Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 6
6 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76,35 0,58% Sterlingspund 126,79 0,67% Dönsk króna 11,97 0,40% Evra 88,94 0,38% Gengisvísitala krónu 125,43 0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 322 Velta 5.629,1 milljón ICEX-15 1.855,0 -0,23% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands 306.458.294 Íslandsbanki 173.608.943 Sjóvá-Almennar tr. hf. 119.146.660 Mesta hækkun Össur 2,91% Flugleiðir 1,75% Nýherji 1,09% Mesta lækkun Samherji -3,23% Framtak fjárfestingabanki -2,86% Líf hf. -2,27% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.752,6 -0,1% Nasdaq* 1.929,8 -0,2% FTSE 4.334,1 -0,7% DAX 3.524,0 -0,4% NK50 1.386,6 0,0% S&P* 1.044,1 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvenær tekur nýr gjaldmiðill gildi íÍrak? 2Hvaða íslenski stjórnmálaflokkur villtaka upp evruna? 3Hvaða leikmaður FH í knattspyrnuer nú til reynslu hjá norska liðinu Sta- bæk? Svörin eru á bls. 30 Sex ára gamalt kerfi treystir á sannsögli vanhæfra ökumanna: Nýir ökumenn votta heilbrigði ÖRYGGISMÁL Holgeir Torp hjá Um- ferðarráði segir nýjum ökumönnum í sjálfsvald sett hvort þeir gefi upp sjúkdóma sem þeir kunni að hafa og geti haft áhrif á hæfni þeirra til að aka bíl. „Með umsókn um almenn öku- réttindi á að fylgja heilbrigðisyfir- lýsing sem einstaklingur gefur út í viðurvist embættismanns. Þar vott- ar viðkomandi að ekkert sé að hon- um með tilliti til ákveðinna atriða,“ segir Holgeir. Atriðin sem um ræðir eru til dæmis sjón, heyrn, flogaveiki, hjartasjúkdómar, geðveiki, lyfja- fíkn og hreyfihamlanir. Holgeir seg- ir að ef lögregluembætti telji ástæðu til geti það kallað eftir lækn- isvottorði eða rannsóknum. Holgeir segir Umferðarráð ekki hafa upplýsingar um reynsluna af þessu kerfi sem tekið var upp árið 1997. „Yfir fjögur þúsund nýliðar fá ökuréttindi á hverju ári. Útgáfa læknisvottorða kostar peninga og þeim fylgir umstang. Þess vegna var opnað fyrir það að menn þyrftu ekki hver og einn að leggja inn læknisvottorð til að fá almenn öku- réttindi heldur gætu þeir gefið út heilbrigðisyfirlýsingu – sem sagt vottað að allt væri í lagi með þá. En það er alltaf ákveðið vandamál hversu misjafnlega sannsöglir menn eru,“ segir Holgeir. ■ Óperan vill vera í tónlistarhúsinu Um 1.700 milljónir kostar aukalega að gera 6,4 milljarða króna tónlistarhús að heimavelli Íslensku Óperunnar. Bandarískt ráðgjafarfyrirtæki mælir á hinn bóginn með því að Óperan fari í Borgarleikhúsið fyrir 843 milljónir. SVEITARSTJÓRNIR Til að hægt sé að starfrækja óperu í fyrirhuguðu 6,4 milljarða króna tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík þarf að bæta við 1.700 milljónum króna í verkefnið. Þetta er niðurstaða Verkfræðistofu VSÓ. Í lok síðasta árs var VSÓ falið af Reykjavíkurborg í samráði við menntamálaráðherra að aðstoða bandaríska ráðgjafafyrirtækið ARTEC við könnun á möguleikum og hagkvæmni þess að skapa að- stöðu fyrir óperuflutning í Borgar- leikhúsinu. Áfram sé gert ráð fyrir starfsemi Leik- félags Reykja- víkur í húsinu og að Íslenski dans- flokkurinn verði þar einnig. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær eru þrír möguleikar tald- ir koma til greina í því sam- bandi við óperu- starfsemi í Borgarleikhúsinu. Forsendur þeirra allra eru að hall- inn í aðalsal hússins sé minnkaður og að bætt sé við svölum. Sömu- leiðis að hljómsveitargryfja sé stækkuð. Kostnaður er áætlaður frá 367 milljónum til 843 milljóna eftir sætafjölda í salnum. ARTEC mun telja dýrasta kost- inn í Borgarleikhúsinu vera áhuga- verðan. Samkvæmt því mun salur- inn taka 850 gesti í sæti. Lagt er til að þessi möguleiki verði kannaður nánar. „Til samanburðar er það mat VSÓ að breytingar á æfinga- og tónleikasal Tónlistar- og ráð- stefnuhússins til að hann henti til óperuflutnings, þó með hóflegri stærð á sviði, hliðarsviðum og annarri aðstöðu, kosti um 1.700 milljónir króna. Er þá miðað