Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 29
LAUGARDAGUR 27. september 2003
1X2
– einn sjálfval,
takk!
fiA‹ ER TVÖFALDUR
RISAPOTTUR Í ENSKA BOLTANUM
fiú fer› bara á
næsta lottósölusta›
og segir:
– e›a tippar á netinu.
A›eins 10 kr. rö›in.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
1
0
3
9
6
•
s
ia
.i
s
FÓTBOLTI „Við gerum okkur grein
fyrir því að þær mæta grimmar
til leiks eftir leikinn heima,“ sagði
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-
landsliðs kvenna. „Það er kannski
erfitt að spila við þær strax aftur.
En við mætum í leikinn af fullum
krafti og ætlum okkur þrjú stig.“
Íslendingar leika gegn Pólverj-
um í Bydgoszcz í dag í und-
ankeppni Evrópukeppni kvenna-
liða en fyrir tveimur vikum sigr-
uðu Íslendingar 10-0 í leik liðanna
á Laugardalsvelli. „Pólverjar
skiptu um þjálfara eftir leikinn
heima. Það getur ekki annað verið
en að þeir fari yfir sinn leik og
reyni að loka á okkar sóknarleik.
Ég geri ráð fyrir að þær verði
skipulagðari en þær voru í síðasta
leik. Nýju fólki fylgja breyting-
ar,“ sagði Helena.
Þrír leikmenn koma inn í ís-
lenska hópinn að nýju og ætti lið-
ið að vera sterkara en fyrir tveim-
ur vikum. „Í síðasta leik höfðum
við ekki Guðrúnu Gunnarsdóttur,
sem hefur verið meidd, og Edda
Garðarsdóttir og María Björk
Ágústsdóttir komust ekki vegna
anna í skóla. Hópurinn er orðinn
stærri og við höfum úr fleiri að
velja.“
Ísland er í efsta sæti riðilsins
með sjö stig eftir fjóra leiki en
Rússar hafa sjö stig eftir þrjá leiki.
Frakkar hafa sex stig eftir tvo
leiki. Íslendingar leika við Ung-
verja ytra í vor og Frakka og
Rússa á heimavelli næsta sumar. ■
FÓTBOLTI Stjórn Manchester
United hefur farið fram á að fá
myndbandsupptöku af atvikinu
þegar leikmönnum United og
Arsenal lenti saman í deildarleik
um síðustu helgi. Stjórnin vill
komast að því hvort Ryan Giggs
og Cristiano Ronaldo þurfi að
svara til saka en hún telur að leik-
mennirnir séu saklaus fórnar-
lömb leikmanna Arsenal.
United hefur einnig farið fram
á skýringar á ummælum Arsene
Wenger, knattspyrnustjóra
Arsenal, þegar hann sagði að
framherjinn Ruud Van Nistelrooy
væri svindlari. ■
Leikmenn United:
Saklaus
fórnarlömb
UPPÞOT
Leikmönnum Manchester United og
Arsenal lenti saman í og eftir leik liðanna
um síðustu helgi. Stjórn United segir sína
menn saklausa.
Evrópukeppni kvennalandsliða:
Ætlum okkur
þrjú stig
PÓLLAND - ÍSLAND
Dóra María Lárusdóttir skorar tíunda mark Íslendinga gegn Pólverjum.
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS
Þóra Björg Helgadóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Olga Færseth
Edda Garðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði)
Hólmfríður Magnúsdóttir
Erla Hendriksdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Íris Andrésdóttir
Laufey Ólafsdóttir
Varamenn:
María Björg Ágústsdóttir, Erna B. Sigurðar-
dóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Embla Grét-
arsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir.
FÓTBOLTI FH og ÍA mætast í dag í
áttunda sinn í bikarkeppninni.
Skagamenn hafa haft betur í fyrri
viðureignum liðanna, hafa unnið
fjóra leiki, einn endað með jafn-
tefli en Fimleikafélagið vann
tvisvar.
Fyrsti leikurinn var á Akranesi
árið 1965 og unnu heimamenn 3-0.
Matthías Hallgrímsson skoraði
tvívegis en Eyleifur Hafsteinsson
einu sinni.
Liðin skildu jöfn síðast þegar
þau áttust við í undanúrslitum
bikarkeppninnar árið 2000.
Skagamenn höfðu betur í víta-
keppni og urðu bikarmeistarar
það ár. ■
Fyrri leikir FH og ÍA:
Sagan með
Skagamönnum