Fréttablaðið - 02.10.2003, Qupperneq 23
■ Húsráð
Kristín Matthíasdóttir er einn afeigendum Hattabúðar Reykja-
víkur á Laugaveginum.
Kristín segir að hattar séu alltaf
í tísku: „Þetta fer dálítið eftir hugs-
unarhætti hvers og eins. Það er
mikið keypt af höttum fyrir brúð-
kaup og í sumum veislum er skil-
yrði að vera með hatta. Fólk sem
var að fara í brúðkaup úti í Dan-
mörku og Englandi í sumar keypti
sér hatta hjá mér áður en það fór
út. Síðan var töluvert keypt fyrir
brúðkaup sem var haldið úti á sjó í
sumar. Það var mikil stemning fyr-
ir því.“
Kristín segir að engin ein hatta-
tegund sé í tísku umfram aðra: „Það
er eins með hatta og fatnað fyrir
fólk sem vill vera venjulega klætt.
Þeir þurfa að falla að smekk hvers
manns. Þeir eru mismunandi eftir
aldri fólks, vaxtarlagi og öðru.“
Aðspurð segir Kristín að ein-
faldir hattar falli best að hennar
eigin smekk: „Þeir eru fallegri og
falla líka betur að umhverfinu.
Maður vill heldur ekki vera ofpunt-
aður með hatt nema í sérstökum
tilfellum þegar maður vill verka
virkilega fínn.“
Að sögn Kristínar kaupir fólk á
öllum aldri hatta: „Hingað kemur
mikið af ungu fólki sem stúderar
hatta og langar í þá en getur
kannski ekki keypt þá. Síðan kaup-
ir fólk mikið af höttum og húfum
fyrir veturinn. Fólk er mikið í úti-
veru og það þarf að hafa hlýtt um
höfuðið.“ ■
23FIMMTUDAGUR 2. október 2003
Hattabúð Reykjavíkur:
Flytur í nýtt
húsnæði
Á næstunni munu þau tímamóteiga sér stað í sögu Hattabúð-
ar Reykjavíkur að hún flytur í
nýtt húsnæði. Ekki verður leitað
langt yfir skammt því nýja hús-
næðið er að Laugavegi 8, en hing-
að til hefur búðin verið starfrækt
að Laugavegi 2.
Hattabúðin var stofnuð fyrir
64 árum og er því með eldri búð-
um Reykjavíkur. Á þessum tíma
hefur fjölmargt fólk af öllum
stærðum og gerðum vanið komur
sínar í búðina. Hattabúðin mun
vera eina hattabúð landsins sem
selur allar tegundir af höttum
bæði fyrir karla og konur. ■
Kauphlaup í Smáralind hefst ídag í þriðja sinn á árinu. „Á
Kauphlaupsdögum er 20-25%
afsláttur af völdum nýjum vör-
um í öllum verslunum,“ segir
Erla Friðriksdóttir hjá Smára-
lind.
„Síðan bregða sex verslanir á
þann leik að í þeim er allt að 50%
afslætti í 15 mínútur á dag.“
Nöfn allra sem versla í
Smáralind á Kauphlaupsdögum
fara í lukkupott og verða nöfn
þriggja dregin úr honum. Í verð-
laun eru úttekt í Smáralind og
flugfar til Kaupmannahafnar og
London með Iceland Express.
Að sögn Erlu hafa Kaup-
hlaupsdagar mælst vel fyrir til
þessa. „Við höfum verið með
þessa dagar þrisvar á ári, í mars,
júní og í október.“ ■
Í SMÁRALIND
Þar standa Kauphlaupsdagar yfir fram á sunnudag.
Kauphlaup í Smáralind:
Afsláttur á nýjum vörum
KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR
Er gefin fyrir einfalda hatta, helst bláa eða svarta.
Hattar eru alltaf í tísku:
Fólk þarf að hafa
hlýtt um höfuðið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Þegar þú kaupir þér nýjablússu eða jakka skaltu
prófa að setja örlítið glært
naglalakk framan og aftan við
hvern hnapp. Hnapparnir detta
þá síður af.
Edik- og saltblanda virkar velþegar fjarlægja á saltbletti af
skóm og stígvélum.
Rennilásar festast síður ef þúnuddar þá með sápustykki.
Ef þú vilt að sokkabuxurnar þín-ar endist lengur skaltu frysta
þær áður en þú ferð í þær. Þú
bleytir bara sokkabuxurnar, setur
í plastpoka og skellir í frystinn.
Mundu bara að þíða þær og
þurrka áður en þú ferð í þær.
KAUPHLAUP
Demie tunick
1690,- 690,-
Fiction langermabolur
1490,- 690,-
Love langermabolur
1490,- 690,-
Dante velour bolur
1690,- 690,-
Sprite langermabolur
1990,- 990,-
Caran tunick
1990,- 990,-
Bristol bolir
2490,- 990,-
Roman skyrtur
2690,- 1490,-
Tolga peysa
2490,- 1490,-
Puller úlpa
4490,- 1990,-
Tilboð gilda í báðum verslunum
Smáralind
Kringlunni
2 FYRIR 1 ALLAR PEYSUR
Buxur 6990 nú 2990
Úlpur 6990 nú 3990
20% af öllum bolum
HAUSTSPRENGJA
2.-5. OKT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A