Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2
2 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR „Ég sakna samvinnuhugsjónarinn- ar í íslensku viðskiptalífi sem SÍS byggði hugmyndafræði sína á.“ Vinstri grænir hafa lýst áhyggjum yfir því að KEA sé hætt að versla á Akureyri. Jón Bjarnason er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Spurningdagsins Jón, ertu farinn að sakna SÍS? Átök líkleg á lands- fundi Samfylkingar Líklegt er að átök verði um ýmis embætti á landsfundi Samfylkingar í lok mánaðarins. Niðurstaða í kosningum verður mælikvarði á styrk Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. STJÓRNMÁL Talið er líklegt að Stef- án Jón Hafstein, formaður fram- kvæmdastjórn- ar Samfylking- ar, fái mótfram- boð á landsfundi Samfylkingar- innar sem hefst 31. þessa mánað- ar. Stefán Jón hefur sjálfur í hyggju að bjóða sig fram til áframhaldandi starfa og segist hafa fengið mikla hvatningu til þess frá ýmsum for- ystumönnum flokksins að undan- förnu. „Ég hef ekki orðið var við nein- ar væringar og ég veit að ég hef mikilvægan stuðning úr ýmsum áttum því ég hef verið í sambandi við margt fólk í undirbúningi fyr- ir landsfundinn. Ég hef fundið að fólk sem er víða í forystu hefur áhuga á því að ég haldi áfram og hef ekki hugleitt annað en að gefa kost á mér verði farið fram á það; og ég stefni að því,“ segir Stefán Jón. „Ef einhver hefur áhuga á því að bjóða sig fram hef ég ekkert við það að athuga og finnst það fullkomlega eðlilegt.“ Ekki þarf að gefa kost á sér til kjörs í framkvæmdastjórn fyrr en á landsfundinum sjálfum og er talið að ef einhver bjóði sig fram gegn Stefáni Jóni verði það ekki tilkynnt fyrr en á allra síðustu stundu. Stefán Jón telst til stuðnings- manna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur innan Samfylkingar- innar en litið verður til niðurstöðu kosninga í framkvæmdastjórn sem mælikvarða á styrk hennar innan flokksins og möguleika hennar á að fella Össur Skarphéð- insson eftir tvö ár. Stefán Jón segir að fjárhagsleg staða Samfylkingarinnar hafi stað- ið flokknum fyrir þrifum en að nú horfi betur í þeim efnum. Innan skamms munu aðildarfélög Sam- fylkingarinnar skila fulltrúalistum á landsfund til skrifstofu flokks- ins, en einungis fulltrúar hafa at- kvæðisrétt í kosningum þótt starf fundarins sé öllum stuðnings- mönnum Samfylkingarinnar opið. Meginþema landsfundarins verður markalínan á milli mark- aðshagkerfis og velferðarþjón- ustu en að auki fara fram málstof- ur um Evrópumálin. Þá verður málstofa um auðskiptingu og það hvernig börn festist í fátækt og eins verður haldin málstofa um tækifæri ungs fólks til atvinnu og menntunar. thkjart@frettabladid.is Tillaga um afnám veiðibanns: 17 þingmenn vilja hefja veiðar STJÓRNMÁL Átján þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banni umhverfisráðherra við rjúpnaveiði verði hnekkt. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Gunnar I. Birgisson, Sjálf- stæðisflokki, en fjórtán sjálfstæðis- menn standa að tillögunni. Þrír sam- flokksmenn umhverfisráðherra; þau Birkir Jón Jónsson, Þórarinn E. Sveinsson og Kristinn H. Gunnars- son, eru meðflutningsmenn að til- lögunni ásamt Guðjóni A. Kristjáns- syni, Frjálslynda flokknum. Alls standa því sautján stjórnar- þingmenn að tillögunni og því ljóst að þingmeirihluti stendur ekki að baki ákvörðun umhverfisráðherra um veiðibann nema til komi veru- legur stuðningur frá stjórnarand- stöðunni. Gunnar I. Birgisson segist nokkuð viss um að ályktunin verði samþykkt en að umhverfisráð- herra séu gefnir ýmsir valmögu- leikar til þess að grípa til aðgerða til þess að vernda stofninn, t.d. að takmarka veiðitíma og leggja á tímabundið sölubann. Gunnar seg- ist ekki vera hrifinn af því að sett verði á sölubann og telur heppi- legra að notast sé við önnur úr- ræði. „Það er mikill urgur í samfé- laginu út af þessu máli,“ segir Gunnar. „Menn verða að fá að skjóta sér rjúpu í jólamatinn.