Fréttablaðið - 02.10.2003, Page 12

Fréttablaðið - 02.10.2003, Page 12
12 2. október 2003 FIMMTUDAGUR AFMÆLI FAGNAÐ Kínversk herstöð í Hong Kong opnaði dyr sínar fyrir almenningi í gær í tilefni af því að 54 ár voru liðin frá stofnun kínverska alþýðulýðveldisins. Þessi unga stúlka fékk aðstoð hermanns við að munda hríð- skotariffil. SVEITARSTJÓRNIR Borgarráð hafnaði í gær tillögu Ólafs F. Magnússon- ar um að lýsa „áhyggjum sínum af margendurteknum brotum á kjarasamningum og eðlilegum leikreglum í samskiptum verk- taka við verkafólk vegna virkj- anaframkvæmda við Kára- hnjúka“. Í stað tillögu Ólafs sameinuð- ust fulltrúar R-lista og Sjálfstæð- isflokks um tillögu Alfreðs Þor- steinssonar um að fela borgar- stjóra að óska eftir upplýsingum frá forstjóra Landsvirkjunar um stöðu framkvæmda við Kára- hnjúka og starfsmannamálin: „Í því sambandi leggur borgarráð áherslu á að rétt sé staðið að mál- um og gildandi reglur á vinnu- markaði séu virtar“. Í tillögu Ólafs hafði hins vegar sagt að vinnubrögðin við Kára- hnjúka væru óvönduð. Óverjandi væri að þau einkenndust af virð- ingarleysi fyrir verkafólki og við- teknum leikreglum: „Borgarráð krefst þess að úr þessu verði bætt hið fyrsta, enda til vansa fyrir Reykjavíkurborg að staðið sé að framkvæmdum sem hún á stóran hlut í með áðurgreindum hætti.“ Ólafur, sem er áheyrnarfulltrúi fyrir F-lista í borgarráði, sagði greinilegt af tillögu borgarfull- trúa R-lista og D-lista að þeir veigruðu sér við að gagnrýna vinnubrögðin við Kárahnjúka. ■ BRETLAND Tvær breskar konur sem óskuðu eftir því að fá að nota frysta fósturvísa gegn vilja fyrr- verandi maka sinna töpuðu mál- inu fyrir hæstarétti. Konurnar íhuga að áfrýja málinu til áfrýj- unardómstóls eða vísa því til Evrópudómstóla. Dómarar úr- skurðuðu að eyða bæri fósturvís- unum en það verður þó ekki gert fyrr en áfrýjunarferlinu er lokið. Natallie Evans og Lorraine Hadley ákváðu að fara með mál sín fyrir rétt þrátt fyrir að í lög- um sé kveðið á um að báðir aðilar verði að samþykkja geymslu og notkun á fósturvísum sínum. Dómarinn Justice Wall sagðist hafa samúð með málstað kvenn- anna en ítrekaði að hann væri bundinn af lagabókstafnum. Wall benti á að það væri hlutverk þingsins að taka ákvörðun um það hvort rétt væri að gera breytingar á lögunum um fóstur- vísa. Konurnar hafa lagt áherslu á að í fósturvísunum felist þeirra eina von um að eignast barn og með því að banna þeim að nota þá sé verið að brjóta á rétti þeirra. Þær benda enn fremur á að hefðu þær orðið barnshafandi með eðli- legum hætti hefðu makar þeirra ekki getað bannað þeim að eign- ast börnin. Evans lét frysta fósturvísa áður en hún gekkst undir krabba- meinsmeðferð fyrir nokkrum árum. Skömmu síðar lauk sam- bandi hennar við kærastann Howard Johnston. Evans varð ófrjó í kjölfar meðferðarinnar og vildi fá að nota frystu fósturvís- ana. Johnston lagðist alfarið gegn því og krafðist þess að þeim yrði eytt. Hadley hefur einnig átt við frjósemisvandamál að stríða og lenti hún í sams konar aðstæð- um þegar hún skildi við eigin- mann sinn. Fyrrverandi makar Evans og Hadley fögnuðu úrskurði hæsta- réttar. Að sögn lögfræðinga þeirra kæra þeir sig ekki um að eignast börn með konum sem þeir slitu samvistum við fyrir mörgum árum. „Johnston vonar að Evans muni finna aðra leið til að uppfylla óskir sínar um að eignast fjölskyldu“ sagði lögmað- urinn James Grigg. ■ Samkynhneigður leikari: Aftur í sjónvarp SEOUL, AP Þremur árum eftir að suður-kóreska leikaranum Hong Suk-chon var bannað að koma fram í sjónvarpi vegna samkyn- hneigðar sinnar snýr hann aftur í sjónvarp, nú í hlutverki samkyn- hneigðs hönnuðar. Endurkoma leikarans í sjón- varp þykir til marks um að sam- kynhneigðir mæti ekki jafn mikl- um fordómum og mismunum og áður. „Ég veit ekki með eldra fólk en það virðist vera minni and- staða meðal fólks gagnvart sam- kynhneigðum en áður,“ sagði Jung Yol, forstöðumaður samtaka sam- kynhneigðra í Seúl. ■ ÞJÓÐHÁTÍÐ Tugir þúsunda söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar til að fagna þjóðhá- tíðardegi Kína. Ný lög um giftingar: Úreltar regl- ur afnumdar PEKING, AP Yfirvöld í Kína hafa gert breytingar á lögum um gift- ingar sem gera Kínverjum kleift að ganga í hjónaband án þess að fá leyfi vinnuveitenda sinna. Lögin gengu í gildi á þjóðhátíð- ardegi Kínverja og hafði fjölda hjónavígsla verið frestað fram að þeirri stundu. Um allt land voru haldin fjöldabrúðkaup og langar raðir mynduðust við opinberar skrifstofur sem gefa út hjúskap- arvottorð. Með nýju lögunum var jafn- framt afnumin