Fréttablaðið - 15.10.2003, Side 40

Fréttablaðið - 15.10.2003, Side 40
24 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR HÁSKALEIKUR Tyrkneski markvörðurinn Rüstü Recber reynir að sparka í boltann í leik Tyrklands og Englands í undankeppni EM. Brotið er eitt það versta sem sést hefur á knatt- spyrnuvelli um áraraðir. Fótbolti Evrópska knattspyrnusambandið: Rannsakar slagsmál leikmanna FÓTBOLTI Evrópska knattspyrnu- sambandið, UEFA, mun rann- saka sjónvarpsupptöku af átök- um sem urðu á milli leikmanna Tyrklands og Englands í und- ankeppni Evrópumótsins á laug- ardag. Nokkrir leikmenn gætu átt yfir höfði sér kæru og leik- bann fyrir atganginn, þar á með- al Emile Heskey, framherji Liverpool. UEFA segir hins veg- ar ekkert til í þeim fréttaflutn- ingi að bæði lið verði dæmd úr leik á Evrópumótinu í Portúgal á næsta ári. Uppþotið hófst þegar tyrk- neski varnarmaðurinn Alpay sló til David Beckham, landsliðsfyr- irliða Englands, þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Fyrr í leiknum hafði Alpay vegið að Beckham eftir að sá síðar- nefndi klúðraði vítaspyrnu. Í kjölfarið braust út uppþot milli leikmanna og eru Tyrkirnir með- al annars sakaðir um að hafa haft uppi kynþáttafordóma um þeldökka leikmenn Englands og þeir ensku fyrir að slá í átt til mótherjanna. Wayne Rooney á meðal annars að hafa gefið Alpay kjaftshögg. Pierluigi Collina reyndi hvað hann gat að stilla til friðar og að lokum kallaði hann Alpay og Beckham á sinn fund og reyndi að róa báða niður. „Vegna þessarar heimskulegu framkomu ræddum við ekkert um leikinn heldur slagsmálin,“ sagði Rüstü Recber, markvörður Tyrklands, eftir leik. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og tryggðu Englendingar sér sæti á EM í Portúgal. ■ FÓTBOLTI Búast má við að að minnsta kosti þrír Íslendingar af ellefu hugi sér til hreyfings eftir þetta tímabil í norsku úrvalsdeildinni. Tryggvi Guðmundsson hefur þegar tilkynnt stjórn Stabæk að hann ætli ekki að leika áfram með félaginu en samningur hans rennur úr eftir tímabilið. Tryggvi ætlar að leita á önnur mið. „Það er alltaf eitt- hvað í sigtinu en ekkert sem hægt er að nefna á þessari stundu,“ sagði Tryggvi en tók þó fram að það væri ekki innan Noregs. „Ég ætla sunnar því mig langar til að prófa eitthvað stærra.“ Samningar Jóhanns B. Guð- mundssonar og Helga Sigurðssonar renna út um áramót. Helgi vill komast burt frá Lyn og vonast til að geta reynt fyrir sér í öðru landi, þó ekki Íslandi. „Um- boðsmaður minn er búinn að vera í sambandi við nokkur félög erlendis en ég get ekki gefið þau upp að svo stöddu,“ sagði Helgi. Jóhann, sem er nýkominn úr að- gerð, segist ekki vita hvert fram- haldið verði: „Það er allt opið og ég vona að ég geti verið áfram hér úti. Ef ég kem aftur heim er aðeins eitt lið sem kemur til greina,“ segir Jó- hann, sem er uppalinn hjá Keflavík. Davíð Þór Viðarsson á tvö ár eft- ir af samningi sínum við Lilleström og veit ekki til annars en að hann verði áfram í Noregi. Hann er að jafna sig eftir ökklabrot og nýtir tímann til að klára stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands. Gylfi Einarsson, samherji Dav- íðs, á eitt ár eftir af samningi sín- um. Þar sem hann tók á sig 11% launalækkun á tímabilinu er ákvæði í samningum, sem gildir til áramóta, sem gefur honum tæki- færi á að fara frítt frá Lilleström. Gylfi segist hafa hug á því að reyna fyrir sér annars staðar en í Noregi en eins og markaðurinn er í dag er erfitt að komast lengra. „Ég myndi ekki slá hendinni á móti góðu til- boði,“ sagði Gylfi. Hannes Þ. Sigurðsson á eitt ár eftir af samningi sínum við Víking í Stafangri. Hann ætlar þó að íhuga sín mál vel enda hefur hann lítið fengið að leika. „Ég er ekki sáttur við hve lítið ég hef fengið að spreyta mig,“ sagði Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason ætlar frá Rosen- borg eftir sex ára dvöl þar. Hann hefur verið orðaður við Sturm Graz í Austurríki og segir það enn inni í myndinni þótt þjálfaraskipti hafi orðið þar í síðasta mánuði. Andri Sigþórsson og Ólafur Stígsson eiga ár eftir af samningi sínum við Molde. Andri hefur ekk- ert leikið á þessu tímabili vegna meiðsla á hné og er óvissa með framhaldið hjá honum. „Læknarnir eru í raun búnir að afskrifa mig,“ segir Andri. „Ég býst ekki við að verða hérna áfram, sama hvernig fer,“ sagði Bjarni Þorsteinsson, leikmaður Molde. Félagið hefur boðið Bjarna nýjan samning sem er mun lakari en sá sem hann hefur. „Ég hef áhuga á að fara í skóla í Danmörku og finna félag sem ég get leikið með,“ sagði Bjarni en einnig er möguleiki á því að hann komi heim til Íslands eftir tímabilið. Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson samdi við Sogndal til tveggja ára en honum er heimilt að endurskoða samninginn ef honum líkar ekki vistin í Noregi. Ríkharður Daðason leikur með Fredrikstad í norsku 1. deildinni og samdi við liðið út þetta tímabil. Rík- harður mun endurskoða samning- inn eftir tímabilið en takist Frederikstad að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni má búast við að hann verði þar áfram. Fredrikstad er í efsta sæti 1. deildar þegar þrjár umferðir eru eftir. Haraldur Ingólfsson hefur stað- ið sig vel með Raufoss í 1. deild- inni. Hann er þó á heimleið á ný og leikur með Skagamönnum í Lands- bankadeildinni á næsta ári. kristjan@frettabladid.is obh@frettabladid.is HANDBOLTI Fimm leikir fara fram í Remax-deild kvenna í handbolta í kvöld. Topplið Vals fær sameinað lið KA/Þórs í heimsókn að Hlíðar- enda. Valsstúlkur eru ósigraðar í deildinni og hafa tíu stig á toppn- um, tveimur meira en Íslands- meistarar ÍBV. KA/Þór hefur tvö stig eftir sex leiki. Á Seltjarnarnesi tekur Grótta/KR á móti FH. Liðin eru um miðja deild en Grótta/KR hefur leikið einum leik færra en Hafnar- fjarðarliðið. Víkingur mætir Stjörnunni í Víkinni, og Haukar fá botnlið Fylkis/ÍR í heimsókn. Eyjastúlkur sækja Fram heim. Framstúlkum hefur ekki gengið sem skyldi og eru í þriðja neðsta sætinu með tvö stig. ■ ALPAY OG HESKEY Alpay og Heskey áttu margt óupp- gert áður en þeir gengu til búnings- klefa í landsleik Tyrklands og Eng- lands á laugardag. Leikmönnum lið- anna lenti saman og gætu þeir átt yfir höfði sér leikbann. DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON Hann er að jafna sig eftir ökklabrot og nýt- ir tímann til að klára stúdentspróf frá Versl- unarskóla Íslands. BJARNI ÞORSTEINSSON Er trúlega á heimleið eftir að hafa leikið með Molde. ÍSLENSKIR LEIKMENN Í NOREGI: Davíð Þór Viðarsson -á tvö ár eftir af samningi sínum. Gylfi Einarsson -á eitt ár eftir en vill komast að annars staðar. Tryggvi Guðmundsson -ætlar að reyna fyrir sér sunnar í Evrópu. Jóhann B. Guðmundsson -vill vera áfram í Noregi. Helgi Sigurðsson -vonast til að komast að annars staðar en í Noregi. Árni Gautur Arason -gæti verið á leið til Sturm Graz í Austur- ríki. Hannes Þ. Sigurðsson -á eitt ár eftir af samningi sínum. Bjarni Þorsteinsson -er trúlega á heimleið. Andri Sigþórsson -hefur ekkert leikið og óvissa með fram- tíðina. Ólafur Stígsson -á eitt ár eftir af samningi sínum. Óskar Örn Hauksson -samdi til tveggja ára. TRYGGVI GUÐMUNDSSON Ætlar ekki að leika með Stabæk á næsta ári en samningur hans rennur út um ára- mót. Vill reyna fyrir sér sunnar í Evrópu. HELGI SIGURÐSSON Ætlar einnig að reyna að komast til annars lands en Noregs. Tryggvi og Helgi á leið frá Noregi Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson gætu verið á leið frá Noregi. Bjarni Þorsteinsson fer til Danmerkur eða heim til Íslands. Læknar búnir að afskrifa mig, segir Andri Sigþórsson. Remax-deild kvenna: Valur mætir KA/Þór

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.