Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 35
19MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 Tölvuskólinn Þekking Bæjarlind 2 Kópavogur Sími: 544 2210 www.tsk.is NÆSTU NÁMSKEIÐ SKRÁNING ER HAFIN Byrjendanámskeið 60 kennslustunda námskeið ætlað hinum fjölmörgu sem enga tölvukunnáttu hafa. Á þessu námskeiði eru allar greinar kenndar frá grunni og er farið rólega í hlutina. Hér er allt sem þú þarft til að komast vel af stað á sérlega hagstæðu verði. Kennslugreinar: Windows Word Excel kynning Internet og tölvupóstur Hefst 27. okt., kennt er á mánud. ogmiðvikud. Morgun- og kvöldnámskeið. Verð kr. 36.000,- llt kennsluefni innifalið( VISA / Euro) -A Almennt Tölvunám MCP A+ Vinsælt 60 kennslustunda tölvunám ætlað þeim sem hafa tölvugrunn að byggja á eða hafa einhverja reynslu af vinnu við tölvur en þurfa að auka við þekkingu sína, hraða og færni. Kennsla miðast við að þátttakendur geti tekið stöðluð evrópsk tölvupróf (TÖK) í Word og Excel óski þeir þess. Kennslugreinar: Skjalavarsla í Windows Word Excel Internet og Outlook tölvupóstur, dagbók og skipulag Hefst 28. okt., kennt er þriðjud. og fimmtud. Morgun- og kvöldnámskeið Verð kr. 38.000,- Innifalið í verði eru allar kennslubækur og 2 próftökur ( VISA / Euro) Hagnýt námsbraut í netstjórnun og almennri tölvuumsjón. Námið skiptist í tvo hluta, annars vegar MCP, þar sem kennt er ítarlega á Windows XP Professional, og hins vegarA+ þar sem farið er ítarlega í vélbúnað og stýrikerfi tölva. Hægt er að taka báða hlutana saman eða í sitt hvoru lagi. Ítarleg námslýsing á heimasíðu skólans Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá 17:30 til 21:30 og tvo laugardaga. Næsta námskeið hefst 23. október. : 158.000,- 98.000,- 98.000,- Verð MCP A+ (120 stundir) Verð MCP braut (60 stundir): Verð A+ braut (60 stundir): Tölvuviðgerðir Öryggi á netinu - nýtt Stutt og hnitmiðað námskeið fyrir þá sem vilja verða sjálfbjarga við minniháttar bilanir í vélbúnaði tölvunnar. Kennt er tvo laugardaga frá kl 10 - 16. Nánari lýsing á heimasíðu skólans. Næsta námskeið hefst Verð kr. 25.000,- (VISA - EURO) Ítarlegt og vandað námskeið fyrir almenna notendur. Þáttakendur læra að verjast tölvuþrjótum og öðrum hættum og leiðindum sem steðjar að á netinu. Markmið námsins er meðal annars að nemendur; Kennt laugard. 1., 15. og 29. nóv. 09:30 - 15:00 Verð 29.000,- eti séð hvaða upplýsingar vafrinn birtir um þá ekki aðferðir til að minnka varnarleysi gagnvart vírusum og gagnatapi æri öryggisatriði við verslun og viðskipti með t.d. verðbréf á Netinu eti verndað tölvupóstinn fyrir forvitnum og hindrað óvelkominn póst (spam) eti borið kennsl á öryggisveikleika heima fyrir og metið hvort þörf sé á eldvegg • g • þ • l • g • g Vefsíðugerð II Vandað 70 stunda námskeið ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af vefsíðugerð og vilja halda áfram og auka við þekkingu sína í þróaðri vefsmíði. Eftirfarandi námsgreinar kenndar frá grunni: HTML, Dreamweaver, Javascript, Style Sheets (CSS) og Flash Nánari lýsing á heimasíðu skólans Kennt er þriðjud. og fimmtud. 18:00 - 21:30 Hefst 23. október. Verð kr. 64.000,- (VISA-EURO) Stafrænar myndavélar Hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir helstu kosti og möguleika stafrænna myndavéla ásamt meðferð á stafrænum myndum í heimilistölvunni. Þátttakendur læra einnig að nota ókeypismyndvinnsluforrit Kennslubók á íslensku fylgir. Kennt er tvo laugardaga frá kl. 13:00-16:00. Nánari lýsing á heimasíðu skólans. Hefst 25. október Verð kr. 12.000,- MCSA 2003 180 kennslustunda nám í net- og kerfisstjórnun til undirbúnings hinni eftirsóttu MCSA2003 nafnbót. Að loknu þessu námi eiga nemendur að vera færir um að setja upp og sjá um rekstur netkerfa í Windows 2003. Nám þetta hentar jafnt starfandi net- og tölvu- umsjónarfólki sem fólki með góða grunnþekkingu á tölvuvélbúnaði og vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með alþjóðlegri prófgráðu. 