Fréttablaðið - 15.10.2003, Side 34

Fréttablaðið - 15.10.2003, Side 34
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Mímir – símenntun stendur fyriráhugaverðu námskeiði í nóvem- ber, þar sem Guðbergur Bergsson rit- höfundur leiðir þátttakendur inn í heim Don Kíkóta. „Ég ætla að ræða um þessa sögu og meðal annars setja hana í sögulegt samhengi við stjórn- mál á Spáni og tengsl við ítalskar bók- menntir, því Cervantes var lengi á Ítalíu. Þá ætla ég að fjalla um spæns- ka myndlist á þessum tíma vegna þess að þetta er allt í vissu samhengi. Það er ekki hægt að skilja þetta verk sem eitthvert einangrað fyrirbrigði,“ segir Guðbergur. Hann segir ekki nauðsynlegt að þátttakendur hafi lesið bókina. „Ég fer í byggingu bókarinnar og reyni að komast að einhverri niðurstöðu um hver þessi Don Kíkóti er og ekki síður aðstoðarmaður hans, Sansjó Pansa. Ræða um sálarlífið, og það þegar framsæknir menn gera sér grein fyrir því að það er sálarlíf í einstaklingun- um.“ Guðbergur segir Don Kíkóta eiga erindi við fólk á öllum tímum. „Þetta er svo margþætt verk og ég ætla að reyna að útskýra og gera bók- ina aðgengilega fólki.“ Seinna bindið af Don Kíkóta kemur út í þýðingu Guðbergs hjá JPV-útgáfu á næstu dögum, en fyrra bindið kom út í fyrra. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. nóvember klukkan 20.15 í Borgarleik- húsinu og verður á mánudagskvöldum út nóvember. „Þetta verður að ein- hverju leyti í fyrirlestraformi, en fólki er velkomið að tjá sig og ræða málin,“ segir Guðbergur. Leikritið Don Kíkóti verður svo sett upp í Borgarleikhúsinu á næsta ári. ■ Námskeið Guðbergs um Don Kíkóta: Setur söguna í samhengi GUÐBERGUR BERGSSON Hefur þýtt söguna um Don Kíkóta. Kvenstúdentar í Cambridge og Oxford: Vilja kvenna- skóla áfram Nemendur háskóla í Oxford ogCambridge hafa hrundið af stað herferð til að varðveita þá skóla í bæjunum sem hafa eingöngu verið opnir konum. Þrír skólar í Cambridge og einn í Oxford hafa hingað til verið vígi kvenna og nemendur þessara skóla hafa sameinast gegn því að það breytist. Til stóð að opna St. Hildu-há- skólann í Oxford fyrir karlmönnum, en stuðningshópur til varnar kvenna- skólum segir að fjölda kvenna sé það mikilvægt að geta stundað nám þar sem eingöngu eru kvennemendur. „Það eru vissulega margar konur sem kjósa að stunda sitt nám í blönduðum háskólum, en þær eru líka margar sem telja sig ekki blómstra nema í kvennasamfélagi. Til að tryggja að allar konur hafi val höfum við ákveð- ið að berjast fyrir því að kvennaskól- ar verði áfram reknir sem slíkir,“ segir Catherine Wallis, formaður kvenstúdentaráðsins í Oxford- háskóla. ■ Jógakennarar í félagi: Vilja betri jógakennslu Í vor var stofnað Félag jógakenn-ara á Íslandi. Tilgangur félagsins er að auka samstarfsvettvang ís- lenskra jógakennara, stuðla að auk- inni menntun þeirra, auka meðvit- und samfélagsins um faglega og góða jógakennslu og efla útbreiðslu jógaiðkunar. Á fundinum voru þrír kosnir í stjórn, Helga Mogensen formaður, Guðjón Bergmann ritari og Áslaug Höskuldsdóttir gjaldkeri. Fyrsti al- menni félagsfundurinn verður hald- inn 25. október klukkan 15.30 í Ár- múla 38, 3. hæð. ■ ■ Fyrirlestur VELFERÐ OG MÆÐRAHYGGJA Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðing- ur flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofu í kvenna- og kynjafræð- um fimmtudaginn 16. október klukk- an 12.05-13.00 í stofu 301 í Árna- garði. Fyrirlesturinn kallar hún Vel- ferð og mæðrahyggja í íslenskri kvennahreyfingu 1915-1930. Í fyrir- lestri sínum ræðir Kristín um hlut- verk íslenskrar kvennahreyfingar eftir að konur fengu takmarkaðan kosningarétt árið 1915. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Í 96 ÞÚSUND EINTÖKUM – 515 7500 OPNIR FYRIRLESTRAR Við Háskóla Íslands er fjöldinn allur af opnum fyrirlestrum, málþingum og málstofum sem njóta mikilla vinsælda. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þessir viðburðir tengjast oft málum sem eru ofarlega á baugi. Fræðimenn úr fremstu röð, bæði innlendir og er- lendir, fjalla á lifandi hátt um margvíslegar hliðar mikil- vægra málefna. Dagskrá Opins Háskóla er kynnt á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.