Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 19
19LAUGARDAGUR 27. september 2003
! "
#
"
$$
! %
!
" #$% &&'(()%*
!
& '
(
) '+,-./,0
*
(
#
(
*
(
+
$
12334$0
%
#
(
% .%5"
,'$ ##
(
-)
&676
67+6 766
3766
676
76
Af hverju heiti ég Hringur?Jahhh, vegna þess að mamma
mín gaf mér þetta nafn og pabbi
vildi það,“ segir Hringur Haf-
steinsson, margmiðlunarmeistari
hjá Gagarín. Hann kemur af fjöll-
um þegar þessi spurning er ann-
ars vegar og hefur greinilega
aldrei gengið á foreldra sína og
heimtað svör.
Nafnið Hringur var frekar
sjaldgæft þegar Hringur var að
vaxa úr grasi þó færst hafi í vöxt
að börnum sé gefið það. „Eini
maðurinn sem ég vissi um í þá
daga var Hringur heitinn Jóhann-
esson listmálari. Þannig tengdist
ég honum órjúfanlegum andleg-
um böndum án þess að hafa
nokkurn tíma hitt manninn.“
Merking nafnsins liggur í aug-
um uppi: Hringur eða baugur.
Hringurinn er náttúrlega hið full-
komna form og Hringur telur að
þeir sem nafnið bera séu traustir
menn – kannski svoldið drykk-
felldir. „Heitir hann ekki Hring-
ur, róninn á hjólinu? Nú, svo má
segja að merkingin sé samheldni,
sem á vel við mig og hinar póli-
tísku skoðanir mínar.“
Þrátt fyrir að nafnið sé fágætt
slapp Hringur vel við stríðni þeg-
ar hann var strákur. „Ég var ekki
fórnarlamb eineltis ef þú ert að
fiska eftir því. Það var miklu
frekar að ég nyti athygli vegna
nafnsins og mér líkaði það vel.
Upp að tólf ára aldri var ég
reyndar á stundum kallað-
ur Hringur – giftingar-
hringur. Barnahúmor-
inn klikkar ekki. Nú,
og Hringavitleysa
hjá stærðfræðikennaranum – allt
mjög jákvætt og fínt og mér þyk-
ir vænt um þetta nafn.“
Þegar Hringur var ungur að
árum fengu eldri bræður hans
gælunöfn, Þorvar var kallaður
Þobbi og Hafsteinn Haffi. „Ég
vildi náttúrlega líka og reyndi um
tíma að láta kalla mig Higga – en
Hringsnafnið virðist svo traust að
ekki festist það nú við mig. Enda
þetta Higgi alveg fáránlegt, ég sé
það núna.“
Það verður vart skilið við
Hring og hugleiðingar um hið
ágæta nafn hans án þess að nefna
hinn heimsþekkta nafna hans,
sjálfan Ringó Starr. „Já, ég ein-
hvern veginn áttaði mig ekki á
þessu fyrr en Stuðmenn komu
með lagið Hringur og bítlagæslu-
mennirnir. Ég er þó ekki Ringó-
maður líkt og Jón Óskar, elsti
bróðir minn, heldur er það
Lennon – að sjálfsögðu.“ ■
■ Nafnið mitt
HRINGUR
HAFSTEINSSON
Þegar hann var strák-
ur vildi hann vera
eins og eldri bræð-
ur sínir, fá gælu-
nafn, og reyndi
að fá menn til
að kalla sig
Higga. En það
gekk ekki,
Hringsnafnið
var traust...
„Enda þetta
Higgi alveg
fáránlegt,
ég sé það
núna.“
Hringavitleysa og
giftingarHringur
HÖFUM OPNAÐ KÖKUHÚS Í KÓPAVOGI
Hefur þú smakkað
parísurnar okkar
tilboð um helgina
Kökuhúsið Auðbrekku 2
Kópavogi, s 554 2708
einnig tilboð
á litlum tertum