Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 14
Ísland skuldbundið Írak „Þeir, sem brutu Írak, eiga að líma það sjálfir, en ekki ætlast til þess af öðrum. Ríki megin- lands Evrópu voru yfirleitt andvíg stríðinu gegn Írak og vilja ekki borga endurreisnina. Bandaríkjastjórn verður að snúa sér til þeirra ríkja, sem studdu bramlið, þar á meðal Íslands. Sem stuðningsríki árásarinnar er Ísland siðferði- lega skuldbundið til að bæta Írökum brotin með því að punga út vænni summu, svo sem nokkrum milljörðum króna.“ - JÓNAS KRISTJÁNSSON RITSTJÓRI Á JONAS.IS Minniháttar skattalækkun „Verða skattar lækkaðir um 20 milljarða króna eða eitthvað brot af því? Þegar fjármálaráð- herra hafði lokið kynningu sinni á fjárlagafrumvarpinu í byrjun mánaðarins var hins vegar fæst sem benti til þess að ríkisstjórnin ætli sér að lækka skatta í líkingu við það sem stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Báðir flokkarn- ir lofuðu að lækka skatta um nálægt 20 milljörðum króna. Sjálfstæðisflokkur öllu meira og Framsóknarflokkur minna. Á kynningu fjármálaráðherr- ans mátti vissulega skilja að 20 milljörðum króna yrði varið til skattalækkana. En það verður á þremur árum, 2005 til 2007. Skattalækkunin verður því að líkindum aðeins 6,66 milljarðar króna. Hvernig er hægt að kalla það að koma til móts við lands- menn í skattamálum þegar lagt er til að skattar verði lækkaðir um 6,66 milljarða króna í áföngum á næstu fjór- um árum en tekjur ríkissjóðs af landsmönnum hafa aukist um yfir 100 milljarða króna frá því ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks settist að völdum?“ - VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Það er í meira lagi athyglisvert aðsamtök banka og verðbréfafyr- irtækja treysti sér til að lækka vexti á húsnæðislánum. Samkvæmt yfirlýsingu samtakanna treysta þau sér til að lækka vexti af þessum lán- um úr 5,1 prósenti í 4,55 prósent. Sparnaður lántakanda sem tekur 8 milljóna króna lán af þessu yrði þá um 48 þúsund á ári. Á 40 ára láns- tíma þyrfti hann þá að borga næst- um 2 milljónum króna minna í vexti en miðað við núverandi kerfi. Ríkisstjórnin hlýtur að krefja samtökin nánari útlistana á þess- um hugmyndum. Ef rétt er reiknað – sem er erfitt að efast um – gætu hér verið á ferðinni gríðarlegar kjarabætur fyrir íbúðakaupendur. Og sá hópur er svo til öll þjóðin ef marka má nýlega könnun Íbúða- lánasjóðs. Í henni kom fram að meira en 90 prósent þjóðarinnar vilja búa í eigin húsnæði og um 84 prósent gera það þegar. Hér er því um miklar fjárhæðir að ræða – lík- lega nálægt 4 milljörðum á ári. Hvaðan þeir peningar koma er erfitt að átta sig á. Með öðrum orð- um: Hvert fara þeir peningar í dag? Hvert fara þeir fjármunir sem húseigendur borga í dag í of mikla vexti til Íbúðalánasjóðs mið- að við tilboð samtaka banka og verðbréfafyrirtækja? Það hefur oft komið til tals að flytja húsnæðislán úr umsýslu hins opinbera og yfir í bankakerfið. Þrátt fyrir það hefur aldrei verið ríkur pólitískur vilji til þess. Lán til íbúðakaupa hafa verið flokkuð með heilbrigðisþjónustu, menntun og öðru sem allur þorri fólks telur að eðlilegt og rétt sé að ríkið sjái alfar- ið um. Til langs tíma var rekstur viðskiptabanka einnig skilgreindur með þessum hætti – einnig rekstur síldar- og sementsverksmiðja og margt annað sem okkur flestum finnst í dag í raun fáránlegt að sé undir handarjaðri ríkisins. Þessi einarða skoðun að tiltekinn rekstur fari best í höndum ríkisvaldsins á sér hins vegar veikar forsendur. Við þekkjum þess nánast engin dæmi að rekstur hafi ekki batnað og þjónusta lagast með því að flytj- ast frá ríkinu og yfir í einkageir- ann. Oftast líða ekki nema fáein ár – jafnvel aðeins nokkrir mánuðir – þar til okkur finnst óhugsandi að snúa þróuninni við. Það er ekki ár liðið síðan ríkið seldi ríkisbankana. Samt treystir varla nokkur maður sér til að halda því fram að rétt væri að þjóðnýta þá aftur. Þessi ágæta reynsla af einka- væðingu ætti að hvetja ríkisstjórn- ina til að taka tilboð banka og verð- bréfastofnana alvarlega – helst með sama hætti og hún tók við til- boði Samsonar i Landsbankann. Þá lagði ríkisstjórnin til