við að húsið verði stækkað um 5.000 fermetra og er hlutdeild í lóð og bílastæðum meðtalin, um 240 milljónir króna,“ segir í minnis- blaði VSÓ til Reykjavíkurborgar. Fyrirtækið gerði aðeins lauslegt mat á þessum kosti. Bjarni Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Íslensku Óperunn- ar, segir Óperuna hafa óskað mjög eindregið eftir því að fá aðild að byggingu tónlistarhússins: „Við höfum óskað eftir því við stjórnvöld að þessir kostir væru kannaðir nánar þannig að hægt væri að bera þá saman á raunhæf- an hátt. Þó töluverður munur sé á verðmiðunum eru svo margir óvissuþættir að við teljum að ver- ið sé að tala um kostnað af svip- aðri stærðargráðu. Skýrslan um Borgarleikhúsið er skrifuð til að sannfæra – hin skýrslan til að hræða,“ segir Bjarni. gar@frettabladid.is Skipta um trú: Flýja bág kjör sín BANGALORE, AP Nærri 20.000 lág- stéttarhindúar gerðust búddistar við athöfn í Bangalore, borg í sunn- anverðu Indlandi. Með því vonast fólkið, sem telst til hinna ósnertan- legu, til að sleppa úr stéttakerfi hindúa, sem takmarkar mjög mögu- leika þess til að komast áfram. Tals- vert er um að hindúar úr lægri stéttum snúist til annarra trúar- bragða til að bæta lífskjör sín. Í þorpum er algengt að þeim sé bann- að að drekka vatn úr sömu upp- sprettum og aðrir hindúar, þeir barðir fyrir að sitja í nærveru fólks úr efri stéttum og fá illa og jafnvel ekki greitt fyrir vinnu sína. ■ FUNDAÐ Í VÍNARBORG Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, og Harri Kolkeri, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, sátu fundinn. Framtíð Kosovo: Viðræður í hnút VÍN, AP Þrátt fyrir samkomulag um að ræða ekkert um framtíð Kosovo á fyrsta fundi serbneskra og Kosovo-albanskra ráðamanna frá lokum átakanna í Kosovo fyr- ir fjórum árum lauk fundinum með deilum um hvernig stöðu héraðsins skyldi háttað. Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, sagðist vilja sjá Kosovo sem hluta af Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. „Það þýðir lýðræðislegt, friðsælt og sjálfstætt Kosovo.“ Zoran Ziv- kovic, forsætisráðherra Serbíu, vísaði þessu á bug: „Það geta eng- ar viðræður átt sér stað ef menn gera sér ekki grein fyrir því að við erum ekki að ræða saman sem fulltrúar tveggja ríkja.“ ■ You make it a Sony Sony Center - það fyrsta á Íslandi Nú getur þú verslað Sony hjá Sony því að við opnum nýja verslun í Kringlunni í október. Gæði, þekking og fagmennska alla leið. Kringlan í október SONY CENTER Kringlunni 4 - 12 103 Reykjavík KAUP Á AKRABERGI GANGA TIL BAKA Samherji hf. hefur nýtt sér skilarétt í kaupsamningi sem fé- lagið gerði um kaup á frystitog- aranum Akrabergi af Framherja Spf. og hefur skipinu þegar verið skilað til fyrri eigenda. Skipið var gert út á úthafskarfaveiðar og fór eina veiðiferð á vegum Samherja hf. LÖGREGLUSTÖÐIN Með umsókn um almennt ökuskírteini fylgir heilbrigðisyfirlýsing frá verðandi öku- manni. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast frá árinu 1997. Fyrir þann tíma þurftu allir að skila inn læknisvottorði. ÍSLENSKA ÓPERAN HEFUR KYNNT VETRARDAGSKRÁNA Framkvæmdastjóri Íslensku Óperunnar segist vilja inn í fyrirhugað tónlistarhús. „Breytingar á æfinga- og tónleikasal TR til að hann henti til óp- eruflutnings, kosta um 1.700 milljón- ir króna. ■ Viðskipti ■ Lögreglufréttir ÚTKALL Í BLÁA LÓNIÐ Sænskur maður á áttræðisaldri fannst með- vitundarlaus í Bláa lóninu í gær. Hann var svo fluttur á Landspítal- ann í Fossvogi til aðhlynningar. ÓSPENNTIR VIÐ AKSTURINN Lög- reglan í Keflavík kærði níu öku- menn fyrir að vera ekki með bíl- belti spennt í gær. Þá voru tveir kærðir fyrir að vera börn í bílnum án tilskilins öryggisbúnaðar. TÍU ÁREKSTRAR Tíu árekstrar urðu í Reykjavík í gær, þar á með- al einn þriggja bíla árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Sól- eyjargötu. Engin meiðsl urðu á fólki en eignatjón var töluvert. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.