Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 6
6 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Afríka
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 75,99 -0,11%
Sterlingspund 126,15 -0,78%
Dönsk króna 11,96 0,03%
Evra 88,85 0,05%
Gengisvísitala krónu 125,22 -0,36%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 276
Velta 12.498 milljónir
ICEX-15 1.812,7 -0,23%
Mestu viðskiptin
Landsbanki Íslands hf. 1.674.347.934
Íslandsbanki hf. 691.985.809
Sjóvá-Almennar hf. 356.984.658
Mesta hækkun
Landsbanki Íslands hf. 0,96%
Pharmaco hf. 0,35%
Kaldbakur hf. 0,24%
Mesta lækkun
Líf hf. -10,20%
Össur hf -1,87%
Og fjarskipti hf. -1,44%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.406,1
1,4%
Nasdaq* 1.812,7 1,4%
FTSE 4.169,2 1,9%
DAX 3.314,8 1,8%
NK50 1.320,8 0,1%
S&P* 1.008,0 1,2%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað kostar einn vetnisvagn eins ogStrætó bs. er að fara að taka í notk-
un?
2Hvaða flokkar ætla að biðja um aðAlþingi láti rannsaka undirbúning og
framkvæmd alþingiskosninganna í vor?
3Hvað heitir fyrrverandi þjálfari Fylk-is, sem sagt hefur verið upp störfum?
Svörin eru á bls. 38
Litlar efndir
Impregilo
Flestir aðilar sem einhver samskipti eiga við verktakafyrirtækið
Impregilo eru sammála um að forsvarsmenn þess komi af fjöllum þegar
kemur að stífum lögum og reglugerðum eins og gilda hér á landi.
KÁRAHNJÚKAR „Við vonum að þess-
ar aðgerðir okkar virki þannig að
bragarbót verði gerð á stöðu mála
uppi við Kárahnjúka,“ sagði Lárus
Bjarnason, sýslumaður á Seyðis-
firði, en við eftirlit lögreglu þar
um helgina kom í ljós að talsvert
vantaði upp á að lögum og reglu-
gerðum væri fylgt eftir.
„Við höfðum heyrt orðróm
þess efnis að ekki væri allt með
felldu varðandi öku- og vinnutæki
á svæðinu. Það var ástæða þess að
við fórum á staðinn og í ljós kom
að margir starfsmennirnir voru
ekki með tilskilin leyfi á þær
vinnuvélar sem þeir störfuðu á.
Alvarlegast var þó vörubíll hlað-
inn sprengiefni, sem stóð á víða-
vangi og allir höfðu aðgang að.
Þessir aðilar sem standa að fram-
kvæmdunum virðast hafa gert sér
afar litla grein fyrir því hversu
lög og reglugerðir eru hörð hér á
landi.“
Lárus sagði að undir venjuleg-
um kringumstæðum þyrfti að
hafa lögregluþjóna á vinnusvæði
Impregilo í fullu starfi en slíkt
væri ekki mögulegt eins og staðan
væri. „Ég hef óskað eftir fleiri
lögregluþjónum og bifreiðum til
að hafa eftirlit með Kárahnjúka-
svæðinu en engin svör hafa enn
borist frá ráðuneytinu.“
Ómar Þ. Björgólfsson, um-
dæmisstjóri Vinnueftirlits ríkis-
ins á Austurlandi, sagði að ráðgert
væri að halda námskeið í krana-
stjórnun fyrir starfsmenn
Impregilo. „Flestir aðrir sem
starfa við vélar og tæki á svæðinu
eru með réttindi erlendis frá og
þau gilda hér á landi.“
Fleiri eftirlitsaðilar á Austur-
landi bera Impregilo slæma sög-
una. Helga Hreinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Austurlands, sagði að þar á bæ
væri fólk mjög farið að lengja eft-
ir aðgerðum á Kárahnjúkasvæð-
inu. „Impregilo hefur fengið fresti
á fresti ofan til að færa ýmislegt til
betri vegar en efnin hafa verið lít-
il. Fyrir milligöngu Landsvirkjun-
ar var skotið á fundi með æðstu yf-
irmönnum Impregilo á vinnusvæð-
inu og við sömdum um ákveðið
verklag varðandi framhaldið. Það
ferli er nýfarið í gang og nú reynir
á hvort það gengur.“
Helga sagði að ekki væri um
stórvægileg vandamál að ræða
heldur væri fyrst og fremst um
almenn atriði að ræða. „Það er
margt smávægilegt sem færa má
til betri vegar.“
albert@frettabladid.is
FLUTNINGABÍLL RAKST Á RÚTU 21
maður lést og að minnsta kosti 42
slösuðust þegar rúta lenti í árekst-
ri við flutningabíl á hraðbraut í
Simbabve. Að sögn lögreglu reyn-
di ökumaður fólksbifreiðar að
taka fram úr rútunni með þeim
afleiðingum að flutningabílstjór-
inn varð að sveigja til hliðar.