hliðar fyrri plön og settist að samningaborði við hugsanlega kaupendur. Tilboð bankanna og verðbréfafyrirtækj- anna nú felur í sér svo miklar hags- bætur fyrir allan meginþorra fólks að það væri ábyrgðarhluti að grípa það ekki á lofti og reyna að ná samningum sem fyrst. ■ Maria Shriver er hin nýja rík-isstjórafrú Kaliforníu en eig- inmaður hennar, leikarinn Arnold Schwarzenegger, vann kosning- arnar með yfirburðum og kunnug- ir telja Mariu hafa verið lykil- manneskju í sigri hans. Hún hafi ekki einungis mætt með Kennedy- töfrana heldur hafi hún pólitískt innsæi og gríðarlega reynslu af markaðssetningu í fjölmiðlum, sem hafi nýst vel í kosningabar- áttunni. Ásakanir um aðdáun á Hitler og káf á kvenfólki urðu ekki til að skaða Schwarzenegger eins og andstæðingar hans hefðu vonað. Maria stóð við hlið manns síns á lokadögum kosningabaráttunnar, strauk honum og kyssti. „Hann hefði verið dauður hefði hún ekki staðið með honum,“ segir Douglas Rivers, prófessor í stjórnmála- fræðum við Stanford-háskóla. Fullyrt er að Maria hafi hins veg- ar tekið upp kvennakáfið í samtöl- um við eigimann sinn og þau mál eru víst afgreidd þeirra á milli. Maria er 47 ára gömul. Faðir hennar er Sargent Shriver og móð- ir hennar er Eunice Kennedy, syst- ir Johns F. Kennedys. Hún var átta ára þegar hann var myrtur í Dallas og tólf ára þegar bróðir hans Ro- bert Kennedy var myrtur. Hún hefur sagt: „Ég vissi að allur heim- urinn væri að tala um þá atburði en enginn settist niður með mér og spurði: „Hvernig líður þér?“ Maria er sjónvarpsfréttamað- ur og einn umsjónarmanna fréttaskýringaþáttarins Dateline á NBC. Hún hefur verið gift Schwarzenegger í sautján ár. Hún segir að það hafi verið húmor hans sem hafi heillað sig við fyrstu kynni. Það liðu átta ár frá því þau kynntust þar til þau giftust og á þeim tíma átti Schwarzenegger í samböndum við aðrar konur. Fjölskylda Mariu hafði miklar efasemdir um að austurríska vöðvabúntið væri rétti maðurinn fyrir hana og Maria hefur sagt: „Ég hefði þurft að vera blind, heyrnarlaus og ótrúlega heimsk til að sjá ekki að hann yrði erfiður viðureignar.“ Innan tveggja ára frá giftingu birtu slúðurblöð fréttir um að hjónabandið stæði á brauðfótum vegna stjórnsemi Schwarze- neggers. Þeir sem til þekkja segja að hjónabandið hafi staðið af sér alla storma fyrst og fremst vegna þolinmæði Mariu. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 5-13 ára. Maria hefur sagt að hún ætli að halda áfram starfi sínu sem sjón- varpsmaður á NBC en margir ef- ast um að svo verði nú þegar maður hennar er orðinn ríkis- stjóri. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um einkarekin íbúðalán. 14 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Frjálslyndi flokkurinn hefur fráupphafi tekið skýrt fram að á meðan stefna Evrópusambandsins í fiskveiðimálum sé óbreytt komi að- ild Íslands að ESB ekki til greina. Flokkurinn ætlar ekki að hætta á það að frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar verði fórnað eins og líkur eru til ef af aðild verður. Síðastliðinn þriðjudag stóðu samtökin Heims- sýn fyrir málþingi í Norræna hús- inu sem bar yfirskriftina „Evran fyrir krónuna“. Þar flutti Dr. Lars Wohlin, hagfræðingur og fyrrum bankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar, mjög áhugavert erindi þar sem hann rakti helstu rök sem Svíar beittu með og á móti aðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) í Svíþjóð. Þau lönd sem ganga í myntbandalagið taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil Evr- ópusambandsríkjanna, evruna, í stað síns gjaldmiðils. