Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 22
Ritstjóri hinnar öflugu og blóm-legu barna- og unglingabóka-
útgáfu Máls og menningar er Sig-
þrúður Gunnarsdóttir. Hún segir
útgáfuna þetta árið einkennast af
vönduðum bókum sem séu mjög
ólíkar innbyrðis.
Fyrir krakka eins til fimm ára
koma út fallegar myndabækur
með stuttum texta. Brian Pilk-
ington sendir frá sér bókina
Mánasteinar í vasanum, sem er
litrík og skemmtileg saga um litla
stelpu sem á leynivin sem er
dreki. Nokkuð langt er síðan Anna
Cynthia Leplar sendi frá sér bók
en nú kemur bókin Ég vildi að ég
væri, um hund sem veit ekki hvað
hann vill. Klippimyndabókin Egg-
ið er eftir Áslaugu Jónsdóttur,
„afar listræn og falleg bók,“ segir
Sigþrúður. Björk Bjarkadóttir
sendir frá sér spennandi sögu fyr-
ir minnstu krílin, Leyndarmálið
hennar ömmu. Til viðbótar fyrir
þennan aldurshóp er þýdd bók,
Greppikló, sem Þórarinn Eldjárn
þýðir listilega. Bókin hefur notið
mikilla vinsælda um allan heim og
fjallar um skrímslið Greppikló
sem músin nær að leika á.
Sögur með myndum
Ævintýrið um Augastein er hug-
ljúf jólasaga sem Felix Bergsson
skrifar og Halla Sólveig Þorgeirs-
dóttir myndskreytir en hún vakti
mikla athygli í fyrra fyrir mynd-
skreytingar sínar við Engil í vest-
urbænum. Sagan segir frá jóla-
sveinunum sem sitja uppi með lítið
barn og vita ekki hvað þeir eiga að
gera við það. „Þetta er eiginlega
sagan af því þegar jólasveinarnir
hættu að hrekkja og fóru að gefa í
skóinn,“ segir Sigþrúður.
Framhald verður á hinum
geysivinsælu bókum um Benedikt
búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugs-
son. Nýja bókin heitir Höfuðskepn-
ur Álfheima og er afar dramatísk
saga. Sigrún Eldjárn sendir frá sér
Týndu augun. „Þetta er skemmti-
leg og spennandi saga, húmorískur
sögumannsstíll Sigrúnar er þarna í
sinni tærustu mynd og myndirnar
eru nokkuð ólíkar þeim sem við
höfum áður séð frá henni,“ segir
Sigþrúður.
Skáldsögur fyrir börn og
unglinga
Fyrir nokkrum árum skrifaði
Unnur Þóra Jökulsdóttir tvær
ferðasögur sem nutu mikilla vin-
sælda. Nú sendir hún frá sér
fyrstu barnabók sína, Eyjadís.
„Þetta er fantasíusaga um stelpu
sem leggur upp í mikla leit, bregð-
ur sér meðal annars í höfrunga-
gervi og syndir í sjónum,“ segir
Sigþrúður.
Kristín Helga Gunnarsdóttir er
einn vinsælasti barnabókahöfund-
ur landsins. Strandanornir er ný
bók þar sem hún vinnur út frá ís-
lensku galdraöldinni og fer með
sögumenn sína úr nútímanum
norður á Strandir. Í sögumiðju eru
tvær stelpur, tíu og tólf ára, og
rammgöldrótt amma þeirra og
þær lenda í ýmsum galdramálum.
„Kristín Helga vinnur mjög
skemmilega með atburði og sögu
sem krakkar hafa ekki mikið kom-
ist í tæri við. Þetta er hörkuspenn-
andi bók fyrir alla fjölskylduna,“
segir Sigþrúður.
Axel Gunnlaugsson er á allt
öðrum slóðum í bók sinni Eldgos í
garðinum sem fjallar um Vest-
mannaeyjagosið. Axel flúði sjálf-
ur Eyjar í gosinu og segir hér sína
sögu af gosinu, flóttanum í land og
verunni þar og biðinni löngu eftir
að komast aftur til Eyja. Þetta er
þroskasaga stráks sem er tólf ára
þegar gosið hefst.
Teiknimyndasaga og
Madonna
Útgáfa íslenskra teiknimynda-
sagna hefur verið lítt áberandi
síðustu árin en Ingólfur Örn
Björgvinsson og Embla Ýr Báru-
dóttir hafa unnið teiknimynda-
sögu upp úr Njálu. Blóðregn – sög-
ur úr Njálu hefst á Njálsbrennu.
