Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 30
15. október 2003Heimilisblaðið14 Litadýrðin í náttúrunni er ótrú-leg og það þarf lítið til að gera eitthvað fallegt. Fólk á að vera óhrætt við að nota það sem hendi er næst, strá, laufblöð og fleira,“ segir Júlíana Rannveig Einars- dóttir fagstjóri blómaskreytinga- brautar Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún segir að haustkransar séu vinsælir en einnig lengjur og vafningar sem til dæmis er hægt að leggja á matarborð. Gott er að nota fínan vír, vefja þannig sam- an borðskraut og setja til dæmis ber á milli. „Það er hægt að gera óhemju mikið með einfalda vafn- inga,“ segir Júlíana. Hægt er að geyma lyng og annað efni úr náttúrunni til að nota í jólaskraut og á jólakort en ákveðnar tegundir geymast betur en aðrar. Sígrænn gróður eins og sortu- lyng hentar vel í skreytingar og beitilyng heldur sér einnig vel. Hjartasteinbroti er með sígræn blöð sem fá fallegan rauðfjólublá- an lit á haustin og er hægt að nota þau á jólaborðið. Fura og lerki eru líka falleg í kransa og lengjur. Flest laufblöð koma vel út í skreytingum. Best er að nota laufblöð sama dag og þau eru tínd því þau verða stökk ef þau eru þurrkuð. Gott er að setja rakan klút yfir skreytinguna í einn til tvo sólarhringa, þá verpast blöðin síður. Ef nota á blöðin á jólakort þarf hins vegar að þurrka þau fyrst. Krækiberja- og bláberjalyng er vandmeðfarið. Bláberjalyng verður fallega rautt eftir að það frýs og ef því er náð strax eftir fyrstu frostin er hægt að nota það og úða vel með lakki til að það haldi sér. Lyngið er einnig hægt að geyma í poka á köldum stað og úða reglulega með vatni. Þegar svo unnið er úr því er best að úða það með vatni á undan og með lakki þegar skreytingin er tilbúin. Júlíana segir að ef gengið er af virðingu um náttúruna eigi ekki að saka að sækja sér efnivið í skraut af þessu tagi enda er flest- ur garðagróður hvort eð er á leið í dvala. ■ Það hefur verið vinsælt undan-farin ár að „finna sinn stíl“ og á þrítugasta og sjötta aldursári held ég loksins að ég sé búinn að finna minn stíl í húsgögnum og öðru sem prýðir heimili mitt. Ef ég bakka um sirka tíu ár til minn- ar fyrstu íbúðar þá var þar ráð- andi algjör anarkismi og kaos, öllu ægði saman og skipti litlu hvort hlutirnir komu úr Casa eða Kolaportinu. Ég hef flutt oft síðan þá, bæði úr stóru í lítið og öfugt. Þessar stærðarbreytingar hafa haft ótrú- lega höfuðverki í för með sér, eitt passar hér en ekki þar. Eftir fyrstu íbúðina ákvað ég að ég væri antíktýpa og safnaði að mér ýmsu sem líktist antík eða var bara þungt og úr dökku timbri!! Antík er skilgreind þannig að munirnir séu hundrað ára eða eldri eða hafi verið í sömu fjöl- skyldu í þrjá ættliði. Það skipti mig akkúrat engu máli heldur sankaði ég bara að mér öllu sem ég fékk ódýrt, gamalt og ef það var sjúskað var það ekki verra. Þegar hér var komið sögu var ég fluttur í helmingi stærra hús sem var í svipuðu ástandi og hús- gögnin mín – sem sagt ódýrt, gam- alt og sjúskað. Þegar ég var búinn að gera það fínt og fylla það af áð- urgreindum húsgögnum fann ég annað, í verra ástandi, og keypti það. Einu vandræðin voru að það var miklu minna en hitt og ég þurfti að skáskjóta mér á milli húsgagnana sem heimtuðu að rekast í