“ ■ Sundabraut: „Eyjaleið“ arðbærust SAMGÖNGUMÁL Á fundi borgarráðs í gær var afhent svar við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, odd- vita sjálfstæðismanna, þar sem hann spurðist fyrir um framgang mála vegna undirbúnings á lagn- ingu Sundabrautar. Í svari borgarverkfræðings kom fram að verið væri að ljúka mats- skýrslu um umhverfisáhrif þeirra lausna sem verið hafa á teikniborð- inu. Í svarinu kemur fram að talið er að svokölluð „Eyjaleið“ sé arð- bærasta framkvæmdin. Kostnaður við þá leið er sagður vera 7,8 millj- arðar króna en sparnaður við fram- kvæmdina 16,5 milljarðar. ■ SKILRÍKI SKOÐUÐ Ísraelskur hermaður skoðar skilríki fólks utan Ramallah. Ísraelsher: 15 vísað á brott JERÚSALEM, AP Ísraelskar hersveitir réðust inn í flóttamannabúðir á landamærum Gaza-strandarinnar og Egyptalands í annað skipti í vikunni í gær og leituðu að jarð- göngum sem Ísraelar segja Palestínumenn nota til að smygla vopnum inn í landið. Um svipað leiti fyrirskipaði herinn að 15 Palestínumönnum yrði vísað frá Vesturbakkanum til Gaza-strand- arinnar fyrir þátttöku í baráttu gegn Ísraelum. Saeb Erekat, sem á sæti í palestínsku heimastjórninni, for- dæmdi brottvikninguna sem afar hættulegt skref. Brottvikningin er einungis sú þriðja sem herinn hefur fyrirskipað. ■ ÆTLAÐI AÐ SMYGLA FÍKNIEFN- UM Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af konu sem hafði ætl- að að fara með fíkniefni á Litla- Hraun síðastliðinn föstudag. Hún var með í fórum sínum tæplega 60 grömm af hassi og lítilræði af amfetamíni eða kókaíni. Hún var handtekin og yfirheyrð en sleppt að því loknu. HRAÐAKSTUR Lögreglan á Sel- fossi tók fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. STUTT VIÐ SADDAM Stuðningsmenn Saddams kölluðu slagorð honum til stuðnings og veifuðu seðlum með andlitsmynd hans. Tillaga um Írak: Enn deilt SÞ, AP Bandaríkjastjórn þrýstir á um að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna greiði atkvæði um ályktunar- tillögu sína varðandi Írak áður en vikan er úti. Samkvæmt ályktuninni ber framkvæmdaráði Íraks að til- greina dagsetningu almennra kosn- inga innan tveggja mánaða. Í henni er þó ekkert tekið fram um hvenær heimamenn eigi að fá völdin í sínar hendur. Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, lýsti vonbrigðum með ályktunartillöguna. Þjóðverjar segjast munu leggja til breytingar á ályktuninni en bandarískir embætt- ismenn segja mjög ólíklegt að þeir sætti sig við slíkt. ■ Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður: Ráðherra svari fyrir sýkingar STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Samfylkingar, hef- ur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um sýking- arhættu á sjúkrahúsum. Jóhanna segir tilefni fyrir- spurnar sinnar vera frétt Frétta- blaðsins á mánudag um að Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir telji sýkingarhættu vera inn- byggða í stóru sjúkrahúsin vegna hönnunar þeirra. Haraldur ritaði í Læknablaðið um málið. „Hver eru viðbrögð ráðherra við þeirri skoðun sóttvarnarlæknis um að strax verði að ráðast í bygg- ingu nýs Landspítala vegna smit- hættu í núverandi byggingum? Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeirri könnun yfirlæknis á smitsjúkdómadeild sem sýnir að auknar sýkingar megi rekja til þess að salernis- og hreinlætisað- staða sé ófullnægjandi? Verður það kannað nánar sem fram kom hjá sóttvarnarlækni í Læknablað- inu að ætla megi að spítalasýking- ar kosti Íslendinga hundruð millj- óna króna á ári hverju? Hve mörg sýkingartilvik hafa komið upp á sjúkrahúsum á síðastliðnum fimm árum, sem landlæknir metur að hafi verið alvarleg?“ spyr Jóhanna í fyrirspurn sinni. ■ ■ Lögreglufréttir STEFÁN JÓN OG INGIBJÖRG Stefán Jón telst til stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar. „Ég hef fundið að fólk sem er víða í forystu hefur áhuga á því að ég haldi áfram. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Hve mörg sýkingartilvik hafa komið upp á sjúkrahúsum á síðastliðnum fimm árum, sem landlæknir metur að hafi verið alvarleg?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður í fyrir- spurn sem hún beinir til Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Eimskip: Fundur hjá nýrri stjórn ATHAFNALÍF Stjórnarfundur í Eim- skipafélaginu stóð langt fram eftir kvöldi í gær. Þetta var fyrsti vinnufundur nýrrar stjórnar fé- lagsins undir forystu nýs stjórnar- formanns. Búist var við að stjórnarfundur tæki ákvörðun um að Magnús yrði starfandi stjórnarformaður á með- an nýir eigendur hrintu í fram- kvæmd helstu breytingum sem þeir hafa í hyggju í rekstrinum. Annar stjórnarfundur verður haldinn á föstudaginn. Eftir þessa tvo fundi má gera ráð fyrir að meginstefna nýrrar stjórnar verði orðin skýr. ■ GUNNAR I. BIRGISSON Vill fella veiðibann á rjúpu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.