Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 Innheimtua›fer›ir sem skila árangri PREMIUM innheimtukerfið er fullkomið innheimtuferli sem sett er upp samkvæmt þínum óskum. Við beitum áhrifaríkum aðferðum við að komast að samkomulagi við viðskiptavini þína. Við leggjum ávallt mikla áherslu á sveigjanleika og góð mannleg samskipti. Við gætum þess sérstaklega að viðskipta- sambönd spillist ekki. Þetta hefur skilað framúrskarandi árangri fyrir viðskiptavini okkar. Þegar þú kemur í viðskipti til okkar þá færðu lykilorð sem veitir þér beinlínuaðgang að kröfusafni þínu. Allar upplýsingar eru á rauntíma. Þú getur fylgst með samskiptum okkar við greiðendur. Nei, við geymum ekki fé þitt. Þú færð greiðslur frá okkur jafnóðum og þær berast. Allar greiðslur eru komnar inn á bankareikning þinn morguninn eftir greiðsludag. Bókhaldið þitt fær líka góða þjónustu! Þú getur prentað út skilagrein frá okkur eftir að millifærsla hefur átt sér stað. Rafræn greiðsluskrá er líka útbúin fyrir algengustu bókhaldskerfi. Þriðjungur af viðskiptavinum okkar voru í upphafi greiðendur. Þeim líkaði svo vel viðmót starfsfólks okkar að þeir ákváðu að færa innheimtumálin sín til okkar. Þetta eru bestu meðmælin. Þú fylgist ávallt með okkur! Við geymum ekki fé annarra! Bestu meðmælin Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 1200 Greiðsluseðill Tilkynning um eindaga Áminning Ítrekun Viðvörun Ábyrgðarbréf Fruminnheimta UppgjörMilliinnheimta LUNDÚNIR, AP Breska ríkisstjórnin ætlar að hrinda af stað herferð gegn fótboltabullum, ofstopafull- um nágrönnum, betlurum og öðr- um sem eru samborgurum sínum til ama. David Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, segir að ríkis- stjórnin ætli að reyna að breyta viðhorfum ráðamanna og lögreglu í garð þeirra sem sýna af sér and- félagslega hegðun. Herferðinni er einkum beint að tíu borgum þar sem betl, yfirgefin ökutæki, of- stopafullir nágrannar og ölvun á almannafæri eru vaxandi vanda- mál. Lögreglumenn og borgar- starfsmenn verða þjálfaðir sér- staklega til að kljást við þessi vandamál. ■ Enskt vandræðafólk: Herferð stjórnvalda LAGANNA VERÐIR Breskir lögreglumenn eiga að hafa hendur í hári vandræðagemlinga. FÆÐINGAR „Það gæti farið að vera spurning um hvað eigi að verða um fæðingarþjónustu víðs vegar um landið,“ segir Matthías Halldórs- son aðstoðarland- læknir. Hann segir stöðum á lands- byggðinni með fæðingarþjónustu hafa fækkað síð- ustu ár, oft í and- stöðu við vilja heimamanna. Tækninni hafi fleygt fram og samgöngurnar séu orðnar betri. Ekki sé hægt að hafa fullkomna tækni, þjónustu og mannskap á öllum stöðum. Barn lést nýverið á Landspítal- anum en það hafði verið flutt þangað ástamt móður eftir erfiða fæðingu í Keflavík. Á meðan and- látið er rannsakað verða deyfing- ar í legháls lagðar niður í Kefla- vík. Í Morgunblaðinu kom fram að fæðingin hafi gengið erfiðlega og móðirin hafi verið deyfð í leghálsi til að lina verki. Barnið var svo tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var flutt fljótlega ásamt móður- inni með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Matthías segir leghálsdeyfingu hafa verið notaða í rúman áratug í Keflavík og hafa gefist vel. Hins vegar sé spurning um hvenær eitthvað sé orðið of hættulegt og alltaf sé ástæða til að endurskoða hlutina. Hann segir að í Reykjavík sé möguleiki á sérfræðingum á vakt allan sólarhringinn og þar séu notaðar deyfingar sem svæf- ingarlæknar þurfi að sjá um. Nú er fæðingarþjónusta á fimmtán stöðum víðs vegar um landið. „Ekki er hægt að fara efnislega út í þetta einstaka tilvik í Kefla- vík. Ég býst ekki við að það taki langan tíma að vinna úr því. En við þurfum að leggja öll spil á borðið og fá umsögn óháðs sérfræðings.“ Hann segir að athuga þurfi meðal annars hvort, deyfingin hafi verið gerð rétt, hvort tæknilega hliðin hafi verið í lagi, rétta efnið notað og í réttu magni auk allra annara hliða þessa tilviks. hrs@frettabladid.is FÆÐINGARDEILD Stöðum á landsbyggðinni með fæðingarþjónustu hafa fækkað síðustu ár, oft í andstöðu við vilja heimamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Horft til fækkun- ar fæðingardeilda ■ Matthías segir leghálsdeyfingu hafa verið not- aða í rúman áratug í Kefla- vík og hafa gef- ist vel. Aðstoðarlandlæknir segir að ekki sé hægt að hafa fullkomna þjónustu, tæki og mannskap á öllum sjúkrahúsum landsins. Útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh: Í frí vegna fíknar BANDARÍKIN Bandaríski útvarps- maðurinn Rush Limbaugh hefur tjáð hlustendum sínum að hann sé kominn í þrjátíu daga frí til þess að fara í endurhæfingu vegna misnotkunar á verkjalyfjum. Upp komst um vandamál Limbaughs þegar fyrrum þjón- ustustúlka hjá honum upplýsti að hún hefði haft það hlutverk að sjá honum fyrir verkjapillum í þús- undatali. Limbaugh er erkiíhalds- maður og ákaflega umdeildur í heimalandi sínu. ■ LIMBAUGH Útvarpsmaðurinn tilkynnti hlustendum sín- um að hann væri að fara í meðferð vegna fíknar í verkjapillur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.