Fréttablaðið - 15.10.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 15.10.2003, Síða 20
15. október 2003Heimilisblaðið4 Hvað varstuað kaupa? „Keðju og króka. Ég er að hengja upp há- talara í stofunni.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Í byggingavöruverslun Hvað ætlarðuað kaupa? „Ég er að fara að kaupa skrúfur í eld- húsinnréttinguna. Ég er að breyta gamalli innréttingu og verkinu er að ljúka.“ GUNNAR MAGNÚSSON Í byggingavöruverslun Hvað ætlarðuað kaupa? „Ég er að fara að kaupa hilluefni. Það á að setja upp hillu í sumarbústaðnum. Það er aðeins verið að reyna að flikka upp á hann.“ JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Í byggingavöruverslun Olíuborin parkett hafa veriðtöluvert í tísku upp á síðkastið. Klemens Júlínusson, hjá KJ Parkettþjónustunni, segir að kost- irnir við slík parkett séu þeir að afskaplega gott sé að endurnýja gólfið og viðhalda því í gegnum árin. „Fólk er líka með náttúru- legra útlit á gólfinu. Olíuborna gólfið verður einnig fallegra og fallegra með aldrinum. Ég er til dæmis með 4-5 ára gamalt olíu- borið gólf heima og það er orðið rosalega fallegt.“ Klemens segir að gallarnir sem fylgi olíubornu parketti séu að bera þurfi á það á eins til tveggja ára fresti. Engu að síður fækkar skiptunum eftir því sem gólfið verður eldra. Hvað varðar lökkuð gólf þá eru þau mun viðhaldsfrírri. „Það er hægt að endurlakka þau á 5-10 ára fresti eftir því hvað ágangurinn er mikill. En lakkaða gólfið verð- ur eiginlega ljótara frá fyrsta degi. Það fer fljótlega að rispast og það er voða lítið hægt að gera í því,“ segir Klemens. „Það þarf samt minna viðhald og margir kjósa það út af því.“ Að sögn Klemens er auðveld- ara að laga rispur á olíubornum gólfum en á lökkuðum. „Ef þú ert með partí og það er dansað á miðju stofugólfinu hjá þér og þú sérð rispur eftir á, þá geturðu lag- að þessar rispur án þess að þurfa að taka allt gólfið í gegn. Þú myndir aldrei gera það með lakk- að gólf því þú yrðir að lakka það allt aftur til að fá heildina. Þessi lökkuðu gólf eru engu að síður firnasterk og í heimahúsum þar sem umgangur er léttur þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af því að gólfið verði ónýtt fljótlega því það endist ágætlega.“ Ingólfur Rafn, starfsmaður Húsasmiðjunnar, segir að tölu- verður vandi fylgi því að bera olíu á parkett og sérstaklega að slípa þau. „Þú mátt ekki slípa þvert á parkettið heldur áttu að slípa eins og viðurinn liggur. Til þess eru notuð sérstök verkfæri á borð við stórar bandslípivélar og aðrar skífuvélar.“ Að sögn Ingólfs þarf að bera olíu á parkett tvisvar til þrisvar sinnum í fyrsta skiptið. Eftir það er öll umframolía þurrkuð í burtu. Ekki skal þvo parkettið fyrstu mánuðina en við þvott er ráðlegt að nota eins lítið vatn og hægt er og helst ekki sápu. ■ Olíuborið parkett verður fallegra með árunum Í gegnum tíðina hefur fólk gertnokkuð af því að mála hjá sér fyrir jólin. Ingimundur Einars- son málarameistari segir að þetta hafi breyst töluvert á undanförn- um árum. „Mér finnst vera meira um þetta fyrir páska og fermingar,“ segir Ingimundur. „Þá er orðið miklu bjartara úti. Fólk sér þá fyrr hjá sér óhreinindin eftir rómantíkina yfir jólin.“ Að sögn Ingimundar eru þrjár meginástæður fyrir því að fólk máli hjá sér vegna óhreininda. Þær eru reykingar, kertanotkun og arineldur. Sótið og tjaran sem myndist skapi óhreinindin. Einnig er mikið meira um að eld- hús séu opin inn í stofu. Það get- ur einnig valdið meiri óhreinind- um. „Fólk hefur orðið svo lítinn tíma fyrir jólin að það nennir ekki að standa í þessu stússi. Það er helst að það máli í október eða nóvember,“ segir Ingimundur. Hann segir að meira sé um að hús- félög láti teppaleggja og mála fyr- ir jólin en einstaklingar. ■ Minna um að fólk máli fyrir jólin Bjartara um páskana INGIMUNDUR EINARSSON Segir að meira sé um að fólk máli hjá sér fyrir páska og fermingar. KLEMENS JÚLÍNUSSON Auðveldara að laga rispur á olíubornum gólfum. PARKETT Ekki er talið ráðlegt að þvo olíuborið parkett með sápu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.