Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 41
25MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 MARS Miðvikudagur Almennur hluti 1b Almennur hluti 2a Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Aðrir viðburðir í október Málþing um íþróttalögfræði Rvk. 17. okt. Þjálfari 1b - Sund Rvk. 18. okt. Þjálfari 1b – Almennur hluti Ak. 18. okt. Þjálfari 1b – Almennur hluti Þórsh./Raufarh. 25. okt. Þjálfari 1b - Badminton Rvk. 31. okt. Knattspyrna 1. stig Ak. 31. okt. Knattspyrna 1. stig Rvk. 31. okt. Þjálfari 1c – Almennur hluti Rvk. 31. okt. Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2003 Rvk. 31. okt. Reiðmennska og reiðþjálfun fatlaðra Sauðárkr. 31. okt. Helgina 24. – 26. október verður Þjálfari 1b – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár. Þeir þurfa að hafa lokið Almennum hluta 1a. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Helgina 24. – 26. október verður Þjálfari 2a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lágmarksaldur þátttakenda er 18 ár. Þeir þurfa að hafa lokið fyrsta þjálfarastigi (almennum hluta) og hafa sex mánaða starfsreynslu frá því að því stigi var lokið (staðfest af viðkomandi íþróttafélagi). Þá þurfa þátttakendur að hafa lokið skyndihjálparnámskeið. Á þessu námskeiði verður haldið áfram með starfsemi líkamans með sérstaka áherslu á hraða- og viðbragðsþjálfun. Einnig verður farið yfir skipulag þjálfunar, sálarfræði og siðfræði íþrótta. Verð á hvort námskeið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 22. október. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálpar- námskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is LEIKIR  18.30 Fram og ÍBV keppa í Fram- húsinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  19.15 Grótta/KR og FH leika á Sel- tjarnarnesi í RE/MAX-deild kven- na í handbolta.  19.15 Valur fær KA/Þór í heim- sókn í Valsheimilið í RE/MAX- deild kvenna í handbolta.  19.15 Víkingur keppir við Stjörn- una keppa í Víkinni í RE/MAX- deild kvenna í handbolta.  20.00 Haukar mæta Fylki/ÍR að Ásvöllum í RE/MAX-deild kvenna í handbolta. SJÓNVARP  17.45 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akst- ursíþróttir.  18.15 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  18.45 Bein útsending frá síðari leik Liverpool og Olimpija Ljubljana í 1. umferð UEFA-bikarkeppninnar á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.50 Handboltakvöld á RÚV. FÓTBOLTI „Alpay getur ekki leikið með tyrkneska landsliðinu undir þessum kringumstæðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Senol Gunes við sjónvarpsstöðina CNN-Turk. Hann bætti því við að sér fyndist Alpay ekki eiga skilið gagnrýnina sem hann fær frá fjölmiðlum. „Við verð- um að skilja út undan leikmann sem breytti rangt, en jafnframt þakka leikmanni sem hefur þjónað lands- liðinu í tíu til fimmtán ár.“ Alpay Özalan hefur verið í sviðsljósinu eftir framkomu sína gagnvart David Beckham í leik Tyrkja gegn Englendingum á laugardag. Alpay leikur með Aston Villa og hugsa enskir hon- um þegjandi þörfina þegar hann leikur að nýju á fótboltavöllum þar í landi. Tyrkneski landsliðsmaðurinn fékk frí frá æfingu hjá Aston Villa í gærmorgun og er talið ólíklegt að hann leiki með liðinu í ná- grannauppgjörinu við Birming- ham City á laugardag. David O’Leary, framkvæmda- stjóri Villa, hefur einnig gefið leikmönnum fyrirmæli um að tjá sig ekki um mál Tyrkjans. ■ ALPAY ÖZALAN Wayne Rooney fylgist með þegar Alpay Özalan skallar frá marki Tyrkja. Aston Villa: Landsliðsferli Alpay lokið? FÓTBOLTI Íslendingaliðið Lokeren mætir Manchester City í dag í síð- ari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Lokeren stendur ágætlega að vígi því Manchester City vann fyrri leikinn á Englandi 3-2. Íslendingarnir fjórir, Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson, verða líklega allir í leikmannahópi Lokeren. Liverpool fær Olimpija Ljublj- ana frá Slóveníu í heimsókn en fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Liverpool er talið mun sigur- stranglegra en slóvensku leik- mennirnir eru á öðru máli. „Leikmennirnir eru kannski á góðum launum en það skiptir engu máli þegar á hólminn er komið,“ sagði Mladen Rudonja, framherji Olimpija. „Leikmenn verða að leika með hjartanu og þeir hafa ekki sama hjartalag og við.