tærnar á mér í öðru hverju skrefi og voru að gera mig geðveikan! Best að hætta í „antíkinu“ hugsaði ég og keypti mér litla íbúð á Víðimelnum, svona fúnkis íbúð, hrikalega vel skipulagða og nýtískulega miðað við fyrri hýbýli og nú átti sko að breyta um stíl maður. VÁ hvað það átti að breyta. Pikkaði upp símann, hringdi í ALLA sem ég þekkti og seldi allt nema rúmið mitt og eld- húsklukkuna! Svo var farið með útsölupeninginn í eina af betri verslunum borgarinnar og ný bú- slóð keypt með dyggri aðstoð frá Visa Ísland! Rosalega er ég módern gæi hugsaði ég og var rosa ánægður með mig. Tveimur dögum seinna sá ég sjúskað gamalt hús sem var ódýrt og keypti það en seldi Víði- melinn sem átti að hýsa nýju bú- slóðina. Nú var nýja módern bú- slóðin mín í húsi frá 1900 og pass- aði engan veginn! Síðan þá hef ég lært að taka minni skref í þessum málum. Í dag blanda ég þessu saman: Allt dót sem hefur ein- hverja þýðingu fær pláss og meira að segja pabbi minn sem er hrikalegur safnari er bókstaflega hneykslaður á því hve mikið af hlutum ég nenni að hafa í kringum mig. Málið er bara að mér hefur lærst að mér líður vel að hafa alls konar hluti í kring um mig, ég hef prufað að hafa fátt og líka að hafa nánast ekki neitt, það virkar bara ekki fyrir mig. Það er til orðatil- tæki sem hljómar svona: „Það þarf allar tegundir til þess að búa til heim“ og jafn svakalegan sann- leik hef ég ekki heyrt í háa herr- ans tíð, það er nefnilega svo að það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Í gegnum tíðina hef ég gerst sekur um að elta nánast alla tísku- strauma sem um getur, það er meira að segja þannig að fjölskyld- an mín miðar við Boss-tímabilið, pönktímabilið og svo framvegis hjá mér þegar verið er að reyna að staðsetja eitthvað í lífshlaupi mínu og ég mun halda áfram að vera annað hvort herramaður eða hipp- hoppari í klæðaburði eftir því hvernig skapi ég er í. Þegar hins vegar kemur að inn- anstokksmunum hef ég uppgötvað að flott hönnun getur verið hrylli- lega óþægileg og hef oft sagt að þegar æðisleg hönnun hættir að vera praktísk er hún í raun og veru skúlptúr. En það er aftur á móti margt til sem ber nafn þekktra hönnuða sem er bæði vandað, þægilegt og fallegt, málið er bara að finna „sinn stíl“, vera trúr sjálf- um sér, varast tískustraumana og einfaldlega kaupa það sem manni líður vel með – virða smekk ann- arra og vera sáttur við sinn. Í mínu tilviki hefur þetta ferli tekið svakalegan tíma svo ég tali nú ekki um blóðið, svitann og tár- in! Ég tel mig samt hafa lent standandi og hef undanfarið í auknum mæli lifað eftir texta sem Elísabet frænka mín gaf mér inn- rammaðan í jólagjöf fyrir margt löngu en hann hljómar svona: „Vinir og fjölskylda gera hús að heimili“ – sannari orð hef ég ekki heyrt í seinni tíð. Allt gott til ykkar, Frikki Haustskreytingar Hægt að ná í efnivið út í garð Leitin að hinum rétta stíl Friðrik Weisshappel keypti og seldi íbúðir og húsgögn þar til hann fann sinn stíl. LAUFBLÖÐ, GREINAR, BER OG BÖRKUR Getur verið góður efniviður í borðskreytingar. BEST ER AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Og nýta það efni sem gefst. góð/ráð FRIÐRIK WEISSHAPPEL ■ hefur pláss fyrir allt dót sem hefur þýðingu fyrir hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.