Sagan er mótuð innan forms
teiknimyndasögunnar, persónum
fækkað mjög og atburðir settir
fram í myndum frekar en orðum.
Barnabækur Madonnu verða
tvær á þessu ári en hún hefur í
huga að skrifa alls fimm bækur.
Ensku rósirnar komu út á dögun-
um og er mest selda barnabók vik-
unnar, og 10. nóvember kemur
Eplin hans Peabodys.
Á slóð skepnunnar er ævintýra-
saga sem gerist í frumskógum
Suður-Ameríku og er eftir Isabel
Allende. Bókin er bæði fyrir börn
og fullorðna. Gallabuxnaklúbbur-
inn eftir Ann Brashares er vinsæl
amerísk þroskasaga fjögurra
stelpna sem er nýkomin út.
Auga Óðins er safn smásagna
sem sjö höfundar unnu upp úr
norrænni goðafræði. Síðan er ver-
ið að hefja endurútgáfu á hinum
sívinsælu Múmínálfabókum og
Vetrarundur í Múmíndal kemur út
á næstunni. Ömmusögur, hinn 70
ára klassíker Jóhannesar úr Kötl-
um, kemur einnig út fyrir jólin.
kolla@frettabladid.is
22 27. september 2003 LAUGARDAGUR
BÓK VIKUNNAR
The Gospel According to Jesus Christ eftir
José Saramago.
Þessi stórmerkilega skáldsaga
Saramago kom út árið 1991 þegar
höfundurinn var tæplega sjötugur.
Hún olli gríðarlegum deilum,
meðal annars í portúgalska þing-
inu. Sjö árum síðar fékk Sara-
mago Nóbelsverðlaunin. Hér er
sögð saga Jesú Krists, sem er
sonur Guðs en um leið maður
með mannlegar þrár og langanir.
Einnig fjallar bókin um trú, til-
gang og tilvist Guðs. Sambland af
töfrum, goðsögnum og hörðu
raunsæi, í bland við húmor.
Meistaraverk.
■ Bókatíðindi
METSÖLU-
LISTI
BÓKABÚÐA
MÁLS OG
MENNINGAR
Allar bækur
1. Óvinurinn. Emmanuel Carrére
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza
4. Spútnik-ástin. Haruki Murakami
5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
6. Stjórnun á tímum hraða og breyt-
inga. Þórður Víkingur Friðgeirsson
7. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi
8. Röddin. Arnaldur Indriðason
9. Sagan af Pí. Yann Martel
10. Líkami fyrir lífið. Bill Philips
Skáldverk
1. Mýrin. Arnaldur Indriðason
2. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza
3. Spútnik-ástin. Haruki Murakami
4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
5. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi
6. Röddin. Arnaldur Indriðason
7. Sagan af Pí. Yann Martel
8. Blinda. José Saramago
9. Lovestar. Andri Snær Magnason
10. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar
17. - 23. september
METSÖLU-
LISTI
BÓKABÚÐA
EYMUNDS-
SONAR
Allar bækur
1. Óvinurinn. Emmanuel Carrére
2. Stjórnun á tímum hraða og breyt-
inga. Þórður Víkingur Friðgeirsson
3. Angurgapi. Magnús Rafnsson
4. Sagan af Pí. Yann Martel
5. Almanak HÍ. Háskóli Íslands
6. Láttu ekki smámálin í ástinni.. Ric-
hard Carlson & Kristine Carlson
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza
9. Ekið um óbyggðir. Jón G. Snæland
10. Röddin. Arnaldur Indriðason
Skáldverk
1. Sagan af Pi. Yann Martel
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Skuggaleikir. Jose Carlos Samoza
4. Röddin. Arnaldur Indriðason
5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
6. Spútnik-ástin. Haruki Murakami
7. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
8. Elling - Paradís í sjónmáli. Ingvar
Ambjörnse
9. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
10. Ár hérans. Arto Paasilinna
METSÖLUBÆKUR BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR
17. - 23. SEPTEMBER
■ bækur
Ég er alltaf með margar bæk-ur í takinu og ónýtur maður
ef ekki eru allmargar ljóðabæk-
ur í kringum mig,“ segir Sig-
mundur Ernir Rúnarsson sjón-
varpsmaður um lesefni sitt um
þessar mundir. „Núna er ég á
kafi í ljóðasafni Matthíasar Jo-
hannessen og svíf um á mjúkum
skýjum fyrir vikið. Þess utan er
ég líka að fletta alls kyns bókum
um tungumálið. Íslensk tunga er
mín ástríða og ég hef einsett
mér að kynnast henni betur.