“ Þjálfari Olimpija tekur í sama streng: „Ef við lékum vikulega við Liverpool værum við með tuttugu stiga forystu í deildinni. Við för- um til Englands til að vinna og ætlum áfram í keppninni.“ Michael Owen getur ekki leikið með Liverpool í kvöld vegna meiðsla en hann skoraði í fyrri leik liðanna. Spænska stórveldið Barcelona gerði jafntefli við FKM Puchov, sem er í neðsta sæti slóvakísku deildarinnar. Sömu sögu er að segja af Parma, sem gerði 1-1 jafntefli við Metalurh Donetsk frá Úkraínu. Valencia fær AIK frá Svíþjóð í heimsókn en spænska liðið sigraði í fyrri viðureigninni með einu marki gegn engu. AIK sló Fylki út úr forkeppni UEFA-bikarsins. Helgi Sigurðsson og félagar í Lyn fá PAOK frá Grikklandi í heimsókn. Lyn vann fyrri leikinn og skoraði Helgi eina mark leiks- ins. Molde, lið Ólafs Stígssonar, Bjarna Þorsteinssonar og Andra Sigþórssonar, tekur á móti Leiria en portúgalska liðið vann fyrri leikinn 1-0. Árni Gautur Arason verður lík- lega ekki í leikmannahópi Rosen- borgar sem mætir Ventspils. ■ MICHAEL OWEN Leikur ekki með Liverpool í kvöld á móti Olimpija Ljubljana. Fyrri leikur- inn endaði með jafntefli. Leikmenn Olimpija óttast ekki Liverpool Flestum viðureignum í fyrstu umferð UEFA-bikarsins lýkur í kvöld. Owen ekki með gegn Olimpija. Íslendingaliðið Lokeren mætir Manchester City. Lyn á góða möguleika á að komast áfram. FÓTBOLTI Unglingurinn Wayne Rooney ætlar að hefja viðræður við stjórn Everton um nýjan fimm ára samning fyrir lok árs. Rooney, sem verður átján ára í þessum mánuði, skrifaði undir nýjan samning við Everton í febrúar á þessu ári sem gildir til ársins 2006. Stjórn Everton vill halda sem fastast í leikmannninn enda hefur hann leikið frábærlega og er orð- inn, þrátt fyrir ungan aldur, fasta- maður í enska landsliðinu. Hann var orðaður við Chelsea fyrir skömmu og þá var hann metinn á 30 milljónir punda. Rooney er yngsti leikmaðurinn sem hefur spilað með enska lands- liðinu og varð yngstur til að skora í sigurleik gegn Makedóníu. Billy Kenwright, eigandi Ev- erton, lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vildi halda í Rooney sama hversu hátt boð hann fengi í leik- manninn. „Ég gleymi peningunum þegar ég sé strákinn í bláa búningnum,“ sagði Kenwright. „Rooney á heima í Everton og hann er ekki til sölu.“ ■ WAYNE ROONEY Rooney hefur staðið sig frábærlega með Everton síðan hann skoraði sitt fyrsta deildar- mark á Goodison Park í fyrra. Markið batt enda á 30 leikja sigurgöngu Arsenal. Stjórn Everton: Vill nýjan samning við Rooney FÓTBOLTI „Við ætlum að reyna að komast áfram í milliriðil,“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari U-19 landsliðs karla, sem keppir við Moldóva, Hollendinga og Ísraela í undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikið verður í Kisínev, höfuðborg Moldavíu. „Þetta er nokkuð reyndur hóp- ur en þarna eru samt eru þó nokkuð margir á yngra ári sem geta leikið með á næsta ári. Það er svolítið óvenjulegt.“ Guðni reiknar með að Hol- lendingar verði með sterkasta liðið. „Hollendingar eru bara sterk knattspyrnuþjóð. Ísraelar eru svolítið spurningarmerki. Við höfum spilað við þá áður og stundum eru þeir með mjög öfl- ugt lið. Moldóvana þekkjum við minna.“ Íslendingar léku tvo æfinga- leiki við Skota í vor, unnu einn en gerðu jafntefli í hinum. „Við þekkjum alveg okkar leikmenn og vitum að þeir hafa styrkleika til að standa sig. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Guðni Kjart- ansson. ■ Evrópukeppni U-19 liða karla: Ætlum að reyna að komast áfram

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.