækkun og flutningur Fógetagarðsins gætu opnað sólar- götu til suðurs í Austurstræti. Þar gætu verið kaffihús, verslanir og viðbygging við Hótel Borg í eilífu skjóli undan norðanvindinum. Æskufjör, selspik og jafnréttismál ■ Betri hugmynd til að bæta borgarbraginn hef ég ekki heyrt síðan sagt var að í Nauthólsvík mætti útbúa baðströnd með hlýjum sjó, hreinsun og hugmynda- auðgi. ■ ...ef stjórnmála- menn ættu sér siðareglur, eins og ýmsar fag- stéttir í þessu landi, þar á meðal blaða- og fréttamenn, þá myndi ég líta svo á að Árni Mathiesen hefði í viðtalinu í Eyjum brotið þær reglur og brot hans teld- ist alvarlegt. Því ætti hann að fara varlega í að monta sig um of af niður- stöðu Hæsta- réttar. Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ rifjar upp fréttir liðinnar viku. Tækifæri og torg í miðborginni Verslunin í Húsinu - Kringlunni, s. 551 5080 20-50% afsláttur Tilboð af öllum vörum verslunarinnar fram til 30. september

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.