Það má segja að ein bók hafi
alltaf fylgt mér í huganum.
Það er ævisaga Stefans
Zweigs, Veröld sem
var. Ef ég þyrfti að
fara með eina bók á
eyðieyju yrði hún fyr-
ir valinu vegna þess að
þetta er sú bók sem
hefur sennilega haft
mest áhrif á mig. Hún
er skyldulesning allra
hugsandi manna.
Einhver snjall-
asti alda-
speg-
ill sem skrifaður hefur verið og
Zweig er einhver magnaðasti
höfundur síðustu aldar.
Þegar ég er ekki að lesa eftir
aðra er ég að reyna að setja eitt-
hvað saman sjálfur. Maður les
auðvitað mjög mikið eftir
sjálfan sig og stundum
finnst mér það of
mikið vegna þess
að það getur verið
hættulegt. Maður
verður að fá góða
fjarlægð á það sem
maður skrifar og þá
er gott að grípa í eitt-
hvað annað.“ ■
SIGMUNDUR ERNIR
RÚNARSSON
„Ég er ónýtur
maður ef ekki
eru allmargar
ljóðabækur í
kringum
mig.“
Mál og menning sinnir yngri kynslóðinni rækilega um þessi jól:
Gróska í barnabókum
NJÁLA SEM TEIKNIMYNDASAGA
Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir hafa unnið teiknimyndasögu upp úr
Njálu. Hér gefur að líta sýnishorn úr bókinni.
SIGRÚN ELDJÁRN
Ný barnabók eftir hana, Týndu augun, þyk-
ir skemmtileg og spennandi.
KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR
Galdrar koma mjög við sögu í bókinni
Strandanornir eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur.
Ný ævisaga leikarans AlecGuinness er á leiðinni og höf-
undurinn er Piers Paul Reid.
Guinness skrifaði á sínum tíma
þriggja binda endurminningar
sínar sem þykja skemmtilegar af-
lestrar en gefa litla mynd af
manninum sjálfum. Í hinni nýju
ævisögu kemur fram að eiginkona
Guinness hafði ætlað sér að skrifa
bók um stormasamt hjónaband
þeirra, en hún lést áður en hún gat
komið því í verk. Fyrir ári síðan
kom út opinská ævisaga um
einkalíf leikarans eftir Garry
O’Connor. Þar var því haldið fram
að Guinness hefði margoft sýnt
eiginkonu sinni kulda og niður-
lægt hana fyrir framan vini
þeirra og skipt sér lítið af syni
þeirra, sem
hann taldi mis-
heppnaðan. Á
unga aldri átti
Guinness í ást-
arsamböndum
við karlmenn
og seinna á æv-
inni vaknaði á
ný áhugi hans á
karlmönnum.
Höfundur hinn-
ar nýju ævi-
sögu hefur fundið bréf sem eigin-
kona Guinness sendi umboðs-
manni eiginmanns síns skömmu
eftir dauða hans þar sem hún
fjallar um tilfinningakulda manns
síns og vonda framkomu í sinn
garð og sonarins. ■
ALEC GUINNESS
Ýmislegt í fari hans
vekur áhuga ævi-
sagnaritara.
Flett ofan af
Guinness
Skyldulesning
hugsandi manna
Það má segja að ein
bók hafi alltaf fylgt
mér í huganum. Það er ævi-
saga Stefans Zweigs, Veröld
sem var.“
,,
Ein þeirra ævisagna sem spáð er
góðu gengi fyrir jólin er ævisaga
Vilhjálms Stefánssonar landkönn-
uðar, eftir Gísla Pálsson mann-
fræðiprófessor. Gísli hefur rann-
sakað Vilhjálm um árabil og með-
al annars komist í einkabréf og
ýmis áður ókunn gögn og kemur
þá margt forvitnilegt í ljós.
Ástamál Vilhjálms munu til
dæmis hafa verið afskaplega
fjölskrúðug. Um það efni hefur
aldrei verið fjallað með jafn
opinskáum hætti og í bók Gísla
þar sem afkomendur „Ofur-
eskimóans“, eins og Vilhjálmur
var kallaður, stíga fram í fyrsta
sinn.
OPINSKÁ SAGA „OFURESKIMÓANS“