Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 22
15. október 2003Heimilisblaðið                                Þegar við skipuleggjum eld-húsinnréttingar verður aðtaka tillit til rýmisins og þarfa einstaklingsins,“ segir Ed- vard Sverrisson, eigandi Innvals í Kópavogi. „Við reynum að gera það besta úr því rými sem við höf- um og það getur verið býsna snú- ið að hanna gott eldhús með tilliti til vinnuaðstöðu og þarfa fólks. En við sem reyndir seljendur leyfum fólki ekki að fara út með innrétt- ingar sem henta þeim ekki. Við erum að selja persónulega hluti og þurfum að skynja þarfir neyt- andans.“ Yfirleitt er farið eftir hug- myndafræði um vinnuþríhyrning- inn svokallaða, en til eru ákveðnar reglur um fjarlægð milli vasks, eldavélar og ísskáps. Vegalengdin milli þeirra verður að vera mátu- lega löng og aðgengileg. Ekki má vera of langt á milli og í betri inn- réttingum eru helluborð og vaskur á sama borði. Þetta skapar hag- ræði við vinnu og eykur öryggi því ekki er gott að færa heita hluti milli borða. Talað er um að lág- marksfjarlægt frá vaski að eldavél sé 60 til 80 sm, en notandinn á ekki að geta haft eina hönd á rafmagni og aðra í vatni. Ef mátulega langt er frá eldavél að vaski er þar góð vinnuaðstaða. Þá er gott að hafa ís- skáp við hlið vinnuborðs til að geta lagt frá sér innkaupapoka og tínt í ísskápinn. Að mati Edvards má ofninn vera lengra frá þar sem hann er minna notaður. Edvard segir að eftir því sem framleiðslutækninni fleytir fram verði íhlutir eins og skúffur betri. Við það eykst geymslurými í neðri skápum og minni þörf verður fyrir efri skápa. Þetta helst í hendur við svokallaða naumhyggju og efri veggur eldhússins verður þá meira fyrir augað. Eftir því sem skúffur verða flottari og dýrari verður líka meiri tilhneiging til að draga úr kostnaði við efri skápa. Hæð borða og innréttinga fer eftir því hvað notendur eru hávaxn- ir. Edvard segir að yfirleitt vilji fólk hafa bakaraofninn uppi á vegg ef það er hægt og það hefur einnig færst í vöxt að færa uppþvottavélar upp á vegg til að bæta vinnuaðstöð- una. Aðstæður eru hins vegar mjög misjafnar. „Það er til dæmis ekki gott að hafa uppþvottavél langt frá vaski. En það er einhver lenska hér á Íslandi að setja vaska undir glugga. Slíkt getur gert okkur erfitt fyrir,“ segir Edvard. „Stundum þarf að umturna innri hönnun húsa því ekki var hugsað fyrir praktískum hlutum í upphafi. Raflagnir, lýsing, stað- setning innstungna og vatnslagnir henta ekki endilega fullbúnu eld- húsinu. Því fyrr sem við komum að hönnuninni, því betur getum við leiðbeint,“ segir Edvard og bætir því við að starf hans felist ekki síð- ur í sálfræði en sölumennsku. „Eftir því sem maður starfar leng- ur við þetta, þeim mun meiri víð- sýni öðlast maður. Hvert eldhús er nýtt verkefni sem kallar á nýjar lausnir.“ ■ Eldhúsinnréttingar Hvert eldhús kallar á eigin lausnir Málun svalagólfa getur veriðmikilvæg fyrir veturna. Að sögn Ingimundar Einarssonar, málarameistara, er orðið heldur seint um þessar mundir að standa í slíku þar sem farið er að kólna mikið. Dögg myndast þá á fletin- um yfir nóttina og því verður erfitt að bera á hann. Ingimundur segir að hiti þurfi helst að vera á bilinu 5-10 gráður til að hægt að sé að mála svala- gólf. Hann ráðleggur fólki sem vill verja svalagólfin sín að setja sílan vatnsvörn eða sílan festi á gólfin, sem hrindir rakanum í burtu. Þetta er gert til að sval- irnar verði ekki gegnsósa af vatni. Ingimundur segir að nokkuð sé um að fólk setji gervi- grasteppi á svalagólfin sín. „Þessi teppi halda rakanum inni og það verður allt gegnsósa af bleytu undir þessu,“ segir Ingi- mundur. „Það er allt í lagi að hafa þessi teppi á sumrin en ég ráð- legg fólki að taka þau af á vet- urna.“ ■ VINNUÞRÍHYRNINGURINN Gert er ráð fyrir ákveðinni fjarlægð milli eldavélar, vasks og ísskáps. EFRI HLUTI ELDHÚSSINS OFT MEIRA FYRIR AUGAÐ Skúffur og neðri skápar gegna stærra hlutverki. SVALARGÓLF EFTIR Hér má sjá sama svalargólf eftir að rignt hafði á það. Eins og sjá má perlar regnvatnið á steinfletinum og smýgur því ekki inn í steinninn. SVALAGÓLF Ingimundur ráðleggur fólki að setja sílan á svalagólfin sín. Svalagólf fyrir veturinn: Sílan til varnar raka Hvað varstuað kaupa? „Við vorum að kaupa perur, nagla, kló og kaffibox. Bara sitt lítið af hverju. Við erum að setja parket heima hjá okkur en þetta tengist því nú lítið.“ AÐALBJÖRG BALDVINSDÓTTIR OG GUÐLAUGUR VILHJÁLMSSON Húsráð Ef fólk lendir í því að tyggjóklínist í hár er ekki ráðlegt að rjúka til og ná í skærin. Hægt er að maka smjörlíki vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og þá er mun auðveldara að ná tyggjóinu úr. Þvoið svo hárið vel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.