Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 7
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y2 24 74 10 /2 00 3 Fjölskyldubílar Kassaklifur, skátaþrautir, svifbraut, hestaþraut, sund, léttar veitingar og fleira. Jeppar Blindakstur, torfærubrautir, sandakstur, vatnaslark, tímataka, dekkjaþraut, léttar veitingar og fleira TOYOTAEIGENDUR: TAKIÐ FRÁ NÆSTU HELGI. Við látum reyna á græjurnar og förum saman í Haustsafarí á Toyotadaginn, 18. október. Skemmtilegar ökuleiðir. Dúndrandi Toyotafjör. Við ljúkum deginum með veislu og skemmtiatriðum þar sem verður slakað á eftir góðan dag. Dregið verður í þátttökuhappdrættinu og afhent verðlaun. Vertu með! Nánari upplýsingar og skráning á www.toyota.is Við verðum öll úti að aka þann átjánda 7MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 FOGH RASMUSSEN OG PRODI Danski forsætisráðherrann og forseti fram- kvæmdastjórnarinnar ræddu málefni ESB á fundi í gær. Fogh Rasmussen: Sterka fram- kvæmda- stjórn BRUSSEL, AP „Við teljum sterka framkvæmdastjórn tryggingu fyrir hagsmunum samfélaganna í Evrópusambandinu,“ sagði And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, að loknum fundi með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins í Brussel. Danski forsætisráðherrann ít- rekaði stuðning sinn við að fram- kvæmdastjórninni yrði veitt mik- ilvægt hlutverk í stjórnarskrá ESB og lagði áherslu á að minni ríki væru fullgildir þátttakendur í framkvæmdastjórninni. „Það er mjög mikilvægt að öllum ríkjum finnist að komið sé fram við sig sem jafningja.“ ■ MALASÍA Leiðtogafundur 57 múslímaríkja er haldinn í Putrajaya í Malasíu. Fundur múslímaríkja: Írakar boðn- ir velkomnir MALASÍA, AP Utanríkisráðherrar 57 múslímaríkja hafa lagt blessun sína yfir bráðabirgðastjórnina í Írak. Í yfirlýsingu sem lögð var fram á leiðtogafundi í Malasíu voru Írakar boðnir velkomnir í samtök múslímaríkja, OIC. Þess var þó krafist að völdin í landinu yrðu sett í hendur heimamanna eins fljótt og auðið væri. Í yfirlýsingunni var lögð áher- sla á það að Sameinuðu þjóðunum bæri að gegna lykilhlutverki í uppbyggingu Íraks. Ráðherrarnir fordæmdu einnig hryðjuverka- árásirnar í Bagdad á undanförn- um vikum og ítrekuðu mikilvægi þess að Írakar fengju óskorað vald yfir landsvæðum sínum og auðlindum. ■ Jöklar á Öræfum hafa minnkað ört síðustu árin: Skaftárjökull hopar 82 metra á einu ári NÁTTÚRA Skaftárjökull hefur hopað um 82 metra frá því síðasta haust. Þetta kemur fram í samtali horna- fjarðar.is við Guðlaug Gunnarsson. Guðlaugur er fyrrum bóndi í Svínafelli og hefur séð um mæling- ar á jöklunum í Öræfum frá 1947. Hann segir þá 82 metra sem Skaft- árjökull hopaði vera með því mesta sem hann hafi séð. Þá segir Guð- laugur að Svínafellsjökull hafi gengið fram um 7 metra. Þó gildi það sama um hann, að hann hafi þynnst og styst til hliðanna. Enn fremur hafi falljökull austan Svína- fellsfjalls hopað um 34 metra. Bráðnunin sé minnst þar sem mikl- ar grjótrendur séu á hluta jökulsins. Guðlaugur segir að síðustu fjögur til fimm árin hafi orðið hvað mestar breytingar; jöklarnir hafi hopað stöðugt og þynnst mikið. Hornafjordur.is hefur eftir Ragnari Frank þjóðgarðsverði að Skeiðarárjökull hafi skriðið fram um 81 metra austan til en hopað örlítið fyrir miðju. Þó jökullinn hafi skriðið fram í fyrsta skipti í fimm ár sé hann orðinn mjög flatur og hafi lækkað á annan tug metra. Fram hefur komið í Fréttablað- inu að mælingar Hallsteins Har- aldssonar sýna að Snæfellsjökull hefur þynnst mjög mikið og hopað nokkuð á síðustu árum. ■ Geðhjálp: Samningur undirritaður HEILBRIGÐISMÁL Skrifað var undir nýjan þjónustusamning heilbrigðis- ráðuneytisins og Geðhjálpar í gær. Ráðuneytið greiðir kostnað vegna heilbrigðisstarfsmanns sem veitir geðsjúkum þjónustu í félags- miðstöð Geðhjálpar á Túngötu í Reykjavík. Geðhjálp skal sam- kvæmt samningnum tryggja göngu- deildarþjónustu í sex til átta klukkustundir á virkum vinnudög- um og uppfylla öll skilyrði laga og reglugerða um faglega þjónustu. Landlæknir hefur samkvæmt samningnum faglegt eftirlit með starfseminni samkvæmt samningn- um. ■ SKAFTÁRJÖKULL Mælingar sýna að jöklar í Öræfum eru að dragast saman, ýmist hopa þeir til fjalla eða þynnast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.