Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 4
4 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Ætlarðu á skíði í vetur? Spurning dagsins í dag: Óttastu flensuna sem nýkomin er til landsins? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 64% 36% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Statoil-hneykslið í Noregi: Írönsk sendinefnd mætt OSLÓ, AP Írönsk sendinefnd er mætt til Noregs vegna meints mútumáls norska olíurisans Statoil. Statoil er grunað um að hafa gert ólögmætan viðskiptasamn- ing við íranska fyrirtækið Horton Invest. Samningurinn hljóðaði upp á 1.200 milljónir króna. Þriðjungur upphæðarinn- ar hefur þegar verið greiddur og rann stærsti hluti hennar til Mehdi Rafsanjani, sonar Raf- sanjanis fyrrverandi forseta og eins voldugasta manns Írans. Þykir fullvíst að um mútur hafi verið að ræða. Íranska sendinefndin fundaði í fyrradag með Einari Steensnæs, olíumálaráðherra Noregs. Í gær fundaði hún með norskum sak- sóknara áður en hún hélt til Stavanger þar sem hún átti fund með Inge K. Hansen, starfandi stjórnarformanni Statoil. Leif Terje Løddesøl hefur þeg- ar sagt af sér sem stjórnarfor- maður norska ríkisolíufélagsins vegna málsins, sem og Richard J. Hubbard, yfirmaður alþjóðavið- skipta Statoil. Ríkið á um 82% hlut í Statoil, sem veitir um 17 þúsund manns atvinnu í 25 löndum. ■ Milljarða viðskipta- hagsmunir í húfi EVRÓPUMÁL Liechtenstein kom í veg fyrir formlega undirritun á samningi um stækkun Evrópska efnahagssvæðis- ins á fundi EES- ráðsins í Lúxem- borg í gærmorg- un. „Þetta voru vissulega von- brigði vegna þess að við höfð- um gert ráð fyr- ir öðru,“ segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. „Ef málið tefst um einhverja mánuði taka menn þá stóru áhættu að þessi samningur og stækkunar- samningur Evrópusambandsins taki ekki gildi á sama tíma. Það yrði gjörsamlega óviðunandi því það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Ég vil ekki einu sinni hugsa það til enda hvað það myndi þýða fyrir Ísland.“ Liechtenstein, sem er 33 þús- und manna ríki á landamærum Austurríkis og Sviss, telur sig ekki geta staðfest stækkunarsamning- inn vegna ófullnægjandi viður- kenningar á sjálfstæði landsins og útistandandi eignakrafna að því er varðar Tékkland og Slóvakíu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Tékkland og Slóvakía vilja miða viðurkenningu á sjálfstæði Liechtensteins við árið 1993, þeg- ar Tékkóslóvakía liðaðist í sundur. Það geta Liechtensteinar ekki sætt sig við, því að þeirra mati er um takmarkaða viðurkenningu á sjálfstæði ríkisins að ræða. „Við leggjum mjög hart að þeim að finna lausn á þessu máli því það er í raun óviðkomandi samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið og það er svo mikið í húfi fyrir alla aðila,“ segir Hall- dór. „Við verðum hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að þessi samningur verður ekki stað- festur nema allir sem koma að málinu skrifi undir hann.“ Liechtenstein hefur enn fremur farið fram á 9 milljarða íslenskra króna í bætur vegna eignarnáms Tékkóslóvakíu á landi furstafjöl- skyldunnar í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Halldór segist ekki vilja blanda sér í það mál. Hann telji það ekki meginástæðuna fyrir því Liechtenstein vilji ekki stað- festa samninginn. Viðurkenningin á sjálfstæði landsins sé stóra mál- ið og skipti sköpum. Aðspurður segist Halldór hafa fulla trú á að málið leysist á næstu dögum. Það hafi enginn efni á því að komast ekki að samkomulagi. trausti@frettabladid.is Lumpini-garður: Þrifið fyrir ráðherrann BANGKOK, AP Þeir eru væntanlega ófáir ferðamennirnir sem fara út og skokka í nágrenni hótelsins sem þeir gista á. Það þarf þó að hafa meira fyrir sumum þeirra en öðr- um. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem kemur til Bangkok í næstu viku til að taka þátt í fundi leiðtoga Asíuríkja, hefur lýst áhuga á því að skokka í Lumpini- garði, sem þykir sá fegursti í borg- inni. Það varð til þess að borgar- stjóri Bangkok ákvað að láta taka garðinn í gegn og hreinsa hann svo hann væri boðlegur fyrir forsætis- ráðherrann. ■ VEGGTEPPI AF GEIDAR Veggteppi með mynd af forsetanum hafa selst í miklu magni. Geidar Aliev: Stígur niður fyrir soninn BAKÚ, AP Eftir 34 ár við völd í Aserbaídjan lýkur valdaferli Geidars Alievs í dag þegar íbúar þessa fyrrum Sovétlýðveldis ganga til kosninga. Búist er við því að Ilham Aliev, sonur Geid- ars, beri sigur úr býtum og taki við völdum af áttræðum föður sínum, sem hefur vart sést opin- berlega frá því hann hneig niður er hann flutti ræðu fyrir hálfu ári síðan. Geidar Aliev vann sig upp í gegnum leyniþjónustu Sovétríkj- anna, KGB, áður en hann varð æðsti ráðamaður í Aserbaídjan árið 1969, rúmum 20 árum fyrir fall Sovétríkjanna. ■ DÆMDUR FYRIR SMIT Breskur dómstóll hefur dæmt 38 ára karl- mann fyrir að smita tvær konur vísvitandi af HIV-veirunni. Dóm- urinn er sá fyrsti í meira en öld sem felldur er yfir einstaklingi fyrir að smita fólk af hættulegum sjúkdómi. SKREF Í RÉTTA ÁTT Sveitarstjórn- arkosningar í Albaníu um síðustu helgi vekja vonir um að landið sé að þróast í átt til virkara lýðræð- is þó enn þurfi að taka á nokkrum atriðum, segja alþjóðlegir eftir- litsmenn. Bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lýstu yfir sigri. Fyrstu tölur benda til að stjórnarflokkur Sósíalista hafi fengið meirihluta í 36 af 65 sveit- arfélögum. FJÖLMIÐLAKÓNGI SLEPPT Grísk- ur dómstóll hefur hafnað fram- salsbeiðni rússneskra stjórn- valda. Þau höfðu farið fram á að fá fjölmiðlakónginn Vladimir Gusinskí framseldan svo hægt væri að rétta yfir honum vegna ásakana um fjársvik og peninga- þvætti. Dómstólnum þóttu ásak- anirnar ósannaðar og sleppti Gusinskí úr haldi. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 0 0 3 Önnur meintra leyniskytta lýsir yfir sakleysi: Efast um hlutleysi kviðdóms VIRGINÍA, AP John Allen Muhammad lýsti yfir sakleysi sínu við upphaf réttarhalda þar sem hann er kærð- ur fyrir aðild að þrettán skotárás- um í nágrenni Washington fyrir ári síðan sem kostuðu tíu manns lífið. Aðspurður hvort hann skildi kæruna og væri reiðubúinn fyrir réttarhöldin þagði hann í fyrstu, ræddi svo stuttlega við verjendur sína og sagði loks: „Já, ég er reiðu- búinn.“ Réttarhöldin fara fram í borg- inni Virginia Beach, 320 kíló- metrum frá vettvangi glæpsins. Ástæðan er sú að verjendur Muhammads sögðu að í raun mætti skilgreina alla íbúa svæðisins þar sem morðin áttu sér stað sem fórn- arlömb þar sem íbúar hafi óttast um líf sitt. Reyndar hafa sérfræðingar í afbrotum og réttarfari lýst efa- semdum um að hægt sé að finna tólf einstaklinga sem ekki hafi gert upp hug sinn um sekt tvímenninganna, Muhammads og hins 18 ára Lee Boyds Malvos, eða þurfi lítið til að sannfærast um sekt þeirra. Er þar kennt um mikilli fjölmiðlaumfjöllun meðan á morðunum stóð og eins tíð- um lekum í fjölmiðla frá þeim sem rannsökuðu málið. ■ ■ Evrópa Verkföll í Kaliforníu: Samgöngur í lamasessi KALIFORNÍA, BANDARÍKJUNUM Tækni- menn hjá lestar- og strætisvagna- þjónustunni í Los Angeles lögðu niður störf í gær. Hafði þetta í för með sér mikil óþægindi fyrir íbúa borgarinnar, sem komust hvorki lönd né strönd sökum verkfalls- ins. Tæknimennirnir eru samn- ingslausir og í Washington Post er haft eftir talsmanni þeirra að verkfallið muni vara þar til samn- ingar náist. Þá hafa um sjötíu þúsund starfsmenn þriggja stórra versl- anakeðja lagt niður störf í Kali- forníu og krefjast bættra heil- brigðistrygginga. ■ OLÍUBORPALLUR STATOIL Ríkið á um 82% hlut í Statoil, sem veitir um 17 þúsund manns atvinnu í 25 lönd- um. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra segist hafa fulla trú á að málið leysist á næstu dögum. Það hafi enginn efni á því að komast ekki samkomulagi. „Þetta voru vissulega vonbrigði vegna þess að við höfð- um gert ráð fyrir öðru. Liechtenstein vill ekki staðfesta samning um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins vegna deilna við Tékka og Slóvaka. Halldór segir gríðar- lega hagsmuni í húfi. Hart sé lagt að Liechtenstein að finna lausn. MUHAMMAD LÝSIR YFIR SAKLEYSI Réttarhöldin yfir öðrum þeirra sem gefið er að sök að hafa myrt tíu manns nálægt Wash- ington fyrir ári síðan hófust í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.