Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10
10 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR HEIMSINS STÆRSTU GALLABUXUR Leikskólabörn í Suður-Kóreu virða fyrir sér heimsins stærstu gallabuxur á Olympíu- leikvanginum í Seúl. Buxurnar eru tæplega 29 metra langar en númer buxnanna lá ekki fyrir. HEILBRIGÐISMÁL Sigurbjörn Sveins- son, formaður Læknafélags Ís- lands, segir það mikla einföldun að segja að meintur óhóflegur lyfja- kostnaður hérlendis sé vegna mútuþægni ístöðulausra lækna. Í ræðu sem Sigurbjörn hélt á aðalfundi læknafélagsins fyrir stuttu sagði hann umræðu um lyfjakostnað landsmanna bæði gamla sögu og nýja. „En það er nokkur nýlunda í seinni tíð að læknar séu með óbeinum hætti kallaðir til ábyrgðar á meintum óhóflegum útgjöldum til lyfja. Og svo er umræðan tengd mútuþægni lækna og ístöðuleysi gagnvart gegndarlausum áróðri lyfjafram- leiðenda og lyfjadreifingar,“ sagði Sigurbjörn í ræðu sinni, sem birt hefur verið í Læknablaðinu. Sigurbjörn sagði umræðu af þessu tagi vera mikla einföldun á eðli málsins og að hún væri ómál- efnaleg. Læknar væru jafn áhuga- samir og aðrir að halda lyfjakostn- aði niðri og þess vegna hafi þeir boðið heilbrigðisstjórninni sam- starf um málið. „Við teljum það vænlegra til árangurs en stór orð, sleggjudóma eða misgáfulegar til- skipanir sem kalla ekki fram það besta í þeim sem við þær eiga að búa,“ sagði formaðurinn. ■ BYGGÐAMÁL „Við viljum kaupa völdin og sjálfræðið,“ segir Þor- steinn Steinsson, sveitarstjóri í Vopnafirði, um yfirstandandi til- raun þorpsbúa til að kaupa 50,42 prósenta hlut í stærsta fyrirtæki þorpsins af Eskju á Eskifirði. Vopnfirðingar inntu af hendi aðra greiðsluna af þremur á fimmtu- daginn og hafa samtals greitt 651 milljón króna. Fjárins var aflað með hlutafjársöfnun á heima- markaði, kvótasölu og með hjálp lánastofnana. Að jafnaði starfa 110 til 150 Vopnfirðingar hjá Tanga hf., en Eskja keypti ráðandi hlut í fyrir- tækinu á síðasta ári. Íbúar í hinu 800 manna sveitarfélagi óttast að missa lífsbjörgina, náist völdin yfir Tanga ekki í þeirra eigin hendur. „Við óttumst að kvótinn sem hér hefur verið unninn verði einfaldlega unninn annars staðar. Það sem fólkið í samfélaginu hef- ur verið að byggja upp á undan- förnum árum getur verið keyrt burt á einni nóttu og eftir liggur sviðin jörð,“ segir Þorsteinn. Kaupsamningur Vopnfirðinga við Eskju frá 28. júlí síðastliðnum hljóðaði upp á 929 milljónir. Fyrir átti sveitarfélagið um 30 prósenta hlut. 15 prósent þorpsbúa hafa lof- að hlutafé, en heimamenn róa nú öllum árum að því að fjármagna lokagreiðslu upp á tæpar 300 millj- ónir fyrir 1. nóvember. „Þetta er fyrirbyggjandi aðgerð og við vit- um ekki hvort það tekst að keyra hana til fulls. Hér telja menn sig vera sérfræðinga í fiskvinnslu og vilja vinna við það. Það hefur tek- ist. Við viljum hafa hér fyrirtæki sem skilar framlegð og vinnur vel. Það er ekki verið að vinna fiskinn hér bara til að vinna hann,“ segir Þorsteinn. „Þó maður voni að stjórnir þess- ara utanbæjarfyrirtækja taki ekki afdrifaríkar ákvarðanir um fram- tíð byggðarinnar er óþolandi að búa við þann ótta. Menn hafa verið uggandi frá því að heimamenn misstu völdin í fyrirtækinu.