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka, þar á meðal undirrituð, voru síðan spurðir hvort upptaka evru á Ís- landi yrði til hagsbóta fyrir Íslend- inga. Vangaveltur um upptöku evr- unnar hér á landi eru reyndar næsta tilgangslitlar því ekkert land fær aðild að EMU nema ganga fyrst inn í ESB. Þó er að sjálfsögðu bæði áhugavert og þarft að velta fyrir sér ýmsum hliðum þessa máls til að umræðan verði málefnaleg og fólk geti velt fyrir sér efnahagslegum og pólitískum rökum með og á móti. Örsmátt hagkerfi Það er umhugsunarvert fyrir okkur Íslendinga að hagfræðingar í Svíþjóð töldu hagkerfi Svíþjóðar of lítið fyrir evruna. Hvað þá okkar hagkerfi? Við erum með örsmátt hagkerfi hér í samanburði við öll önnur Evrópulönd. Við hljótum því að spyrja hvort því væri betur borg- ið í höndum stórþjóða álfunnar. Tenging við evru fæli í sér að í lög- um væri kveðið á um að við ættum að miða gengið við evru. Það væri afleitt. Við höfum alltaf búið við sveiflukennda afkomu m.a. vegna sveifla í sjávarafla. Þá höfum við þurft að breyta gengi til að hlaupa undir bagga með útflutningsgeira atvinnuveganna. Það er fjarri lagi að það sé líklegt að það henti okkar peninga- og fjárhagskerfi að vera bundin af stjórnun peningamála sem hentar stórþjóðum. Þá er rétt að benda á að eins og staðan er í dag eru okkar helstu við- skiptalönd ekki með evru, s.s. Bandaríkin, Danmörk, Svíþjóð og Bretland, og auk okkar standa Norðmenn, Færeyingar og Græn- lendingar utan Evrópusambands- ins. Undanþágur útilokaðar Sífellt er fullyrt að við getum ekki staðið utan við ESB eins og það sé alveg óumflýjanlegt að ganga í sambandið. En hverju á þá að fórna? Franz Fischler, yfirmaður sjávarútvegsmála Evrópusam- bandsins, hefur talað tæpitungu- laust varðandi undanþágur til handa Íslendingum. Hann útilokaði varan- lega undanþágu fyrir Ísland frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Hann útilokaði líka að Íslendingar gætu gengið í Evrópusambandið og jafnframt haldið fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Fischler minnti þar að auki á að hvalveiðar væru bann- aðar í Evrópusambandinu og hann sagði hreint út að við myndum missa yfirráð okkar yfir miðunum í kringum landið frá 12 mílum að 200 mílum ef við gengjum í sambandið. Formleg yfirráð yfir Íslandsmiðum verða í höndum framkvæmda- stjórnarinnar komi til aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu. Krafa ESB-sinna um að Íslend- ingar fari í aðildarviðræður til þess að sjá hvort ekki sé hægt að finna lausn á sjávarútvegsmálunum verð- ur því að styðjast við einhver gild rök. Það er ekki nóg að þykjast viss um að við getum fengið undanþágu varðandi mikilvægasta hagsmuna- mál okkar þegar Fischler og allir æðstu embættismenn innan ESB hafa þegar fullyrt hið gagnstæða. Ekkert liggur á Nú eru ný lönd að ganga inn í ESB og þá breytast forsendur. Í ljósi sögunnar eru nýju löndin í Austur-Evrópu líklega ekki ginn- keypt fyrir hugmyndum um eitt „sambandsríki“ með einni stjórn- arskrá eins og nú er stefnt að. Við höfum nægan tíma til að fylgjast grannt með þróun mála. Lýðræði innan Evrópusambandsins hefur verið ábótavant. Þar vantar gras- rótartengingu, þ.e. lýðræðið kem- ur ekki frá grasrótinni heldur er yfirborðskennt og fjarlægt al- menningi í þeim löndum sem til- heyra ESB. Það er langur vegur frá almenningi í hverju aðildar- landi til ákvarðana framkvæmda- stjórnar ESB. Einnig er mjög óljóst í dag hvert ESB stefnir póli- tískt séð – verður það hægrisinnað eða vinstrisinnað? Ísland er sannarlega Evrópuþjóð og þeir sem vilja alls ekki fela mið- stýrðu sambandsríki fullveldi Ís- lands á hönd vilja samt efla sam- starf við önnur Evrópulönd sem kostur er. Aðild að ESB er ekki nauðsynleg forsenda þess. Með tali um upptöku evrunnar er verið að reyna að hraða þróun ESB í átt til evrópsks risaveldis með sameiginlegri mynt, en minna hugs- að um efnahagslegan ávinning. Ég vara við þessum þrýstingi og leyfi mér að kalla það landráð ef menn vilja ganga inn í Evrópusambandið eins og staðan er í dag og afhenda valdaklíku stærstu fimm Evrópu- þjóðanna fullveldi og sjálfstæði Ís- lands. ■ Um daginnog veginn MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR ■ framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins skrifar um Ísland og evruna. Evran, krónan og fullveldið ■ Af Netinu MARIA SHRIVER Hún er systurdóttir Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta og eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, hins nýja ríkisstjóra í Kaliforníu. Athyglisvert tilboð í húsnæðislán Ríkisstjórafrúin í Kaliforníu Maðurinn ■ Maria Shriver er hin nýja ríkisstjórafrú í Kaliforníu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.