70-270 Windows XP professional 70-290 Managing and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Environment 70- 291 Implementing, Managing, and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Network Infrastructure SY0-101 Comptia Security+ Kennt er aðra hverja helgi og er þetta því raunhæfur kostur fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Hefst 31. október. Server Eftirfarandi námsgreinar verða kenndar: Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans eða hjá umsjónarkennara sérfræðibrauta í síma 899 4370. Einnig er góða lýsingu að finna á kennsluvef Microsoft. Fjölbreytt úrval stuttra námskeiða á næstunni: Word - Excel - Powerpoint - Dreamweaver - Flash. sjá stundatöflu á www.tsk.is Leikskólinn Iðavöllur á Akur-eyri hlaut 3. sæti í eLearning Awards-keppninni sem er hluti af Eschola, samvinnuverkefni Evr- ópska skólanetsins, menntamála- ráðuneyta 26 Evrópuríkja og Evr- ópsku ráðherranefndarinnar. Markmið keppninnar er að verð- launa framúrskarandi upplýs- inga- og samskiptaverkefni í leik- skólum og voru alls 600 verkefni víðs vegar að úr heiminum skráð til þátttöku í keppninni. Verðlaunaathöfnin fór fram í Genf í Sviss 9. október og voru höfundar vefjarins, Arnar Yngva- son og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, ásamt leikskólastjóra Iðavallar, Kristlaugu Svavarsdóttur, við- staddir afhendingu verðlaunanna í Grand Théatre. Í ummælum dómnefndar segir meðal annars um vefinn að það sé „endurnærandi að sjá svo vandað- an vef sem er sérstaklega ætlaður börnum.“ Kristlaug Svavarsdóttir leik- skólastjóri segir að upphaf verk- efnisins megi rekja til þess að Anna Elísa Hreiðarsdóttir, sem er deildarstjóri á Iðavelli, hafi kom- ist á snoðir um keppnina. „Þá var komið mikið af verkefnum sem börnin höfðu unnið í sambandi við tölvurnar. Við ákváðum að bæta um betur og búa til vef sem héldi utan um verkefni barnanna. Anna Elísa og Arnar Yngvason, sem einnig er deildarstjóri á Iðavelli, settust þá niður og bjuggu í sam- einingu til þennan vef. Tilgangur- inn var að halda utan um verkefni barnanna og gera þau sýnilegri.“ Í vor varð ljóst að verkefnið væri komið í hóp 100 verkefna sem eftir voru í keppninni og í haust voru 10 verkefni orðin eftir. Kristlaug segir heilmikið efni bíða birtingar á vefnum og næstu daga muni heilmikið efni bætast inn á hann. „Þetta er bara eitt af því sem við erum að gera,“ segir Kristlaug. ■ VERÐLAUNAHAFAR Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Arnar Yngvason og Kristlaug ásamt fulltrúa Sun Micro- systems, sem var styrktaraðili eLearning Awards. Leikskólinn Iðavöllur verðlaunaður: Vefur með verkefnum barna skarar fram úr Við erum að höfða til áhuga-manna um veiðiskap, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir en vilja rifja upp,“ segir Ró- bert Schmidt, leiðbeinandi á nám- skeiðinu Vopn og veiðar hjá Náms- flokkum Hafnarfjarðar. „Þarna er fólk að læra um vopn, veiðar og meðhöndlun bráðar frá a til ö. Við fjöllum meðal annars um upphaf skotveiða á Íslandi, veiðitækni, veiðistaði og útbúnað til veiða. Ég fer í flestar veiðar sem Íslendingar hafa stundað, á gæsum, öndum, rjúpum, skarfa, svartfugli og hrein- dýrum, en auk þess skotveiðar af kajak. Þá tala ég um veiðar erlend- is, til dæmis elgsveiðar í Svíþjóð og villisvínaveiðar í Póllandi. Ég enda yfirleitt á að fjalla um meðhöndlun villibráðar, hamflettingu og mats- eld. Síðast vorum við með vínkynn- ingu og fórum yfir það hvaða vín henta vel með villibráð. Þarna erum við að kenna eitthvað sem ekki er kennt á venjulegum skot- vopnanámskeiðum, fjalla um sið- ferði í veiðiskap og gefa góð ráð um það hvernig á að bera sig að á veiði- svæðum. Maður er alltaf að læra og vanir menn hafa lært mikið á nám- skeiðunum. En ég myndi vilja sjá fleiri konur.“ Róbert telur mikla þörf fyrir námskeið af þessu tagi á Íslandi. „Ég hef tekið eftir því að fólk sem er að byrja finnur ekki þennan fróðleik. Enda er ekki nóg að lesa bækur, það þarf líka að fá reynslu frá veiðimanni. Ef fólk fer rétt að veiðir það betur og gengur betur um náttúruna. Íslendingar eiga ekki neina veiðihefð eins og í Evrópu. Við vorum þó alltaf að draga björg í bú og allir okkar for- feður voru veiðimenn. Nú eru veið- arnar frístundaiðja og við þurfum að læra að ganga um veiðistofnana af virðingu.“ ■ RÓBERT SCHMIDT Heldur námskeið um vopn og veiðar og telur mikla þörf fyrir fróðleik af þessu tagi. Vopn og veiðar: Bráðinni fylgt alla leið í ofninn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.