BORGARASTRÍÐIÐ Í BÚRÚNDÍ
Stjórnarhermenn og uppreisnar-
menn í Búrúndí drápu 466
óbreytta borgara og nauðguðu 36
konum og stúlkum á fyrstu sex
mánuðum ársins, að því er fram
kemur í skýrslu búrúndískra
mannréttindasamtaka. Talið er að
yfir 200.000 manns hafi fallið síð-
an borgarastríð braust út í land-
inu fyrir tíu árum.
BRUNI Eldur kviknaði í íbúðarhúsi
við Íshússtíg í Keflavík í fyrrinótt.
Húsið skemmdist nokkuð af völd-
um eld og reyks. Tveir íbúar voru
sofandi í húsinu þegar eldurinn
kom upp. Þá sakaði hvorki af völd-
um elds né reyks. Rýma þurfti
næsta hús vegna reyks á meðan
slökkvistarf stóð yfir.
„Ég var sofandi uppi á lofti þeg-
ar Andrew vinur minn sem svaf á
neðri hæðinni vakti mig. Ég fór út
um gluggann og niður á þak sem er
undir glugganum og stökk niður,“
segir Lester Garden um flóttann
úr brennandi húsinu. Lester Gard-
en og Andrew Lamont eru frá
Skotlandi en starfa við fiskverkun
í Keflavík og hafa búið hér á landi
í tólf og þrettán ár.
Lester þakkar Söru Feyen, ná-
grannastúlku þeirra félaga, fyrir
að ekki fór verr. Hún vaknaði um
nóttina við að kötturinn hennar var
farinn og sá eldinn þegar hún fór
út til að leita hans. Hún náði að
vekja Andrew, sem gerði Lester
viðvart. Lester segir eldinn hafa
komið upp í herbergi Aarons, son-
ar Andrews. Hann hafi hins vegar
verið heima hjá kærustunni sinni
þegar eldurinn kom upp. Hann
segir herbergið hafa verið illa
brunnið og nánast allar eigur Aar-
ons hafi orðið eldinum að bráð.
Lester segir eld og reyk hafa
verið nánast um allt hús en mestar
skemmdir eru næst upptökunum.
Honum finnst ólíklegt annað en að
húsið verði rifið, það hafi verið
gamalt fyrir og sé óíbúðarhæft eft-
ir brunann. ■
Eldsvoði í Keflavík:
Komst úr
brennandi húsi
ÍSHÚSSTÍGUR Í KEFLAVÍK
Lester Garden þurfti að fara út um glugga til að forða sér frá eldi og reyk.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Hafnfirðingar:
Selja hlut
sinn í OR
SVEITARSTJÓRNIR Hafnarfjarðarbær
hefur selt tæplega 1 prósents hlut
sinni í Orkuveitu Reykjavíkur til
fyrirtækisins sjálfs fyrir rúmar 346
milljónir króna.
Sveitarstjórnir sem aðild eiga að
sameignarfélaginu Orkuveitu
Reykjavíkur þurfa að samþykkja
viðskiptin og hefur borgarráð
Reykjavíkur þegar gert það. Samn-
ingur sem Orkuveitan og Hafnar-
fjarðarbær gerðu í september 2001
um lögn og rekstur hitaveitu í
Hafnarfirði heldur áfram gildi.
Miðað við kaupverð er Orkuveitan
öll nú metin á um 36,7 milljarða. ■
KÁRAHNJÚKAR
Fjölmargir opinberir aðilar gera margvíslegar athugasemdir við starfsemi Impregilo við
Kárahnjúka.
Flokksþing
Verkamannaflokksins:
Íraksstríðið
ekki rætt
ENGLAND, AP Andstæðingar Íraks-
stríðsins létu í sér heyra á flokks-
þingi breska
Verkamannflokks-
ins þrátt fyrir að
Tony Blair, for-
s æ t i s r á ð h e r r a ,
hefði neitað þeim
um formlegar um-
ræður um málið.
„Það var logið að
okkur varðandi
gereyðingavopnin“ sagði Alice Ma-
hon, þingmaður flokksins.
Nokkrir meðlimir Verkamanna-
flokksins lögðu fram neyðartillögu
þess efnis að hernaðaraðgerðir
gegn Írökum hefðu verið órétt-
mætar og kalla skyldi breskar her-
sveitir heim frá Írak. Tillagan var
ekki tekin til umfjöllunar á flokks-
þinginu en andstæðingar Íraks-
stríðsins fengu tækifæri til að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi í almennum umræðum um ut-
anríkismál. ■
TONY BLAIR
Vildi ekki ræða
Íraksstríðið.