Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Bjartsýnin er ekki login upp á ís-lensku þjóðina. Allan vafa tók af um það á laugardaginn var í Ham- borg þegar Íslendingar fjölmenntu til að styðja sína menn á fótboltavell- inum. Íslendingarnir sem þarna voru saman komnir létu það ekki á sig fá að þeir voru um 3.000 en Þjóð- verjarnir aftur 50.000 á leikvang- inum, enda má segja að Íslending- arnir hafi í raun verið fleiri miðað við höfðatölu. Menn voru sammála um að horfur væru góðar, að minnsta kosti á að Litháar gerðu jafntefli eða ynnu Skota þannig að við kæmumst í umspilið. ÞAÐ ER ÓLÝSANLEG tilfinning að vera á fótboltaleik á 50.000 manna leikvangi. Stemningin hlóðst upp og rafmagnaðist og loksins hófst leikurinn. Spennan var í al- gleymingi og í hvert sinn sem okkar menn misstu frá sér boltann hófu Íslendingarnir að senda jákvæðar bylgjur til leikmannanna og biðu í ofvæni eftir að boltinn ynnist til baka. Andinn í leikhléi var góður, staðan 1-0 og okkar menn vaxandi á vellinum. Það var því ekki útilokað að okkur tækist að jafna. Fréttir bárust frá Skotlandi um að ekki hefði verið skorað mark í leik Skota og Litháa þannig að almennt var talið að horfur væru góðar. ÞEGAR MANNFJÖLDINN leið út af leikvellinum einkenndi æðru- leysið mál manna í Íslendingahópn- um. Allir voru sammála um að ósanngjarnt hefði verið að dæma af markið sem okkar menn skoruðu og að ef það hefði ekki gerst hefði leik- urinn snúist og niðurstaðan orðið önnur. Gleðin yfir að hafa verið þarna á vellinum og horft á þennan mikla fótboltaleik virtist samt alger- lega hafa yfirhöndina. MIÐAÐ VIÐ stemninguna á Íslend- ingadansleiknum eftir leikinn veit ég satt að segja ekki hvernig við hefð- um átt að fagna ef Litháarnir hefðu unnið Skotana. Ég tala nú ekki um hvað hefði gerst ef við hefðum náð jafntefli við Þjóðverjana (ég minnist nú ekki á sigur) þetta laugardagssíð- degi. Það var eins og þakið ætlaði af litlu sveitakránni þar sem Íslending- arnir fögnuðu. Og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Um alla Ham- borg mátti heyra í Íslendingum skemmta sér fram eftir allri nóttu. Við erum örugglega bjartsýnasta þjóð heims. ■ Áfram Ísland

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.