Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 26
15. október 2003Heimilisblaðið10 Hvað varstuað kaupa? „Fullt af rafmagnsdóti til að ég geti gengið snyrtilega frá raflögnunum hjá föður mín- um. Þetta eru stokkar fyrir gamlar utaná- liggjandi snúrur og tengidósir fyrir snúrur og lampa.“ PÉTUR MAGNÚSSON Í byggingavöruverslun Hvað varstuað kaupa? „Ég var hérna með mági mínum sem var að kaupa tvo vaska. Hann er að endurnýja eld- húsið og baðið hjá sér. Ég er að skutla hon- um á milli staða. Hann er einn af þeim fáu sem eiga ekki bíl og ekki GSM-síma.“ ÆGIR PÉTURSSON 0Það tekur okkur ákveðinn tímaað aðlagast breyttum aðstæð- um á haustin,“ segir Ingi Már Helgason, lýsingarráðgjafi hjá Lumex. „Við förum úr mikilli sumarbirtu yfir í skammdegið og höfum því meiri þörf fyrir lýs- ingu í kringum okkur. Við þurfum að fara að kveikja ljósin, endur- nýja perur og annað. Ég tel að mörgu leyti æskilegt að hafa meira ljós til að byrja með á haustin og auðvelda þannig aðlög- unina. Svo má draga úr lýsingunni þegar líður á veturinn. Birta hef- ur mikil sálræn áhrif og getur stjórnað skapi okkar og hegðun. Það er því mikilvægt að vera með- vitaður um breytingarnar og skoða hvað það er sem hefur áhrif á okkur. Við getum til dæmis lag- að lýsinguna á heimili eða vinnu- stað.“ Ingi telur æskilegt að vera með meiri birtu en minni og nota síðan ljósdeyfa til að finna réttu stemninguna hverju sinni. Þegar allir lampar eru kveiktir eigi að vera hægt að hafa lýsinguna nokkuð bjarta. „Gott ráð er að kveikja öll ljós og athuga hvort lesbjart er um allt herbergið. Þá er nóg lýsing í grunninn. Svo þarf að vera hægt að slökkva einhver ljós eða dimma þau. Of mikil birta getur til dæmis eyðilagt stemninguna þegar maður býður gestum heim. Gott er að blan- da saman b o r ð l ö m p - um, stand- lömpum og á h e r s l u - l ö m p u m eins og k ö s t u r u m . Enda hefur s t e m n i n g i n sem birtan skapar mestu áhrifin á skap- ið. Ef birtan er meiri virkar hún örvandi en minni birta hægir á manni.“ Ingi segir fólk stundum gera þau mistök að kaupa lampa eða ljós eingöngu eftir útliti. „Aðal- atriðið er birtan sem lamp- inn gefur. Best er að leita ráða hjá raftækjaversl- un, fá lánaða lampa og prófa sig áfram. Nota- gildi og útlit fara ekki alltaf saman.“ Ingi minnir einnig á að hvert rými kall- ar á mismunandi birtu. „Við þurfum ekki sömu birtu í eld- hús og stofu. Í svefn- herbergi þarf að lýsa vel á fataskápinn. En svo þarf rólegri birtu til að vakna við því þegar maður er að vakna og myrkur er úti er vont að fá sterkt ljós framan í sig. Við þurfum að vera meðvituð um það hversu mikið úrval er á markaðnum og setja lýsinguna ofar á for- gangslistann. Húsnæði verð- ur ekki notalegt ef lýsingin hentar ekki.“ ■ SKAP OKKAR SVEIFLAST EFTIR BIRTUNNI Lýsing er því gott tæki til að ná betri stjórn á tilfinningunum. INGI MÁR HELGASON Lýsingarráðgjafi segir mikilvægt að stjórna stemningunni með birtu. Þegar myrkrið skellur á Birta hefur mikil sálræn áhrif

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.