sú regla að pör yrðu að gangast undir læknis- skoðun áður en þau fengju að eig- ast. Hér eftir þurfa hjón heldur ekki leyfi vinnuveitenda til að skilja. ■ NEYTENDUR Samkvæmt viðhorfs- rannsókn sem Gallup fram- kvæmdi fyrir Neytendasamtökin vegna hækkunar Orkuveitu Reykjavíkur á orkuverði í ágúst kemur í ljós að 85% aðspurðra finnst hækkunin ósanngjörn. Hækkunin var mjög umdeild en forsendur hennar voru fyrst og fremst betra árferði. „Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart,“ sagði Alfreð Þor- steinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Það segir sig sjálft að enginn er ánægður með hækkanir af neinu tagi. Ég held hins vegar að fólk hafi ekki áttað sig á því hversu lítil þessi hækkun er. Hún er ekki nema tvö hundruð krónur á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það er jafn mik- ið og strætófargjald aðra leiðina.“ Jóhannes Gunnarsson segir að rökin fyrir hækkun á gjaldskrá Orkuveitunnar séu haldlaus. „Okkar krafa er að þessi hækkun verði dregin til baka hið fyrsta. Það er fyrst og fremst þessi rök- leysa sem gerir neytendum gramt í geði eins og þessi könnun gefur til kynna.“ Alfreð sagði ekki á döfinni að endurskoða þessa ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar. ■ PÁFI Ávarpaði 12.000 manns í gær. Jóhannes Páll páfi II: Virkaði árvakur VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi II mætti í vikulegan áheyrnartíma sinn í gær, degi eftir að einn nán- asti ráðgjafi hans lýsti áhyggjum af því að heilsufar páfa væri orð- ið mjög slæmt. Það vakti spurn- ingar um hvort heilsutap páfa væri meira en sjá mætti af hrör- leika hans. Í áheyrnartímanum í gær sagði páfi að hann myndi heimsækja helgan stað í Pompeii í næstu viku, „ef guð leyfir“. Páfinn virk- aði árvakur og las ræður sínar á fjölda tungumála. ■ Hryðjuverkamaður: Biður um miskunn BALÍ, AP Ali Imron, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir þátt- töku sína í sprengjuárásunum á Balí á síðasta ári, hefur sent Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, formlega beiðni um sakaruppgjöf. Imron játaði fyrir rétti að hafa tekið þátt í sprengjuárásunum sem kostuðu 202 menn lífið. Hann lýsti þó iðrun og bar vitni gegn öðrum sakborningum. Að sögn Suyanto, verjanda Imrons, býst hann ekki við því að verða náðaður en vonast til þess að for- setinn breyti dóminum í tuttugu ára fangelsi. Suyanto segist hafa trú á því að móðureðli Sukarnoputri muni verða Imron til framdráttar. ■ AFHENTI TRÚNAÐARBRÉF Ólafur Egilsson sendiherra afhenti í gær Tuanku Syed Sirajuddin Putra Jamalullail, konungi Malasíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malasíu. Ólafur F. Magnússon segir vinnubrögð við Kárahnjúka borginni til vansa: Borgarráð krafðist ekki úrbóta við Kárahnjúka ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Ólafur F. Magnús- son, áheyrnarfull- trú Frjálslyndra og óháðra í borgar- ráði, sagði í borg- arráði í gær að vinnubrögð við Kárahnjúkavirkjun væru óvönduð og til vansa fyrir Reykjavíkurborg, sem ætti 45% í Landsvirkjun. ■ Utanríkismál Neytendur telja hækkun gjaldskrár OR ósanngjarna: Haldlaus rök KÖNNUN NEYTENDASAMTAKANNA Hversu sanngjörn eða ósanngjörn finnst þér nýleg hækkun á verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur? Ósanngjörn 85% Sanngjörn 9% Hvorki né 6% Fjöldi svarenda var 800 manns. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Segir hækkanir OR ekki vera jafn miklar og margir halda. JÓHANNES GUNNARSSON Segir engin haldbær rök hafa verið fyrir síðustu hækkun OR. ÓSIGUR Natallie Evans og Lorraine Hadley voru þungar á brún þegar þær stigu út úr dómshúsinu í Lundúnum. Deilt um framtíð frystra fósturvísa Tvær breskar konur hafa barist ákaft fyrir því að fá að nota frysta fósturvísa gegn vilja fyrrverandi maka sinna. Konurnar töpuðu málinu fyrir hæstarétti. Ákærður í héraðsdómi: Svipti móður umsjá DÓMSMÁL Rúmlega fertugur Frakki hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa svipt barnsmóður sína, sem einnig er frönsk, valdi og umsjá dóttur þeirra þegar hann fór með stúlkuna til Frakklands og hélt henni hjá sér, í mars árið 2002. Árið áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað móður- inni forsjá stúlkunnar til bráða- birgða og bannað foreldrum að fara með hana úr landi. Frakkinn mætti ekki í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var henni því frestað. Maðurinn hafði gert þá athuga- semd að fyrirkall málsins væri ekki á frönsku. Það verður birt honum aftur og þá á frönsku. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.