Fréttablaðið - 02.10.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 02.10.2003, Síða 1
FJÁRLÖG Gert er ráð fyrir 6,4 millj- arða afgangi af fjárlögum ársins 2004 sem Geir H. Haarde fjár- málaráðherra kynnti í gær. Ekki er búist við neinum tekjum af sölu Landssímans á árinu. Geir sagði að nýtt hagvaxtarskeið væri að hefjast en spáð er 3,5% hagvexti á næsta ári. Geir kynnti áætlun í efnahags- málum fyrir kjörtímabilið sem bendir til mjög góðrar afkomu næstu þrjú árin. Hann segir að svigrúm gefist til að lækka skatta í samræmi við loforð ríkis- stjórnarflokk- anna frá kosn- ingunum í vor. Þannig sé gert ráð fyrir því að skattar verði lækkaðir um 20 milljarða á ár- unum 2005- 2007. Lækkun á t e k j u s k a t t i verður rædd í tengslum við kjarasamningana í vetur. Þá er gert ráð fyrir þriggja milljarða framlagi til sértækra verkefna á árunum 2005-2007, meðal annars til að hækka barna- bætur. Ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir því í sínum áætlunum að Norðurál verði stækkað. Hins vegar sagði fjármálaráðherra í gær að ef ákveðið yrði að stækka álverið yrði tekið tillit til þess í stjórn ríkisfjármálanna. Nánar á síðu 8. úr íslandi í dag í ísland í gær Snorri Már Skúlason: ▲ SÍÐA 39 Kominn á Þjóðminjasafnið MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudögum 80% 53% 23% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V VILL AUKIN FRAMLÖG TIL ÞRÓ- UNARHJÁLPAR Forseti sagði við setn- ingu Alþingis að lág framlög til þróunar- hjálpar gætu orðið Ís- lendingum til álits- hnekkis samhliða auknum ábyrgðar- störfum á alþjóða- vettvangi. Sjá síðu 4. GAGNRÝNIR LEKA TIL FJÖL- MIÐLA Forsætisráðherra átelur fréttastofu Stöðvar 2 fyrir frétt um stefnuræðu sína sem lekið var til stöðvarinnar. Hann segir þingmann hafa lekið ræðunni. Sjá síðu 2. ÍSINN BROTINN Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að áþreifanlegur árangur hafi náðst í launadeilu starfsmanna við Kárahnjúka. Samráðsnefnd fundaði með Þórarni V. Þórarinssyni, lög- fræðingi Impregilo, í gærkvöldi. Sjá síðu 2. TÓLF MILLJARÐA FRAMKVÆMD Nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús kostar 12,4 milljarða króna. Talið skila hagnaði á fyrsta ári. Stefnt er að opnun hússins í árslok 2008. Sjá síðu 10. STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐ- HERRA Davíð Oddsson forsætisráð- herra flytur stefnuræðu stjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á Al- þingi í kvöld. Ræðunni verður sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu og hefst útsend- ing klukkan 19.50. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VIÐVÖRUN Mjög hvasst verður á Vest- fjörðum síðdegis í dag og á Norður- og Austurlandi í kvöld. Þá kólnar um allt land síðdegis. Skaplegra veður verður í Reykja- vík. Sjá síðu 6. uppáhaldsborgin ● barnavænt í kaupmannahöfn Sjóræningjar og gullnar strendur ferðir o.fl. Ferðasagan: ▲ SÍÐUR 24 & 25 tískan í mílanó ● hattar alltaf í tísku Gjöf frá eigin- manninum tíska o.fl. Uppáhaldsskartgripurinn: ▲ SÍÐUR 22 & 23 2. október 2003 – 239. tölublað – 3. árgangur Dregið verður úr framkvæmdum samkvæmt fjárlögum ársins 2004: Skila 6,4 milljarða afgangi HÆSTIRÉTTUR Í fyrramálið tekur Hæstiréttur fyrir mál öryrkja gegn íslenska ríkinu. Þar er þess krafist að staðið verði við fyrri dóm Hæstaréttar þar sem úrskurðað var