“ jtr@frettabladid.is 4. flokki 1992 – 40. útdráttur 4. flokki 1994 – 33. útdráttur 2. flokki 1995 – 31. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Sótt að leiðtoga íhaldsmanna fyrir greiðslur til konu hans: Þingmenn ráða ættingja IAIN OG BETSY SMITH Leiðtogi Íhaldsflokksins á í vök að verjast fyrir greiðslur til konu sinnar sem hann réði sem ritara sinn. BRETLAND Meira en einn af hverj- um tíu breskum þingmönnum ræður sér aðstoðarmenn eða rannsóknaraðila úr hópi maka sinna eða barna, að því er dag- blaðið The Independent greinir frá. Fjölskylduráðningar hafa ver- ið mikið í umræðunni í Bretlandi eftir að í ljós kom að Iain Duncan Smith, leiðtogi íhaldsmanna, réði konu sína sem ritara sinn á kostn- að þingsins eftir að hann tók við leiðtogahlutverkinu. Hann segir ekkert óeðlilegt við ráðninguna eða launakjör konu sinnar. Meðal þeirra sem hafa ráðið maka sína má nefna Margaret Beckett umhverfisráðherra, sem réði eiginmann sinn sem að- stoðarmann sinn. Þá starfar eig- inkona Robins Cooks, fyrrum ut- anríkisráðherra, sem ritari hans. Breska þingið gefur ekki upp hversu mikið einstakir starfs- menn þingmanna fá í laun. Iain Duncan Smith segir konu sína ekki hafa fengið nema 120.000 krónur á mánuði meðan hún var á launaskrá sem ritari hans. Alan Simpson, þingmaður Verkamannaflokksins, vill að þingmenn greini frá því hversu marga þeir hafi á launaskrá og segir að áður fyrr hafi sumir þingmenn varið allri fjárveit- ingu sinni til að greiða maka sín- um laun. Fjárveitingin nemur nú tæpum níu milljónum á ári. ■ Vopnfirðingar reyna endurheimt sjálfræðis Sveitarstjórn og íbúar Vopnafjarðar reyna nú að kaupa ráðandi hlut í stærsta fyrirtæki þorpsins af Eskju frá Eskifirði. Með þessu vilja þorpsbúar endurheimta völdin yfir örlögum byggðarlagsins. VOPNAFJÖRÐUR 15 prósent þorpsbúa hafa lofað fjármagni til að kaupa ráðandi hlut í Vopnafjarðarfyrirtæk- inu Tanga af Eskju frá Eskifirði. M YN D IR : J Ó N S IG U RÐ AR SO N FRANCO FRATTINI Utanríkisráðherra Ítalíu tilkynnti um fjár- veitingu Evrópusambandsins til uppbygg- ingarstarfs í Írak. Fjárveiting samþykkt: 18 milljarðar til Íraks ÍRAK, AP Evrópusambandið hefur samþykkt að verja 200 milljónum evra til uppbyggingar í Írak. Utanríkisráðherrar aðildar- landanna féllust á fjárveitinguna á fundi í Lúxemborg. Upphæðin, sem nemur tæpum átján milljörð- um íslenskra króna, þykir ekki há en búist er við því að einstök lönd muni einnig styrkja uppbygging- arstarfið. Nokkur ríki hafa þegar heitið Írökum fjárstuðningi, þar á meðal Danmörk. ■ Formaður Læknafélags Íslands vill málefnalega umræðu: Mútuþægni lækna ekki orsök lyfjakostnaðarins SIGURBJÖRN SVEINSSON Formaður Læknafélags Íslands segir sam- starf lækna og heilbrigðisyfirvalda væn- legra til að draga úr lyfjakostnaði en sleggjudóma og misgáfulegar tilskipanir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.