Fréttablaðið - 15.10.2003, Síða 43

Fréttablaðið - 15.10.2003, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 DAGUR HVÍTA STAFSINS Í dag er dagur Hvíta stafsins. Talið er að blindir og sjónskertir á landinu séu 1.322 talsins. Talið er að um 80% þeirra séu sjónskertir, þ.e. að þeir eru með 30% sjón með bestu gleraug- um. Lögblindir, undir 10% sjón, eru taldir vera 461 talsins og eru 96 þeirra alblindir. „Ég missti sjónina endanlega á skjálftadaginn, 17. júní árið 2000. Ég hafði þegar misst sjónina á öðru auganu í febrúar,“ segir Ein- ar Lee, verðandi faðir, sem telst lögblindur. „Ég hef nægilega mikla sjón til þess að veiða, stunda golf og skemmta mér, þan- nig að ég er alveg sáttur. Ég gæti þó orðið endanlega blindur á næstunni. Maður verður bara að nýta þetta á meðan maður getur.“ Einar segist hafa misst sjónina vegna eigin mistaka. Hann er syk- ursjúkur og fylgdist ekki nægi- lega vel með blóðsykri sínum. Ólíkt mörgum finnst Einari ekki erfitt að tala um fötlun sína. Hann segir það t.d. vera ósatt að heyrnin skerpist. Blindir læri ein- faldlega að nota heyrnina betur. Hann segist þó hafa fundið fyrir því að bragð- og þefskyn hafi auk- ist. „Það er sagt að 80% skynjunar séu í sjóninni. Þegar hún hverfur verður fólk að byggja þessi 80% upp annars staðar. Það fær þau öll aldrei aftur í öðrum skynfær- um en maður getur einangrað hljóð betur, af því að maður er ekki að horfa á neitt.“ Í fyrstu neitaði Einar að nota stafinn og taldi sig ekki þurfa þess. Hann komst þó fljótlega að því að hann nýtist ekki einungis í þreifingar. „Frá því að ég byrjaði að nota hann stend ég ekki lengur eins og asni í búðum og bíð eftir aðstoð. Afgreiðslufólkið veit núna að ég sé illa og kemur.“ Í tilefni dagsins ætlar Þórólf- ur Árnason borgarstjóri að láta leiða sig um borgina með bundið fyrir augun. „Ég hafði hugsað mér að fara með hann í göngu- ferð hér um gamla miðbæinn til þess að hann gæti áttað sig á því hversu ömurlegt það er að labba hér,“ segir Einar og glottir. biggi@frettabladid.is „Stend ekki lengur eins og asni í búðum“ EINAR OG FRIÐRIK Einar missti sjónina fyrir rúmum þremur árum. Friðrik Kristinsson, 21 árs, upplifði það að missa sjónina alveg og fá hana svo aftur eftir að læknarnir höfðu sagt það óhugsandi. Í blindu sinni lærði hann m.a. á gítar án hjálpar annarra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.