Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 Frjálslyndir: Sligandi skuldir sjáv- arútvegsrisa SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég á erfitt með að sjá þá hagræðingu sem felst í því að drepa þessar sjávarbyggðir með þessari hörðu fiskveiðistefnu sem er ekkert annað en grímu- laus hagsmuna- gæsla og hefur ekkert að gera með fiskvernd. Fyrirtæki eru sameinuð í sjáv- a r ú t v e g s r i s a sem burðast með gríðarlegar skuldir og of- fjárfestingar,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, al- þingismaður Frjálslynda flokksins, um sameiningar þeirra stóru í sjáv- arútvegi. Hann segir að búið sé að eyða miklum fjármunum lands- manna í samgöngubætur og innri uppbyggingu í sveitarfélögum, til dæmis með byggingu skóla og heil- brigðisstofnana. „Einangrun byggðanna er alltaf að verða minni með hverju árinu sem líður. Margir þessara staða búa yfir miklum kost- um, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Ekki er að heyra annað á sjómönn- um en að nóg sé af fiski í sjónum en það má bara ekki veiða hann,“ segir Magnús Þór. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Fiskveiðistefnan ekk- ert annað en grímu- laus hagsmuna- gæsla. Sjálfstæðisflokkur: Kvótakerfi með öryggis- ventlum SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ríkisvaldið hef- ur í raun viðurkennt vandann með því að setja lög sem takmarka kvótaeign einstakra fyrirtækja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks. Hann segir að sú löggjöf sé tilkomin vegna ótta sem var um að of stór fyrirtæki gætu verið skaðleg byggðunum. „Hins vegar er athygl- isvert að fylgjast með því að menn óttast nú fremur áhrif þess á byggð- irnar að hið stóra fyrirtæki Brim verði brotið upp,“ segir Einar Krist- inn. Hann segir að ríkisvaldið viður- kenni einnig hættuna af kvótakerf- inu með því að búa til úrræði eins og smábátakerfið og byggðakvóta. „Kvótakerfi án öryggisventla gengur ekki upp,“ segir Einar K. ■ Afli í september: Samdráttur milli ára SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli ís- lenskra skipa var 93.300 tonn í ný- liðnum septembermánuði sam- kvæmt Hagstofu Íslands. Þetta er rúmlega 19 þúsund tonnum minni afli en í september í fyrra en þá veiddust 112.600 tonn. Botnfiskafli var 38.400 tonn í ár samanborið við 37.500 í fyrra. Þorskafli var 16.200 tonn saman- borið við 17.100 tonn í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur heildarafli alls 1.601 þúsund tonn- um og er það 265 þúsund tonnum minni afli en sama tímabil ársins 2002. Af botnfiski hafa borist á land 352 þúsund tonn. ■ LAUGAVEGI 20B GENGIÐ INN FRÁ KLAPPARSTÍG ö›ruvísi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.