að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka þeirra. Málið olli á sínum tíma mikilli pólitískri ólgu enda féllst rétturinn á að ríkið hefði brotið á rétti öryrkja. Ný lög voru sett á Alþingi þar sem kveðið var á um að kröfur eldri en fjögurra ára væru fyrnd- ar. Þessu vilja öryrkjar ekki una og telja að lagasetning geti ekki kveðið á um afturvirkni. Það vekur sérstaka athygli að dómurum í málinu hefur verið fjölgað í sjö í stað fimm sem dæmdu í máli öryrkja árið 2000. Öryrkjar undrast þetta vegna þess að fyrst og fremst sé um það að ræða að þeirra mati að réttur- inn svari því hvort hann var að fallast á dómkröfu þeirra. „Þessi fjölgun mun óhjá- kvæmilega auka mjög á þá um- ræðu sem nú þegar er í fullum gangi um skipun og samsetningu Hæstaréttar. Í lýðræðislegum réttarríkjum er ekki lengur um það deilt að bakgrunnur og lífsaf- staða hefur mikil áhrif á túlkun laga og niðurstöður dóma. Hér á landi hefur aftur á móti verið í gangi þykjustuleikur þar sem reynt hefur verið að loka alveg augunum fyrir því hvaða pólitísku öfl hafa ráðið mestu um val hæstaréttardómara,“ segir Garð- ar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags Íslands. „Fjölgun dómaranna úr fimm í sjö er ekki aðeins athyglisverð í ljósi árása forsætisráðherra á réttinn og landsfundarályktunar Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig vegna þess að hér er fyrst og fremst um það að ræða að rétt- urinn svari því hvort hann var að fallast á dómkröfu okkar eða senda valdsherrunum vinsamleg tilmæli um að draga aðeins úr stjórnarskrárbroti sínu. Til að svara þessari meginspurningu ættu þeir sem kváðu upp dóminn ekki að þurfa neina sérstaka að- stoð,“ segir Garðar. „Málið er þó sem betur fer þannig vaxið og vel undirbúið að það væri bjarnar- greiði ef Hæstiréttur gengi gegn fyrri dómi sínum, því þá yrði okk- ur ekki stætt á öðru en að fá Mannréttindadómstólnum í Strassborg málið til endanlegs úr- skurðar.“ rt@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Áhlaup á Vesturbakkanum: Leiðtogi Jihad handtekinn JERÚSALEM, AP Ísraelskir hermenn handtóku einn af leiðtogum palest- ínsku samtakanna Íslamskt Jihad í flóttamannabúðum á Vesturbakkan- um. Fjórtán aðrir Palestínumenn voru færðir til yfirheyrslu. Herinn notaði tvær herþyrlur og á þriðja tug skriðdreka og brynvarinna bíla þegar áhlaup var gert á búðirnar snemma morguns. Fjögur fjölbýlis- hús voru rýmd á meðan Bassam Saadi var leitað en að sögn vitna faldi hann sig undir kyrrstæðum bíl. Saadi hefur verið í forsvari fyrir Jihad á Vesturbakkanum um nokk- urt skeið. Hann hafði verið eftir- lýstur af ísraelskum yfirvöldum í tvö ár. Tveir synir hans féllu í skot- bardögum við ísraelskar hersveitir á síðasta ári. ■ GENGIÐ TIL ÞINGS Alþingi var sett í gær. Þar kynnti Geir H. Haarde fjármálaráðherra fjárlögin og ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar ykju framlög sín til þróunarhjálpar. Öryrkjar tilbúnir að fara til Strassborgar Fjölskipaður Hæstiréttur tekur fyrir seinni lotu öryrkjamálsins í fyrramálið. Formaður Öryrkjabanda- lagsins undrast fjölgun dómara úr fimm í sjö. Hótar að fara fyrir Mannréttindadómstólinn tapi öryrkjar. GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra kynnti í gær áætlun í efnahagsmálum fyrir kjörtímabilið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.